Búnaðarrit - 01.01.1997, Side 73
BÚNAÐARRIT 1997
Gæðastýring og vottun
landbúnaðarafurða
Skilyrði til gæðastýringar eru að ýmsu leyti
ákjósanleg í íslenskum landbúnaði. Mikið er
um reglubundna skráningu og eftirlit, bæði
á sveitabýlum og í afurðastöðvum, og
landkostir og búskaparhættir bjóða uppá
mikil gæði og hreinleika afurða. Við mótun
reglna um gæðastýringu í landbúnaði hefur
verið lögð áhersla á umhverfisvernd í takt
við tímann. Markmiðið er að bjóða neyt-
endum úrvalsvörur, sem hægt er að rekja til
upprunans með viðeigandi efdrliti og
vottun hjá einstökum bændum og afurða-
stöðvum. Bændasamtök Islands og ýmsir
aðrir aðilar vinna að eflingu gæðastýringar
og sum búgreinafélögin sýna málinu mikinn
áhuga.
Nokkru áður en farið var að huga að
gæðastýringu á sveitabýlum með formlegum
hætti, voru afurðastöðvar í landbúnaði að
koma upp gæðakerfum og heldur sú þróun
áfram, t.d. samkvæmt ISO stöðlum í
mjólkuriðnaði og GÁMES gæðakerfmu við
innra eftirlit í sláturhúsum.
Nú hafa bændur tvo valkosti til gæða-
stýringar og vottunar á búum sínum, þ.e.
þeir geta aflað sér viðurkenningar fyrir
vistvæna framleiðslu eða tekið upp lífræna
búskaparhætti með viðeigandi eftirliti og
vottun. Við vistvæna landbúnaðarfram-
leiðslu, sbr. reglugerð nr. 504/1998, er lögð
áhersla á góða búskaparhætti, umhverfis-
vernd, velferð búfjár og hreinleika afurða.
Allir þessir þættir eru einnig í heiðri hafðir
við lífræna landbúnaðarframleiðslu, sbr.
reglugerð nr. 219/1995 með breytingu nr.
90/1998, en þar eru gerðar kröfur um líf-
ræna ræktun sem byggist á langtíma upp-
byggingu frjósemi jarðvegs með notkun
lífræns áburðar, safnhaugagerð, sáðskiptum
og belgjurtarækt og beitt er lífrænum
vörnum gegn meindýrum og sjúkdómum.
Hefðbundin lyf eru ekki notuð nema í neyð
og óheimilt er að nota tilbúinn áburð.
Hvort sem um er að ræða vistvænan eða
71