Búnaðarrit - 01.01.1997, Page 76
BÚN AÐARRIT 1997
Ari Teitsson, Hrísum, Reykjadal,
formaður
Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II,
Borgarbyggð, fyrri varaformaður
Hrafnkell Karlsson, Hrauni, Ölfusi,
annar varaformaður
Hörður Harðarson, Laxárdal,
Gnúpverjaherppi
Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli,
Miklaholtshreppi
Pétur Ó. Helgason, Hranastöðum,
Eyjafirði
Örn Bergsson, Hofi, Öræfum.
Framkvæmdastjóri er Sigurgeir
Þorgeirsson.
I árslok 1997 voru tæp 38 stöðugildi hjá
Bændasamtökum íslands auk félagsstjórnar
og starfsfólks í mötuneyti og við ræstingar.
Þau skiptust þannig á starfssvið:
Yfirstjórn og skrifstofa 7,5
Ráðunautar 13,0
Utgáfa, bókasafn, námskeið 4,5
Tölvudeild - skýrslur og forritun 7,4
Byggingaþjónusta 1,5
Nautastöðvar 4,0
Yfirstjórn og félagsstarf
Búnaðarþing 1997 kom saman 23. febrúar
og starfaði í eina viku. Helstu mál þingsins
voru endurskoðun sjóðagjalda, endur-
skoðun búfjárræktar- og jarðræktarlaga og
frumvarp til laga um Lánasjóð landbún-
aðarins, en alls voru samþykktar 44 álykt-
anir á þinginu. Af öðrum mikilvægum mál-
um, sem unnið var að á árinu, má nefna
samning um starfsskilyrði mjólkurfram-
leiðslu, sem undirritaður var 17. desember,
lagasetningu um Tryggingasjóð sjálfstætt
starfandi einstaklinga, auk fjölda annarra
hagsmunamála.
Bændasamtökin eiga aðild að ýmsum
stjórnum og nefndum á sviði landbúnaðar-
mála og taka þátt í margháttuðu erlendu
samstarfi. A árinu tók formaður BÍ við
formennsku í Norrænu bændasamtökun-
um, NBC.
Leiðbeiningaþjónusta
Störf ráðunauta Bændasamtakanna skiptast
þannig eftir fagsviðum og búgreinum:
Jarðrækt, vatnsveitur, forðagæsla og hlunn-
indi (2 störf). Leiðbeiningar í jarðrækt og
vatnsvirkjun, umsjón með jarðabóta-
úttektum og framlögum, yfirumsjón með
forðagæslu, leiðbeiningar um hlunninda-
nytjar, þ.e. æðarrækt, selveiðar, reka, söl,
fjallagrös, sjávarnytjar og hvers kyns
atvinnusköpun.
Garðyrkja, ylrækt (2 störf). Leiðbeiningar,
þátttaka í rannsókna- og þróunarstarfi og
hagtölusöfnun í garðyrkju.
Búfjárrækt (5 störf). Leiðbeiningar í naut-
griparækt (1,5), sauðfjárrækt (0,5),
hrossarækt (1,0), svínarækt (0,5) og
loðdýrarækt (0,5). Auk þess ein staða við
þróun kynbótakerfa og útreikninga á
kynbótamati.
Lífrænn búskapur og landnýting (1 starf).
Auk leiðbeininga á þessum sviðum ann-
ast ráðunautur skýrslur geitfjárræktar,
landsmarkaskrá og vissa aðra þætti skv.
búfjárhaldslögum.
Byggingar og bútækni (1 starf). Leiðbein-
ingar um landbúnaðarbyggingar og
tæknibúnað, en jafnframt yfirumsjón
með byggingaþjónustu BÍ.
Ferðaþjónusta (1 starf). Leiðbeiningar,
eftirlit og úttektir.
Hagfræði og bókhald (1 starf). Leiðbein-
ingar um rekstur, bókhalds-og skattamál.
Ráðunautarnir eru landsráðunautar, hver
á sínu sviði, og hafa ásamt fagráðum
búgreinanna, forystu um stefnumótun og
framkvæmd leiðbeininga í viðkomandi
greinum. Helstu viðfangsefni þeirra á árinu
koma fram í umfjöllun um búgreinarnar hér
að framan.
Stjórn Bl leggur áherslu á að auka hag-
rænar leiðbeiningar til bænda. Auk árlegrar
funda- og námskeiðaferðar hagfræðiráðu-
nautar, var hagræðing í sauðfjárrækt tekin
74