Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 3
LUNGNAKRABBAMEINIÐ hefur vakið sívaxandi athygli og valdið svo miklum heilabromm á undan- förnum ámm, að aðrar krabbameinstegundir eru nú farnar að hverfa í skugga þess. Ástæðan til þessarar almennu athygli á sérstökum krabbameinstegundum er okkur öllum vel kunn. í fyrsta lagi hefur lungnakrabbameinið færzt meira í vöxt á undanförnum áramgum en dæmi eru til um nokkra aðra krabbameinstegund. Fyrir aðeins 25 árum var það eitt hinna sjaldgæfu sjúkdóma, en er nú að verða ein hin allra algengasta krabbameins- tegund og slær meira að segja orðið öll met meðal íbúa sumra byggðarlaga. Hinar víðtæku rannsóknir á lungnakrabbamein- inu hafa orðið til þess, að við erum nú hver og einn komnir inn í sviðsljósið á nýjan og miskunnarlaus- an hátt. Sé litið á krabbameinið almennt, er það orðinn nokkuð algengur sjúkdómur, og það er því talsverð hætta á, að við eða einhverjir okkar nánusm fái þennan sjúkdóm fyrr eða síðar. Hversvegna því er svo farið vitum við ekki, það er ein af þeim raun- um, sem lífið kann að leggja okkur á herðar, án þess að við getum gert nokkuð sérstakt til þess að afstýra því. En hvað snertir lungnakrabbameinið er allt öðm máli að gegna. Það er smátt og smátt orðið fullkom- lega ljóst, hvað veldur því nær einvörðungu. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Lungnakrabba- mein, myndun þess og orsakir Það er undir sjálfum okkur komið, hverjum og einum, hvort líkurnar til þess að fá sjúkdóminn verða hverfandi litlar eða all verulegar. Við gemm sem sagt gerzt áskrifendur að sjúkdómnum eða sleppt því og neitað okkur um það. Hversu algengur er hann nú þessi sjúkdómur, sem við heyrum svo mikið um og hversu mikið færist hann eiginlega í vöxt. f sumum löndum er hann orðinn alvarleg plága. í Englandi og Wales deyja nú orðið árlega 27.000 manns úr lungnakrabbameini. Hér á landi hefur tilfellunum fjölgað ískyggilega frá ári til árs. Karlmennirnir eru í algerum meirihluta, hvernig sem á því stendur. 1955 voru lungnakrabbameins- tilfellin á fslandi 9 (1 kona og 8 karlmenn), 1959 em þau 21 (8 konur og 13 karlmenn), 1967 eru þau komin upp í 31 (14 konur og 17 karlmenn). Þetta sýnir geigvænlea fjölgun og það hvað tilfell- unum fjölgar ört hjá konunum. Tala þeirra, sem deyja úr Iungnakrabbameini 1980 verður með sama áframhaldi orðin ískyggilega há, verði ekkert gert til þess að brjóta á bak aftur þann faraldur, þessarar krabbameinstegundar, sem nú flæðir yfir landið. Það fer ekki hjá því, að lungnakrabbameinið verð- ur innan tíðar ein af algengustu krabbameinsteg- undunum hér á landi, ef svo heldur fram sem horf- ir. Þó er það ennþá miklu algengara í nágranna- löndum okkar en hér. í Noregi sækir það fast á og 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.