Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 11
Þa4 mun öllum íslendingum kunnugt, hver vax fyrsti landlæknir hér á landi, svo mjög hefur nafni Bjarna Pálssonar verið haldið á loft og það að verð- leikum. Um hann er til ævisaga, auk margra og mikilla sagna, bréfa og skilríkja frá ævi hans og embættistíð. Það er leitt, að engin mynd skuli hafa varðveitzt af þessum mikla og merka brautryðjanda íslenzku læknastéttarinnar. Það hefur hinsvegar verið hljóðara um fyrstu ljósmóðurina á íslandi og lítið er um hana vitað. Hennar er þó lítillega minnzt í ævisögu Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson lækni, tengdason hans, en þó minna en vænta mætti, þegar þess er gætt, hve örlög þeirra Bjarna voru samfléttuð, eins og að líkum lætur. Þau fáu tunmæli, sem um hana hafa fundizt og verið skráð, eru hinsvegar næsta lofsamleg, og allt bendir til þess, að hlutur hennar í starfi hafi verið all stór og hinn bezti. Fyrsta Ijósmóðir Islands í ævisögu Bjarna landlæknis segir svo: Fyrir hans tilhlutun kom og um það leyti inn hingað dönsk Yfirsetu-kona, sem enn þá lifir, að nafni Margrét Katrín, æru- og frfómleiks kona sú mesta, var hún examineruð af Búchvald, árið 1761, send hingað samsumars með 60rdla. launum, og gjörði sitt fyrsta Yfirsetukonu-verk hér í Octóber sama ár. Bjarni Landph. fór og strax að koma því til leiðar, þó seigt gengi, að uppfræddar og examíner- aðar Yfirsetu-konur væru í hvörri sýslu, hvar um hann lengi þæfði við Dr. Finn Biskup, og hafa þær síðan 1766, þann 20th Júní, fengið árlega lOOrdli. af Kóngi, sem Landphysicus útbýtir þeim; lét Bjarni Landph. þær síðan examinera af Chírúrgis,* en sjálfur yfirheyrði hann alls í sinni tíð 15 Ljós- mæður, svo menn viti til. - Þetta eru heldur fátæklegar upplýsingar um konu, sem gerðist fyrsti brautryðjandi hjá framandi * Samanber Auglýsing af 24ða Júlí 1770, í Lögþíngs- bók þess árs. vindu margra geðrænna truflana. Við viljum einnig leggja áherzlu á, að á vissum aldursmörkum, sérstak- lega sé um afbrigðilegar tilhneigingar í hegðun að iæða, eigi fyrirmynd föðurins ríkan þátt í hvernig málin skipast. Þar kemur hann til greina sem tákn- ræn mynd og ráðandi afl og uppspretta öryggis og verndar. Þar sem faðirinn hefur neikvæða eiginleika, bæði hvað snertir þjóðfélaslegar og persónulegar skyldur, verður niðurstaðan sú, að hvorki faðir né sonur FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL viðurkennir hvor annan, og það er venjulega gagn- kvæmt. Slíkt neikvætt samband við föðurinn kann með tímanum að leiða til fjandskapar drengsins við fullorðna fólkið og þjóðfélagið og jafnframt þess að hann verður óeðlilega háður og minnimáttar gagnvart jafnöldrum sínum. Þegar ýmsir fleiri þætt- ir verða til þess að styðja þessa þróun, er hætta á að það leiði til afbrotahneigðar og kynvillu. Bj. Bj. tók saman 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.