Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 14
um með því að skrifa hvert tímaritið á fætur öðru, fullur logandi gremju og hugsaði lítið um að vanda sig. Hann kvæntist á ný, og þetta hjónaband virðist hafa verið vel heppnað. Skuldirnar hlóðust upp og til þess að losna við skuldheimtumennina yfirgaf Dostojewsky Rússland og flutti til Vestur-Evrópu. Á þessu tímabili skrif- aði hann nokkrar af frægusm skáldsögum sínum, Glæpur og refsing, Fábjáninn, Hinir djöfulóðu og Spilafíflið, þar sem hann lýsir hinni brjálæðis- kenndu spilafíkn, sem hrjáði hann. Þegar hann hafði snúið afmr til Rússlands, eyddi hann þar síð- usm árum lífs síns í friði og rólegri íhugun. Hin fræga ræða, sem hann hélt við afhjúpun minnis- merkis um Puschkin árið 1880 í Moskvu, og út- gáfa „Bræðranna Karamasov", hins mikla meistara- verks, gerðu hann heimsfrægan. Arið eftir dó hann úr lungnaþembu. Við vimm ekki, hvenær Dostojewsky fékk fyrsta flogaveikiskast sitt. Það hefur verið álitið, að fyrsm sjúkdómseinkennin hafi gert vart við sig eftir hinn vofeiflega dauða föður hans. Það voru 2 bændur, sem myrtu hann. Skáldið unga fékk aftur mjög al- varlegt kast nokkru seinna, þegar hann fór fram hjá líkfylgd, og enn, rétt eftir það, er hann fékk til- kynningu um, að vinur hans, Bielenski, frægur gagnrýnandi, væri dáinn. Hetjan í skáldsögunni „Fábjáninn" kemst ekki undan því að verða drep- inn, þar sem hann fær kast, sem líkist krampa-flög- um um leið og ráðizt var á hann. í „Bræðrunum Karamozov" leynir hálfbróðirinn Smeriakov aðild sinni að morði föður síns, með því að gera sér upp flogakast. Þetta síendurtekna sam- band dauða og ofbeldis við flogaveiki hefur orðið til þess, að ýmsir rithöfundar og vísindamenn - sérstaklega Sigmund Freud - hafa sett fram þá hug- mynd, að þessi sjúkdómur eigi sér sálræna undirrót. Sjúkrasaga Dostojewskys bendir ekki á neinn hátt til áverka á hauskúpuna eða heilann og því er eina skýringin á sjúkdómi hans sú, að um innri eða leyndan uppruna sé að ræða. Það lítur út fyrir, að köst skáldsins hafi ekki öll verið sama eðlis. Flest voru þau æði svæsin með dálitlum flogboða, minn- isleysi, stífkrömpum, rykkjakrömpum og froðu í munnvikunum. Eðlilegt ástand kom aftur hægt og hægt. Anna, önnur kona hans lýsir einu af þessum köstum: „Hann sneri sér við til hálfs og fékk samsmndis flogaveikiskast. Ég varð hrædd og vildi koma hon- um í rúmið, en vannst ekki tími til þess. Ég lét hrygginn á honum styðjast við bakið á mér, af því að ég hafði ekki þrek til að lyfta honum upp. Hann var í þessum stellingum meðan krampaköstin stóðu yfir. Hann spyrnti hægra fæti í vegginn og síðan finnur hann alltaf til í honum. Þegar krampaköst- unum lauk, varð Fedor æstur. Ég gerði allt, sem í mínu valdi stóð, til að róa hann, en það tókst ekki . . . í dag tók ég fyrst eftir því, að varir hans urðu bláleitar og andlitið varð óvenjulega rauðþrútið. .. . í þetta skipti tók það hann langan tíma að komast til sjálfs sín. Þegar hann hafði náð fullri meðvitund, gat ég varla varizt hlátri, þrátt fyrir hryggð mína og kjarkleysi, vegna þess að allt, sem hann sagði var á þýzku." Það hefur einnig verið litið á þennan sjúkdóm frá öðru sjónarmiði og þá sérstaklega sem sefasýki (hysteria). Janovski, læknir skáldsins, rakst einu sinni á sjúkling sinn í hörmulegu ástandi og maður Ieiddi hann við hönd sér þvert yfir torg. Dostojew- sky bað lækninn um hjálp. Hann skalf allur af krömpum, en nú virtist ekki vera um hrein floga- veikisköst að ræða. Nákvæmar athuganir styðja mjög það álit, að flogasjúklingum hætti frekar til að fá sefasýkisköst en öðru fólki. Áran eða flogboðinn, sem hér vekur áhuga okk- ar, er alveg sérstaks eðlis. Hér er, sem sagt, um að ræða heild hinna einstaklingsbundnu tilfinninga og gleðivímu, sem altók sjúklinginn á undan flogaköst- unum. Það kann að virðast einkennilegt, að þetta ástand fyllti Dostojewsky vellíðan og gat fyllt hann eldmóði. Við skulum láta eina af persónunum í „Hinum óðu" lýsa þessu: „Það stendur í sekúndur - smndum 5 eða 6 — sem maður lifir einhverja tjáningu hinnar full- komnustu hamingju. Það er ekkert jarðneskt við þessa tilfinningu . . . Maðurinn getur ekki haldið þetta út efnisbundinn, hann verður að losna úr sínu líkamlega gervi eða deyja." Vegna þessa skrifar skáldið frænku sinni Soffíu: frh. á bls. 20 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISmAl 14

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.