Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 12
þjóð í starfi, sem íslenzka þjóðin hefur þó jafnan haft í hávegum og svo mikið veltur á, að rækt sé með alúð og nærgætni. Björn Karel Þórólfsson gaf út ferðasögu Árna Magnússonar frá Geitastekk, hins sérkennilega furðufugls. í henni er ljósmóðurinni gerð nokkur skil, bæði af Arna og þó sérstaklega Birni. í kafla ferðasögunnar, sem heitir Kínaferð, er Árni frá Geitastekk kominn til Kaupmannahafnar og bíður þess, að Kína-farið leggi þaðan úr höfn. Þar er hann að einhverju leyti á snærum Benedikts Magn- ússonar frá Bassastöðum, sem bjó þá í Höfn. Hann var járnsmiður að iðn, lærður í Kaupmannahöfn, og á sér danska konu, en það var hún, sem gerðist fyrsta Ijósmóðir á fslandi. Árni segir svo frá í upphafi kaflans um Kína- ferðina: „Þegar vér höfðum útlosað skipið, varð ég að ganga í Khöfn, stundum lítið að forþéna, stundum ekkert, hafði og ei peninga, sem ég kynni mér uppi halda í nefndri Kaupinhöfn. Resolveraði (ákvað) að ganga upp á Kína Kompagnie. Tók með mér snrðinn Benedikt Magnússon, er kom hingað aftirr með konu sína, sem er yfirsetukona í Reykjavík. Og þegar ég hafði fengið þá 20 rd., er ég skyldi útreiða mig til þessarar löngu reisu, fór ég heim með fyrr- téðum smiði Benedikt, er var og minn kautionisti (ábyrgðarmaður) fyrir nefnda 20 rd. Gekk hans kona út með mér og keypti það, eg með þurfti til ferðarinnar. Var og þá tíð til heimilis hjá smiðnum, er mig skyldi levera um borð til Kína kapitainen Holm. Vér höfðum fríheit í landi að vera átta daga, eftir það vér höfðum fengið peninga. Síðustu nótt- ina, sem ég var í landi, svaf ég ei, heldur gjörði mér til góða með góðum drykk og fæðu og tók afskeið með alla góða vini og kunningja og meinti, þá aldrei sjá kynni meir." Þó ekki sé mikið sagt, má af þessu marka að ljós- móðirin hafi reynzt íslendingum notaleg og hjálp- söm eins og þeim, sem hún átti saman við að sælda heima á íslandi. En nú kemur Björn Karel til sögunnar og gerir málinu meiri og betri skil. Hann segir: „Smiðurinn Benedikt Magnússon, sem Árni kennir við Reykjavík, var frá Bassastöð- um í Strandasýslu, sonarsonur Magnúsar lögrétm- manns Björnssonar, er bjó á Bassastöðum 1703. Benedikt hefur farið til Kaupmannahafnar fyrir 1740 og verið þar síðan um skeið. Á vottorðum frá 1744 er hann nefndur Kleinsmedsvend. Síðan er ekkert um hann vitað fyrr en 1754. Þá er hann í Reykjavík. Þá kvittar hann fyrir 10 dölum, er hon- um voru greiddir fyrir smíði á járni og timbri í Viðeyjarstofuna. í bréfi dags. 13. marz 1761 tjáir Benedikt rentukammerinu, að hann hafi unnið nokkur ár við iðnstofnanirnar í Reykjavík og hefur það sennilega verið kringum 1754. Þegar Árni legg- ur upp í Kínaferðina, seint á árinu 1759 er Bene- dikt kominn til Hafnar aftur og kvæntur þar. Vorið 1761 selur hann hús sitt í Kaupmannahöfn og fer heim til íslands með konu sína, sem var dönsk, Mar- grete Katrine að nafni, en ekki er kunnugt af hvaða fólki hún var komin. Sennilega hefur hún verið efnaðra manna, því að Benedikt hefur naumast orð- ið húseigandi á eiginn rammleik. Þegar hún fluttist hingað til lands hafði hún ný- lega lokið prófi í Ijósmóðurfræðum við læknadeild Kaupmannahafnar háskóla, en það nám lagði hún fyrir sig að hvötum Bjarna landlæknis Pálssonar, og í ráði mun hafa verið, að maður hennar yrði afmr járnjsmiður við iðnstofnanirnar. Landlækni var það mikið áhugamál að fá hingað lærða ljósmóður, og til þess að festa hana hér var nauðsynlegt, að maður hennar fengi einnig fasta atvinnu. Benedikts naut skammt við. Hann mun hafa misst heilsuna skömmu eftir að hingað kom, og skv. bréfi landlæknis til amtmanns dags. 1. marz 1763 er Benedikt þá dáinn, en ekki sézt, hvort hann hafi andazt það ár, eða árið áður. Kona hans skyldi eiga hér langan starfsferil og bíða elli. Með konungsúrskurði 10. marz 1762 voru henni ákveðin 60 dala árslaun, enda skyldi hún veita fátæklingum ókeypis Ijósmóðurhjálp. Hún var til húsa hjá landlækni í Nesi og var enn Ijósmóðir 1801, 83 ára að aldri. Hún andaðist 19. júní 1805, þá fyrir nokkru orðin örvasa. Hún er hin fyrsta lærða ljósmóðir, sem starfað hefur hér á landi svo að vitað sé og samtímamenn hennar, sem um hana tala veita henni einróma lof." Sbr. ævisögu Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson, 2. útg. bls. 56. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 12

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.