Heilbrigðismál - 01.07.1971, Page 4
Bjarni Bjarnason
Heimurinn og tilveran virðast hafa upp á
svo margar dásemdir að bjóða, sem gætu gert
líf okkar fegurra og hamingjusamara en það
er í dag, ef við aðeins kæmum auga á það, til-
einkuðum okkur það, nytum þess eins og við
ættum að geta gert og skildum það hinum
rétta skilningi.
En það er engu líkara en að maðurinn kæri
sig yfirieitt ekkert um hið góða líf, þar sem
ríkir friður og eindrægni og hver unir glaður
við sitt. Þetta þykjast allir vilja en hugur
fylgir ekki máli. Það líf gefur manninum ekki
þá fullnægingu sem hugur hans stendur til.
Maðurinn sækist eftir áhættum, allskonar
sterkum og annarlegum áhrifum. Hann er
aldrei ánægður með sjálfan sig eins og hann
er, né annað það, sem hann hefur, og leitar
því ótrúlegustu ráða til að gera sig einhvern-
veginn öðruvísi.
Sumir virðast ekki geta unað lífinu án þess
að stofna því allt af í ýtrustu hættu. Fjölda
fólks er það brennandi nauðsyn, að koma sér
í glæfralega áhættu til að þjóna lund sinni þó
að tilgangurinn virðist enginn.
Sóknin í það sem sízt
skyldi
Þetta fólk er venjulega ekki að fórna sér
fyrir neitt, sem geíur iífi þess eða annarra
aukið gildi, eða til að bjarga einu eða neinu.
Maðurinn er nú einu sinni svona furðulegur
í háttum sínum og huga, honum nægir aldrei
það sem hann hefur, og ef hann hefur öðlazt
það, sem átti að vera uppfylling allra óska
hans og drauma, er ljóminn af því venjulega
horfinn um leið og markinu er náð, tómleiki
og óánægjutilfinning komin í staðinn. Hann
fyllist nýrri brennandi þrá eftir nýjum gæð-
um og nýjum stefnumörkum.
Helzt er svo að sjá, sem það eigi ekki fyrir
mannkyninu að liggja, að öðlast nokkurntíma
hinn innri frið eða neitt það sem veitir sanna
lífsfyllingu, einmitt það, sem er fyrsta skil-
yrðið til að skapa hrausta sál í hraustum lík-
ama; skapa samhyggð, mannheill og sam-
ræmi.
J
Það er ömurleg tilhugsun, að fólkið skuli
óvíða vera óhamingjusamara en í hinum svo-
kölluðu velferðarríkjum, þar sem allt er lagt
upp í hendurnar á því, ríkið hugsar fyrir það,
sér um að það fái allt sem það þarfnast og
heimtar.
Það fer nákvæmlega eins fyrir þessu fólki
og ofdekruðu börnunum, sem er fært allt sem
þau vilja hendinni til rétta og reynt að verða
við öfgunum, hversu langt sem þær ganga.
Maðurinn sem vinnur hörðum höndum og
verður að berjast fyrir hverju skrefi, sem hann
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
4