Heilbrigðismál - 01.07.1971, Qupperneq 20
Ólafur Bjarnason prófessor
Erindi þetta er hið fjórða í röðinni af
fræðsluerindum um krabbamein, sem læknar
flytja í útvarp um þessar mundir í tilefni 20
ára afmælis Krabbameinsfélags íslands og að
tilhlutan þess.
Þróun læknisfræði síðustu áratuga hefur
ákveðið beinzt í þá átt að fyrirbyggja og
koma í veg fyrir sjúkdóma. Hefur þessi þróun
einkum verið áberandi eftir síðustu heims-
styrjöld og enn stefnir í þá átt að fyrirbyggj-
andi aðgerðir verða æ ríkari þáttur í heil-
brigðisstarfsemi hverrar þjóðar.
Enda þótt sjúkdómavarnir hafi orðið æði
fyrirferðarmikill þáttur í heilbrigðismálum
margra þjóða á síðustu áratugum er saga
þeirra þó allmikið lengri. Höfuðskilyrði þess
að unnt sé að fyrirbyggja sjúkdóma er að or-
sök þeirra sé kunn. Þó þekkjum við dæmi
þess, að komið hefur verið í veg fyrir sjúk-
dóm löngu áður en orsakir hans voru þekktar.
Frægast dæmi um það mun vera bólusetning
Krabbameinsvarnir
Jenners gegn stóru bólu heilli öld áður en or-
sökin var kunn.
Annað þekkt dæmi svipaðs eðlis eru varn-
araðgerðir James Lind gegn skyrbjúg í sjó-
liðum brezka flotans nær 150 árum áður en
menn vissu að skortur á C-vítamíni, öðru
nafni ascorbinsýru, veldur þeim sjúkdómi.
Það var þó ekki fyrr en á síðari hluta 19. ald-
ar og í byrjun þeirrar tuttugustu, að verulega
stórstígar framfarir urðu á þessu sviði. En til
grundvallar þeim framförum lágu uppgötv-
anir á orsökum næmra sjúkdóma og vaneldis-
sjúkdóma.
Hér á landi hafa menn notið heillaríks ár-
angurs nefndra uppgötvana, m. a. við útrým-
ingu holdsveiki, sullaveiki, barnaveiki, tauga-
veiki, að ógleymdum hinum stórfellda árangri
í baráttunni við berklaveikina. Allur þessi ár-
angur byggist þó einnig að verulegu leyti á
því, hversu góð samvinna hefur verið í milli
heilbrigðisstarfsmanna annars vegar og al-
mennings hins vegar.
A síðustu árum hafa orðið stórstígar fram-
farir varðandi þekkingu manna á ýmsum arf-
gengum sjúkdómum. Sem dæmi má nefna að
ákveðin tegund fávitaháttar orsakast af breyt-
ingu á litningum frumukjarna þessara einstak-
linga. Slíkar breytingar má greina snemma
á fósturskeiði og koma í veg fyrir að slík börn
fæðist. Þá er vitað að auknar líkur eru á því
að konur, sem komnar eru yfir fertugt, fæði
af sér slík afkvæmi.
20
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL