Heilbrigðismál - 01.07.1971, Page 23

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Page 23
unarkonur og rannsóknarstúlkur, en nú er starfsliðið orðið 16 manns. Aðsókn að Leitarstöðinni hefur verið ágæt frá upphafi bæði frá Reykjavíkursvæðinu og frá öðrum landshlutum og nokkru þó betri frá þeim konum sem leitað hafa rannsóknar utan af landi. Þannig hafa mætt milli 70- 80% af Reykjavíkursvæðinu við fyrstu skoð- un, en allt að 90% utan af landsbyggðinni. Forráðamenn stöðvarinnar velta því nú mjög fyrir sér hvernig unnt sé að ná til allra þeirra kvenna, sem ráðgert er að rannsaka og fylgj- ast með hverju sinni, en það er auðvitað það mark sem stefna ber að. Þær tölur sem hér er vitnað til miða við mætingu í fyrsta sinn, en það er að sjálfsögðu ekki nægjanlegt að konur komi aðeins einu sinni á æfinni til slíkrar skoðunar sem þess- arar. Rannsóknina verður að endurtaka með vissu millibili ef tryggt á að vera að hún þjóni sínu ætlunarverki. Það er nokkuð mismun- andi í hinum ýmsu löndum hvað menn hafa stefnt að tíðum rannsóknum. í Svíþjóð til dæmis er miðað við það að konur séu rann- sakaðar fjórða hvert ár. Hér á landi var gerð tilraun til að rannsaka konur að nýju tveim til þrem árum eftir að þær höfðu komið til rannsóknar í fyrsta sinn. Ekki er enn fullrann- sakað hver hlutfallstala þeirra kvenna er, en þegar er ljóst að mæting hefir ekki verið nógu góð, sérstaklega ekki á Reykjavíkursvæðinu. E. t. v. er ráðlegt að breikka bilið milli rann- sókna og hafa það fjögur ár, svipað því sem Svíar stefna að. Hins vegar eru ýmsir sem halda því fram, að æskilegast væri að konur gengju undir svona rannsókn árlega eftir að þær eru komnar yfir 25 ára aldur. Hver hefur þá árangurinn orðið af starf- semi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins? Á fyrsta 6 ára starfstímabili stöðvarinnar fund- ust 224 tilfelli af staðbundnu krabbameini í Jeghálsi og 90 ífarandi krabbamein í móður- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁI. lífi og eggjakerfum. Eins og áður sagði er mikilvægast að finna krabbameinið á hinu staðbundna stigi, þannig að unnt sé að nema það burt með öllu. Hins vegar er einnig mikilvægt að finna meinið með þessum hætti þó að það sé farið að vaxa ífarandi og því fyrr því betra. Með samanburði á rannsókn, sem framkvæmd var hér á landi á konum, sem leitað höfðu lækna eftir að einkenni um ífar- andi krabbameinsvöxt voru komin í ljós og niðurstöðum af leit Krabbameinsfélagsins hef- ur sýnt sig að með frumuleitinni finnast hin ífarandi krabbamein á mun lægri stigum og er því möguleiki á lækningu miklu meiri þegar þannig er ástatt. Athyglisvert er að í hópi þeirra kvenna, sem athugaðar voru í annað sinn var tíðni bæði staðbundins og ífarandi krabbameins fjórum sinnum lægri en í fyrstu skoðun. Á Leitarstöð B hefur verið unnið rnikið og merkilegt brautryðjendastarf í heilbrigðismál- um þjóðarinnar. Hún er þó ekki einangrað fyrirbæri í heilbrigðisþjónustunni heldur hlekkur, sem fellur í þá keðju. Finnist eitt- hvað grunsamlegt við rannsókn í Leitarstöð- inni er framhaldsrannsókn nauðsynleg og liggur þá næst fyrir að taka vefjasýni til at- hugunar. Slík sýni eru send í Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og þar er úr því skor- ið hvort um krabbamein sé að ræða, hversu langt meinið er gengið, hvort um er að ræða staðbundið krabbamein eða hvort æxlið er farið að vaxa ífarandi. Eftir niðurstöðu þeirrar rannsóknar er síðan meðferð ákveðin. Hér á landi er nú svo kornið að meðferð allra ífar- andi krabbameina í leghálsi fer fram á einum stað, á kvensjúkdómadeild Landspítalans. Það hefur lengi verið viðurkennd stefna í flestum menningarlöndum að æskilegast sé að slík meðferð sé bundin við einn ákveðinn stað, þar sem beztu skilyrði til lækninga eru fyrir hendi. 23

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.