Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 7

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 7
Meltingin hefst í munninum Edward Hughes Todays Health. í enskri kirkju fannst einusinni gömul bæn, sem er alla tíma í fullu gildi: Guð gefðu mér góða meltingu og eitthvað til að melta. Það sem felst í seinni hluta bænarinnar er ærið vandamál víða um heim. Heilir heimshlutar svelta enn í dag og miljónix manna deyja úr hungri árlega vegna þess, að þær hafa ekkert til að melta. Fjöldi fólks hefur lélega meltingu; sumir öðru hverju, aðrir tímum saman og jafnvel alla sína tíð. Þetta er plága, sem allur fjöldinn af fólki gæti komist hjá. Hver einasti maður ætti að kynna sér líf- eðlisfræði meltingarinnar, þar sem hún er í nánum tengslum við veigamikinn heilsufars- þátt og hefur mikil áhrif á vellíðan okkar. Súr magi og slímhimnubólgur geta valdið almennri ólund og geðillsku. Maðurinn er líkami, sem umlykur melt- tngarveginn. Hann er sjöskiftur: Munnurinn, barkakýlið, vélindið, maginn, smáþarmarnir, nstillinn og endaþarmurinn. Sex vöðvaop opnast og lokast svo að maturinn komist sína leið, meltingarveginn á enda. Hið fyrsta er varirnar og síðan hvert af öðru alla leið- lna niður í endaþarmsopið, sem lokast með hringvöðva og opnast til að hleypa hægðun- um út. Sjálfur hefur maðurinn vald á þrem- fréttabréf um heilbrigðismál ur þessara opa: Vörunum, vélindisopinu og hringvöðvum endaþarmsopsins. Við þurfum ekki að opna munninn eða renna niður, nema þegar okkur sýnist, né heldur tæma enda- þarminn. Hinar gáttirnar tæmast ósjálfrátt. Eftir að matnum hefur verið kyngt, heldur hann áfram, án þess að nokkur meðvituð stjórn sé höfð á honum. Sjálfstjórnin verður því að byggjast á vörunum, vegna þess, að við erum öll uppbyggð af því, sem við látum í okkur og opnum varirnar fyrir. Aðaltilgangur tannanna er að merja og tyggja matinn í smáagnir, sem meltingarsaf- arnir hafa svo áhrif á. Því minni sem matar- agnirnar eru, þeim mun betri verður melting- in. Framtennurnar bíta sundur matinn og jaxlarnir eiga að tyggja hann sem allra bezt. Þegar maturinn hefur blandast munnvatninu, gera jaxlarnir hann að mjúkum graut. Jaxl- arnir eru kraftmiklir í fulorðnu fólki. Neðri kjálki mannsins er þannig byggður, að hann getur hreyfst fram og aftur og til beggja hliða, en það á allt sinn þátt í að gera tygg- inguna rækilega. Þessar hreyfingar eru ann- arskonar en hjá rándýrunum. Þær eru að mestu leyti upp og niður, til að bíta sundur seig kjötstykki og renna þeim ótuggnum 3

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.