Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 11

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 11
Bjarni Bjarnason: Magasár Magasár eru algeng og sennilega finnst meira en helmingur þeirra aldrei. „Þetta hendir aðra en ekki mig" hugsar yfirgnæf- andi meirihluti fólks. En þetta er aðeins einn misskilningur af mörgmn í sambandi við þennan mjög svo algenga sjúkdóm. Nafngiftin magasár er oft villandi, vegna þess, að það er oftar en hitt notað um sár í skeifugörninni. Níu af hinum tíu svokölluðu magasára eru í skeifugörninni en ekki mag- anum sjálfum. Skeifugörnin er efsti hluti smáþarmanna, sem tekur við næst neðan magans. Fjölda- rannsóknir, með röntgenmyndun á maga og skeifugörn, leiða í ljós sár hjá 3—4% þeirra sem skoðaðir eru, en rannsóknir við líkskurði, með nákvæmari rannsókn á maganum, gefa til kynna að tíðnin sé 12%. Það er enginn ó- hultur fyrir því að fá sár í skeifugörnina, en allur hávaði þeirra grær fljótt aftur. Óþæg- indi og meltingartruflanir, sem skýrð eru á margvíslegasta hátt eru æði oft sár, sem gróa, vegna þess, að farið er á létt fæði og drukkin meiri mjólk en venjulega. Það getur gerst á örfáum dögum. En ekki eru allir svo heppnir. Slík sár eiga það til að vaxa, dýpka, stækka um sig og verða sársaukafull. Hvað veldur því, að smá skeina á innþekju magans verður að djúpum gíg? Menn vita ekki til fuilnustu hvernig það skeður, en mörg atriði eru þegar skýrð. Lang veigamesta orsökin er of mikil sýrumyndun í maganum. Saltsýruútskilnaður frá frumunum (parietal- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL frumunum), getur aukist fyrir áhrif frá kaffi, nikótíni og áfengi. Hið síðasttalda örvar út- skilnað magasýrunnar svo mikið, að það er stundum notað á rannsóknarstofum sem próf- máltíð, til að komast að raun um hvað sjúkl- ingurinn geti framleitt mesta sýru. Er hægt að komast hjá sári með því að neita sér um kaffi, tóbak og áfengi? Já, að vissu marki. Ef sárin á annað borð gróa hjá sjúklingum, sem ekkert takmarka við sig þessi efni, skeður það að minnsta kosti hægt og seint. Það er ekkert, sem getur tryggt neinn fullkomlega gegn maga og skeifugarn- arsárum. Þó menn reyki ekki og smakki aldr- ei vín, geta þeir samt fengið þau. Meðfæddar hneigðir valda miklu um magasárin. Sumir magar mynda ógrynni af sýru. Hugsanlegt er að í þeim sé meiri fjöldi parietalfruma en almennt tíðkast. Hjá ein- staka manni getur verið skortur á gæðum og magni slímsins í maganum og skeifugörninni, en það verndar og þekur innþekju þessara líf- færa og hlífir þeim við sýrunni og áhrifum hennar. Það, sem er breytilegast af öllu meðal sjúkl- inga með magasár, er hugtakið persónuleiki. Hjá sumum er sjúkdómurinn sjálfskaparvíti. Sem viðbrögð við reykingum, gremju, nið- urbældri reiði og vonleysi, gengur samfelldur straumur taugaáhrifa frá heilanum niður á 7

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.