Heilbrigðismál - 01.01.1975, Side 15

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Side 15
Fjöldi lækna ræðir málið á svipaðan hátt. í læknablaði New Englands, er sagt frá 299 dauðsföllum, meðal 2172 barna, sem fengu sérhæfða meðferð á New Haven spítalanum og á 21/2 árs tímabili kom í Ijós, að 43 af börnunum dóu, eftir að foreldrar og læknar á- kváðu sameiginlega að hætta allri meðferð. Oðrum 256, sem nutu hinnar fullkomnustu meðferðar, sem nútíma læknisfræði gat látið í té, farnaðist engu betur. Fá þeirra lifðu leng- ur en börnin, sem fengu enga sérhæfða með- ferð. Auk þess átti hin skamma tilvera þeirra lítið skylt við líf mennskra manna. Einu barnanna, sem ekki gat andað af sjálfsdáðum, var haldið lifandi mánuðum saman í öndun- arvél og var eins og hluti af henni. Duff og Campell álíta, að þegar svona stendur á, verði læknirinn að hugleiða, hvort viðleitni þeirra til að bjarga börnunum sé þeim fyrir beztu, eða þvert á móti. Að halda því fram, að enga fasta ákvörðun skuli taka, er gjörræðisleg og í hæsta máta for- dæmanleg og sviksamleg afstaða, segja þeir. Það getur valdið hróplegri vanrækslu við sjúklingana og sviksamlegu afskiftaleysi fjöl- skyldna þeirra. Það getur haft þá hættu í för með sér að fjölskyldur hneigist til algerðrar uppgjafar. Skoðanir lækna eru mjög skiftar um hvar eigi að draga mörkin. Mörgum finnst þeir vera bundnir Hippocratesar eiðn- um og eigi jafnan að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda lífið án tillits til nokkurs annars. Aðrir setja fyrir sig, að sjúk- dómur, sem er ólæknandi í dag, geti allt í einu verið læknanlegur á morgun, óttast, að þeir kunni þannig að taka ranga ákvörðun. Fullkomnasta menntun og hæfni stoðar ekk- ert til að styðja slíka forspá. Þungbcer ákvörðun Dómstólarnir hafa veitt æði takmarkaða leiðsögn í þessum viðkvæmu deilumálum. Dómarar hafa beitt valdi sínu við foreldra, fyrirskipað blóðgjafir og uppskurði þegar börn með lífshættulega sjúkdóma hafa átt í hlut, þó þau hafi verið hroðalega vansköpuð og dæmd til að vera hrollvekja fyrir alla sem umgangast þau. Ekki er lengur stætt á öðru en að löggjaf- Framh. á bls. 21. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐÍSMÁL 11

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.