Heilbrigðismál - 01.01.1975, Side 16

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Side 16
Liðþófí Heilbrigður “r liðþófi skorðiun Taug 0 Liðþófaröskun ^ læknuð með nýrri aðferð Papain er enzym - eða hvati - unnið úr papayaplöntunni. Flestar húsmæður kannast við þetta efni. Matvöruverzlanir selja það til að mýkja kjöt. Jafnvel þó það sé ólseigt, má gera það mjúkt og auðtuggið. Nú er papa- inið farið að leggja leið sína úr eldhúsinu yfir í skurðstofurnar. A spítölum í Boston og í Chigago nota læknar efnið - sem kallast á Iæknamáli chymopapain — til að mýkja upp brjóskþófa á milli hryggjarliða, sem hafa raskast eða gengið úr skorðum. Þessi með- ferð eyðir verkjum og sparar marga skurðað- gerð. Hryggjarliðaþófar — brjóskpúðar, sem mynda bilið milli hryggjarliðanna — eru seigir brjóskkenndir trefjavefir, fylltir vatni og eggjahvítu, sem kallast grunnefni. Þegar vef- irnir í kringum þófana rifna, bunga þófarnir út eða skreppa út úr sinni eðlilegu legu og valda verkjum þegar þeir þrýsta á taugaræt- urnar, t. d. í ischiastauginni, sem liggur eftir endilöngum fætinum að aftan. Oft lagast verkur frá liðþófalosi við rúm- legu og notkun aspiríns, eða annarra verka- lyfja. Verði verkirnir mjög þrálátir eða láti ekki undan neinum orkulækna- eða lyflækn- ingaaðferðum er iðulega skorið upp við sjúk- dómnum, sem er vandasöm aðgerð. Sprungni liðþófinn er tekinn burtu, liðirnir leggjast saman og gróa fastir. En oft getur chymopapain meðferð, komið í stað uppskurðarins. Hvat- inn, sem er sprautað inn í liðþófann gerir grunnefnið meirt, þannig að vökvinn getur runnið út og líkaminn eytt því. Við þetta rýrnar liðþófinn, skreppur aftur inn á sinn stað og þrýstingurinn á taugarnar kringum hann hverfur. Uppörvandi árangur Læknar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að meðferðin gefi beztan árangur hjá ungum sjúklingum þegar liðþófinn hefur færst svo úr lagi, að hann veldur miklum ischiasverkj- um, sem ekki hafa lagast við venjulega með- ferð. Þeir taka vara við því, að chymopapain valdi stundum alvarlegum ofnæmisviðbrögð- um, hjá allt að 1 % sjúklinganna og meðferð- in verður því að gerast í fullkominni svæf- ingu á spítala, þar sem læknar geta tekist þegar í stað á við allar aukaverkanir. Hvata — enzym - meðjerðin, sem enn er á tilraunastigi, hefur ekki verið viðtekin af matvæla og lyfjaeftirlitinu, sem víðtæk að- gerð, heldur er notkun efnisins takmörkuð við einstakar lækningastofnanir, sem enn eru að rannsaka áhrifamátt þess og hvaða á- hættur kunni að fylgja notkun þess. Þeir sem hafa notað chymopapain við lið- þófalosi hingað til, hafa undantekningar- laust skýrt frá góðum árangri. Læknarnir James Huddeston og Robert 12 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.