Heilbrigðismál - 01.01.1975, Side 17

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Side 17
Einkenni farsótta Tímaritið: Health. Venjulega er það móðirin, sem verður að bera hitann og þungan af sjúkdómum í fjöl- skyldunni, og það er gott að hún viti nokkur deili á þeim smitsjúkdómum, sem mest leita 4 börnin. Kvef og influenza geta byrjað með sárind- um í hálsi, en hálsbólga kemur líka iðulega sem sjálfstæður sjúkdómur, og hefst með höfuðverk, uppköstum og roða í hálsi. At- hugið samt húðina daginn eftir, hvort séu nokkrir rauðir punktar, eins og eftir títu- prjónsstungur, eða hvort húðin sé öll bleik- rauð, en fölvi í kringum munninn. Þetta hendir stundum og er þá langoftast um skarl- atssótt að ræða. Hálsbólgan sem henni fylgir er hættuleg. Henni fylgja stækkaðir, þrútnir kverklar og viðkvæmir, bólgnir kirtlar utan á hálsi. Hálsbólgan orsakast af keðjusýklum, sem valda liðagigt. Nauðsynlegt er, að lækn- irinn gefi penicillin við þessari hálsbólgu til að forðast fylgikvilla. Hlaupabóla byrjar oft með smávægilegum hita, en stundum verður einskis vart fyrri en kemur bóluútsláttur — rauðar bólur, sem koma fyrst fram á andlitinu eða bakinu. Það myndast vökvi í toppnum á þeim og þær geta orðið að graftarblöðrum. Þær þorna upp og mynda skorpur eftir 3-4 daga. En jafnframt geta nýjar bólur myndast, jafnvel dögum saman, og orðið mjög þéttar á þeim hlutum líkamans, sem klæðin hylja. Látið sjúklinginn liggja í rúminu, á léttu fæði þangað til hitinn er horfinn. Sjúkdóm- urinn læknast af sjálfum sér á nokkrum dög- um, en smitun getur borist til annarra, viku eftir að útslátturinn kom í ljós. Mislingar byrja með hnerrum og nefstíflu eins og byrjandi kvef, en takið vel eftir nef- rennsli og roða í augum og augnrennsli, á- samt nokkuð hörðum hósta, ef mislingar ganga í nágrenninu. Húðin verður þá heit og mælirinn sýnir hækkaðan hita. Látið barn, sem þannig er ástatt um fara í rúmið. Á 4. degi, eða þar um bil, kemur útsláttur, sem myndar misstórar skellur, samsettar úr örsmá- Framh. á hls. 18. Boyd, starfa við Aðalspítalann í Massachusetts ~ en hann opnaði nýlega deild, sem fæst við sjúkdóma í baki —. Þeir hafa sprautað chymo- papaini í 250 sjúklinga með liðþófalos, síðast fréttabréf um heilbrigðismál liðin 2,5 ár. Samkvæmt skýrslum þeirra hafa 3/4 sjúklinganna losnað við verkina og lið- þófinn færst í sæti sitt. Bj. Bj. þýddi 13

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.