Heilbrigðismál - 01.01.1975, Page 24
sé meinlausari en aðrar. Með því ættum við
á hættu lögsókn fyrir blekkingar og óhæfu-
verk.
Skýrslan, sem gefin verður út, innan fárra
vikna, um tjörumagn sígarettutegunda, er
fyrsta skrefið af hálfu stjórnarvalda til að
hvetja fólk að reykja þær sígarettutegundir,
sem minnst hætta stafar af.
Sígarettur með litlu tjörumagni munu verða
merktar sem hættuminni en hinar, en þó
jafnframt með þeim vitnisburði, að þær séu
ekki hættulausar. Ef tegundir með litlu tjöru-
magni verða eftirsóttar á heimsmarkaðnum,
mun tóbaksiðnaðurinn sækja fast, að fá við-
urkenndar gervisígarettur.
Samt sem áður getur svo farið, að gervisíga-
rettur verði svo bragðlausar - jafnvel þó þeim
sem háðir eru reykingum finnist níkótínmagn
þeirra viðunandi — að enginn vilji líta við
þeim.
Tóbakshringarnir bíða nú átekta, að sjá
hvernig tjörusnauðustu tegundirnar seljast,
sem hafa verið settar á markaðinn síðustu sex
mánuðina, eftir að tjörumagnsskýrslan hefur
verið birt.
Tæknilegum brögðum hefur verið beitt við
sígarettur með litlu tjörumagni, til að draga
úr hættum af reyk og tjörumyndun. Stöðluð-
um tegundum hefur verið breytt nokkuð til
að minnka tjöruna. Breytingarnar verða að
vera smávægilegar í senn og hægfara, svo
20
reykingafólkið taki ekki eftir hinum breytta
smekk.
Dregið er úr tjörumagninu með því að setja
saman við tóbakið 10% af sérstaklega með-
höndluðum tóbaksblöðum. Þau hafa verið
höfð í vatnsbaði, til að útrýma miklu af tjör-
unni, og síðan pressuð í þynnur eins og við
pappírsgerð. Tilraunir á dýrum sýna, að tjaran
sem þá er eftir hefur minnkaða krabbameins-
hættu í för með sér.
Frekari rírnun tjörunnar næst með því að
nota nýja tegund sígarettupappírs, sem er
fimmfalt gisnari en hinn venjulegi, en við
það eykst mjög loftræstingin innan sígarett-
unnar, þegar tóbakið brennur. Þetta dregur
mjög úr kolsýrlingsmynduninni — hún fellur
um 15% — og þannig minnkar hættan á
hjarta- og æðasjúkdómum.
Orsmá göt á pappírnum utan um reyksíurn-
ar, hleypa inn lofti, sem þynnir reykinn og
þannig dregur úr tjörumagninu og öðrum
skaðvænum efnum, í hverju sogi. Vegna þessa
er einnig hægt að nota mjög þéttan bylgju-
pappír (crep) í síurnar, sem þá draga í sig
ótrúlega mikið af tjöru. Eitt sérkenni þessara
sígarettutegunda, er óvenjuleg lengd vafnings-
ins utan um síuna, til að hindra að síðasti
tjörumettaði stubbur sígarettunnar verði
reyktur.
Bj. Bj. þýddi.
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
'