Heilbrigðismál - 01.03.1980, Qupperneq 7
Aukið fjármagn —
auknir skattar
Er nú í byrjun apríl sýnileg í reynd
siefna stjórnarinnar i þessum mála-
flokki?
Mjög verulegar breytingar áttu
sér stað frá þeim fjárlagafruni-
vörpunt sem lögð voru fram af
vinstri stjórninni annars vegar og
Alþýðuflokksstjórninni hins vegar
þar til að fjárlög ársins 1980 voru
afgreidd. Þessar breytingar snerta
alveg sérstaklega heilbrigðismálin
og það er satt að segja furðulegt
rniðað við öll þau blöð sem hér eru
gefin út upp á hvern einasta dag að
fjölmiðlar skuli ekki gera sér að því
er virðist neina grein fyrir þeim
tíðindum sem áttu sér stað með
fjárlagaafgreiðslunni á sviði heil-
brigðismála. í þeirn efnum vil ég t.
d. nefna að í fjárlagafrumvarpi
Tómasar Árnasonar og Sighvats
Björgvinssonar var gert ráð fyrir
2200 milljónum króna í framlag
ríkisins til bygginga sjúkrahúsa og
heilsugæslustöðva á móts við sveit-
arfélögin. Þegar upp var staðið og
gengið var frá fjárlögunr 2. apríl
1980 var þessi tala ekki 2200 mill-
jónir heldur 3080 milljónir og hafði
hækkað verulega umfram verð-
lagsforsendur frá fjárlögum ársins
1979. Þessi upphæð sem þarna
bættist við. upp á heilar 880 mill-
jónir króna, á þessum hluta ársins
sem eftir er munar mjög verulegu. í
því sambandi vil ég nefna að með
þessum fjárlögum er tekin ákvörð-
un unt byggingu B-álntu Borgar-
spítalans i Reykjavík og varið til
þess 300 milljónum króna jafn-
framt því sem gert er ráð fyrir fjár-
munum til að ljúka við þjónustu-
álmu Borgarspítalans. Þá er í þess-
um upphæðum um að ræða mjög
myndarlegar framkvæmdir annars
staðar á landinu, eins og t. d. á Ak-
ureyri, en þar er stærsta fram-
kvæmd heilbrigðiskerfisins á ein-
um stað á þessu ári.
f meðförum Alþingis á fjárlaga-
frumvarpinu hafa átt sér stað mjög
veigamiklar hækkanir á framlög-
um til Heilbrigðiseftirlits ríkisins og
Matvælarannsókna ríkisins, svo ég
nefni tvö dærni, sömuleiðis á fjár-
munum til Krabbameinsfélagsins
og fleiri dænri mætti tína upp sem
eru ákaflega þýðingarmikil.
Ég vil einnig nefna í sambandi
við heilbrigðismálin og fjárlögin,
að tekin hefur verið ákvörðun um
það að þeir tveir þriðju hlutar geð-
deildarinnarsenr þegareru tilbúnir
verða teknir í notkun á þessu ári.
Til þess eru urn 40 nýjar stöður
leyfðar samkvæmt fjárlögum fyrir
árið 1980. Þá er einnig gert ráð fyrir
því að setja aukinn kraft á það að
innrétta þann þriðjung geðdeildar-
byggingarinnar sem enn er aðeins
fokheldur. Það sem kannske mest-
um tíðindum sætir fyrir heilbrigð-
isstéttirnar í fjárlagaafgreiðslunni
er sú staðreynd að þar er gert ráð
fyrir að verja 100 milljónum króna
til undirbúnings svokallaðrar
K-byggingar á Landspítalalóðinni
og er þar með stigið skref, þó lítið
sé, í þá átt að veruleg framþróun
eigi sér stað í þessari miðstöð
læknavísinda hér á Islandi.
Alls er varið til heilbrigðis- og
Með samþykkt fjárlaga fyrir árið
1980 var ákveðið að hefja fram-
kvæmdir við svokallaða B-álmu
Borgarspítalans en í henni verða
einkum deildir fyrir langlegusjúkl-
inga. Álman er í vestur frá núverandi
byggingu og var grunnurinn steyptur
í fyrra. Mynd:J.R.
tryggingamála lló milljörðum
króna á þessu ári og er það um 72%
hækkun frá fyrra ári, en fjárlögin
hækka alls milli áranna 1979 og
1980 um 64%.
Áfengis- og tóbaksvarnir
sameinaðar almennri
heilbrigðisvernd?
Sagt er aö betra sé heilt en vel
gróiö. Einnig hefur þvi verið Iwldið
fram að þeir fjármunir sem notaðir
eru til aðgerða sem komið geta í veg
fyrir sjúkdóma eða auðveldað að
þeir verði greindir á byrjunarstigi
skili miklum arði síðar nteir vegna
útgjalda til lœkninga. Hyggst þú
auka veg fyrirbvggjandi aðgerða,
sjúkdómaleitar og heilbrigðis-
frœðslu?
Ég er tvímælalaust þeirrar skoð-
unar að það beri að leggja mjög
Fréttabréf um HEILBRIGÐISMAL 1/1980 7