Heilbrigðismál - 01.03.1980, Page 13

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Page 13
VAKANDI SVEFNSTIG 1 ---»'-'v MN mm r»wv*'VT- DRAUMASVEFN —1—*-• SVEFNSTIG 2 <V«> -Vft^vvn»v» SVEFNSTIG 3 ívi>/v/vyv/vv^*ww(Vnv*v,nVw<v" i*m«M/mhAA/VVwv^^ **■— ■» *■*»■«<■■»*■*.»-.<>i»il.W ^mav<\(/Y'vVÍ/\/^^ SVEFNSTIG 4 WWWVAMMAWVvv VWWAy^wV\A/VV^/v*^v- 'Vvi^V/vV'^vW^w/V*vVát Svcfn og hvíld Grein eftir IngóJf S. Sveinsson Hver og einn veit að góður svefn veitir þreyttum manni hvíld, frið og endurnæringu. Rannsóknir hafa sýnt að svefn er lífsnauðsyn mönn- um og dýrum. Hann er reglu- bundið lífeðlisfræðilegt hring- ferlisástand sem hefur með að gera daglega endurnýjun andlegrar orku og hæfni, eðlilega slökun, hvíld og endurnæringu líkamans. Svefnskortur í litlum mæli leiðir til þreytu, spennu og oft kvíða, en í meira mæli leiðir hann til andlegra og líkamlegra truflana sem geta orðið aðalorsök eða meðverkandi orsök sjúkdómsástands. Um lífeðlisfræði svefns Elstu rannsóknir á heilaritum sofandi fólks eru síðan um 1937. Sýndu ritin breytileg form og mátti greina fimm mismunandi gerðir eða mynstur af heilabylgjum sof- enda (sjá mynd). Þetta leiddi í ljós að miklar breytingar eiga sér stað á virkni miðtaugakerfisins í svefni, en fram að þeim tíma höfðu bæði vísindamenn og aðrir álitið að svefninn væri fremur tilbreytingar- laust ástand, aðeins mismunandi djúpt. Síðan hefur safnast mikil vitneskja um hvað gerist þegar menn og dýr sofa. Margt er þó Stig svetnsins. skráð með rafritun. Efstu tvær línurnar eru augnrlt, næst kemur vöðvarit en neðstu þrjár lín- urnar sýna heilarit tengt á mismun- andi stöðum. Tímalengd hverrar mælingar er um fimmtán sekúndur. óljóst enn, og rannsóknir halda áfram. Venjulega er talað um tvær að- algerðir svefns. Annars vegar er hinn svokallaði draunilausi svefn eða N-REM svefn en hin tegundin er draumasvefn, eða REM svefn.* Skiptast þessar tvær gerðir á og tekur hver umferð um níutíu mín- útur. Draumlausum svefni er skipt í fjögur stig, eftir því hve „djúpur“ hann er. Með dýpkandi draurn- lausum svefni kemst líkaminn í ró. Líkamshiti lækkar, einnig blóð- þrýstingur, hjartsláttur verður hægari, öndun verður jöfn og djúp og vöðvar slakna. Bylgjur heilarits- ins verða hægari, stærri og sam- stilltar. Á fyrsta og öðru stigi er auðvelt að vekja fólk, en erfiðara á þriðja og fjórða stigi. Þótt lítil vöðvavirkni sé til staðar í draum- lausum svefni getur fólk hreyft sig. Menn bylta sér mest í djúpum svefni. Sá sem sem sefur eðlilegum svefni byltir sér oft á nóttu. Þeir sem ganga í svefni, eða tala upp úr svefninum, gera það yfirleitt á fjórða stigi. Þegar sofandi hefur náð stigi fjögur og sofið djúpum svefni um stund, grynnist svefninn aftur eins og hann dýpkaði áður, uns kemur á stig sem líkist fyrsta stigi (sjá mynd). Sá er þó rnunur, að í viðbót við hinar fíngerðu bylgjur fyrsta stigs, koma einnig grófar bylgjur af og til vegna augnhreyfinga. Eru þessar bylgjur einkennandi fyrir draumasvefninn. Augnhreyfingar þessar sjást vel þegar horft er á sofandi ungbarn. Draumasvefn er ekki djúpur samkvæmt heilariti, en oft þarf meiri hávaða til að vekja fólk af þeim svefni en af stigum þrjú og fjögur. Hins vegar getur minnsti hávaði sem hefur ákveðna merkingu fyrir sofandann vakið hann upp af draumasvefni (sbr. málsháttinn þunnt er móðureyrað). Sá sem vakinn er af draum- * Skammstöfunin REM stendur fyrir “rapid-eye-movements” en N-REM fyrir "non-rapid-eye-movements”. Fróttabróf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 1 3

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.