Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 14
Mynstur svefnsins hjá ungum manni
sem sefur heila nótt (í átta tíma).
Fjórða stigið er aðeins fyrri hluta
nætur. Tímabil draumasvefns lengj-
ast þegar líður á nóttina. Á fyrsta ári
ævi sinnar sefur ungbarnið drauma-
svefni um 45% af svefntímanum. Eftir
þriggja ára aldur er draumatíminn
kominn niður í um 25%. Þegar fólk
eldist minnkar dýpsti svefninn og hjá
öldruðu fólki má segja að fjórða
stigið sé horfið.
lausum svefni getur oft munað
óljósar minnismyndir. Þeir sem
vakna upp af draumasvefni geta
venjulega greint frá Ijósum
minnismyndum með atburðarás,
og er það kallað draumur.
Gagnstætt hinni miklu ró sem
fylgir dýpstu stigum draumlauss
svefns á sér stað mikil virkni í
draumasvefni. Þá eru þverrákóttir
vöðvar líkamans, að undanteknum
andlits- og hálsvöðvum, nær alger-
lega slakir svo að nálgast lömunar-
ástand. Kannast margir við þetta af
þeirri reynslu að vakna upp af
draumi og geta ekki hreyft legg né
lið nokkrar sekúndur (spinal motor
inhibition). Ýmis önnur kerfi
líkamans eru hinsvegar mjög virk á
draumastigi og er það í samræmi
við mikla virkni ósjálfráða tauga-
kerfisins. Þessi virkni veldur sveifl-
um á blóðþrýstingi, hjartsláttar-
hraða, öndun, súrefnismagni
blóðsins, starfsemi meltingarfæra,
kynfæra og fleiri líffæra. Sjúklingar
með skeifugamarsár framleiða
langmest af þeirri magasýru sem
myndast yfir nóttina á drauma-
tímabilum. Fólk með kransæða-
sjúkdóma vaknar stundum upp við
hjartaverk og er það einnig talið
gerast á draumatimabilum.
Börn sofa lengur en fullorðið
fólk og er draumatíminn hjá barni
á fyrsta ári nær helmingur svefn-
tímans. Heildarsvefntími fullvax-
ins manns helst nær óbreyttur
ævina út, en þegar fólk eldist
minnkar dýpsti svefninn og má
segja að stig fjögur sé horfið hjá
öldruðu fólki.
í samantekt má segja að
ákveðnir þættir virðast vera mjög
stöðugir í svefnmynstri heilbrigðs
fólks. Tvenns konar svefn er alltaf
til staðar, draumlaus (N-REM) og
draumasvefn (REM). Lengd
hverrar N-REM/REM umferðar
er unt níutíu mínútur hjá fullorðn-
um. Fólk sefur fyrst draumlausum
svefni áður en draumastig hefst.
Dýpstu stig svefnsins koma
snemma á nóttunni (svefntím-
anum). Undir morgunn er svefninn
grynnri og skiptist þá á grunnur
draumlaus svefn og löng drauma-
tímabil.
Hvaóa þýðingu hefur
svefnskortur?
Áður hefur verið fullyrt, að svefn
sé nauðsyn en hversu nauðsynlegur
er hann? Helsta aðferð til að fá svar
við þessari spurningu er að svipta
líkamann svefni og sjá hvað gerist.
Unt aldir hefur svefnleysi verið
notað til að brjóta niður mótstöðu
fanga í yfirheyrslum og þykir
ómissandi þegar „heilaþvottur"
skal fara fram. Upp úr síðari
heimsstyrjöld hófust kerfisbundnar
rannsóknir á því hvert þol ntanna
væri á þessu sviði og hver áhrif
vökur hefðu á andlega og líkani-
lega hæfni. I grófunt dráttum eru
áhrif andvöku þessi:
Eftir sólarhringsvöku byrjar at-
hygli og einbeiting að slævast,
verður óstöðug, gloppótt og síðar
almennt sljó. Hæfnin til að halda
athyglinni niinnkar, t.d. til að leysa
reikningsþraut eða aka í umferð.
Með vaxandi þreytu verða margir
pirraðir og ergilegir og fólk hneigist
til að skipta sér sem minnst af um-
hverfinu og öðru fólki. Hæfnin til
að leysa fjölþætt og flókin verkefni
bilar fyrst, meðan hæfni til að inna
af hendi æfða athöfn getur haldist
lengi, einkum ef fólk fær að ráða
vinnuhraða sínum.
Á öðrurn og þriðja sólarhring
fara líkamleg óþægindi að gera vart
við sig. Aukin vöðvaspenna kemur
fram sem höfuðverkur, svimi, eða
hettutilfinning kringum höfuðið og
andþyngsli. Sviði kernur í augu og
þokusýn. Fólk fer að rugla sanian
eigin hugsunum og utanaðkom-
andi upplýsingum. Þá byrjar
skynjunin að bila og rnargir eiga
erfitt með að meta fjarlægð rétt,
1 4 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980