Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 15
þeim virðist sem hlutir færist til,
breyti um stærð og finnst jafnvel
gólfið ganga í bylgjum (rangskynj-
anir).
A fjórða sólarhring fá sumir of-
skynjanir, tímaskyn truflast,
draumar ráðast inn í vökuástandið
og ruglast saman við raunveruleik-
ann. Þegar skynjunin erorðin mjög
óáreiðanleg fá margir löng tímabil
með misskynjunum og ofskynj-
unum. Þessar truflanir eru mestar á
sjónskyni og snertiskyni, en minni á
heyrnarskyni. eins og tiðkast hjá
ýmsum geðsjúklingum. Flestir
finna fyrir kvíða, öryggisleysi,
jafnvel ofsóknartilfinningu —
finnst að setið sé á svikráðum við
þá. Áttun (orientation) og hæfni
breytist eftir dagtíma, er best síðari
hluta dags, en síst snemma morg-
uns, þegar líkamshitinn er lægstur.
Segja má, að þarna hafi skapast
tímabundin geðtruflun (organic
psychosis). Eru þeir viðkvæmari,
Svefninn er nauðsynlegur fleirum en
okkur mönnunum. Margir hafa tekið
eftir hátterni sofandi dýra, t.d. katta.
Þegar kött dreymir er örfinn titringur
af og til á rófubroddi, klóm og veiði-
hárum, auk augnhreyfinga.
Mynd: J.R.
sem eru líkamlega veikir, andlega
óstöðugir, illa áttaðir eða búa við
óöryggi og kvíða í daglegu lífi. Það
ástand sem skapast, líkist oftast
órólegu rutlástandi (deleríum), en
getur líkst ástandi kleyfhugasjúkl-
inga með ofsóknarhugmyndum og
ofskynjunum. Rétt er að taka fram
að til er fólk sem þolir vöku ntjög
lengi án þess að skynjun og áttun
truflist verulega.
Áhrif vökunnar á líkamsstarf-
semi eru víðtæk en miklu minni
röskun verður á lífeðlisfræðilegri
og lífefnafræðilegri starfsemi
heldur en andlegri og sálfræðilegri.
Auk þeirra likantlegu einkenna um
svefnleysi sent flestir þekkja, svip-
brigðalaus, þreytuleg og tekin and-
lit með baugum undir augum,
kentur fínn handtitringur, aukin
vöðvaspenna, lækkaður líkamshiti
og minnkuð viðbrögð við ytra
áreiti.
Hversu langan tíma tekur að
bæta skortsástand sent skapast af
svefnleysi? Eftir langa vöku sofa
menn í tólf til fjórtán klukku-
stundir. Á þeini tíma nær ungt fólk
aftur urn 90% af fyrri andlegri
starfshæfni. Þreytutilfinning
hverfur á tveim til þrem dögum.
Fólk nálægt miðjum aldri eða eldra
virðist þó ekki eins fljótt að bæta
upp svefntap og yngra fólk. Fyrstu
nóttina eftir vöku er áberandi auk-
inn djúpur draumlaus svefn en
næstu nótt er draumasvefn í nteira
mæli í venjulega. Eftir það eru stig
svefnsins í eðlilegum hlutföllum.
Hver er svefnþörf
venjulegs manns?
Langflestir þurfa sjö til níu
stunda svefn að jafnaði. Surnir
komast af með ntinna, jafnvel
ævina út. Svefnþörf einstaklinga er
einnig ntisjöfn frá einunt tíma til
annars, eftir því hvað er að gerast í
lífi þeirra. Ástfangið fólk, og þeir
sem eru hugfangnir af áhugavekj-
andi verkefni, virðast oft komast
vel af með takmarkaðan svefn.
Áður þótti karlmennska að geta
vakað næstum endalaust og
stundum gerðu aðstæðurnar kröfu
til þess. Enn niá heyra togarasjó-
menn segja frá áhrifum erfiðis og
vöku áður en vökulögin komu á ís-
lenskum togurum. Til eru margar
spaugilegar sögur af ofsjónum
gamalla síldarskipstjóra sem höfðu
staðið og horft eftir síld í marga
sólarhringa. En sem betur fer til-
Fróttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 1 5