Heilbrigðismál - 01.03.1980, Page 24
meinsskrárinnar. Þá veitti félagið
samtals 2,5 milljóna kr. framlag til
tveggja starfshópa sem vinna að
velferðarmálum krabbameins-
sjúklinga í tengslum við krabba-
meinssamtökin og veitti aðra minni
styrki í samræmi við tilgang sinn.
Stjórn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur er nú þannig skipuð:
Formaður erTómas Árni Jónasson
Mió
heiórum
gœtna
ökumenn
Þeir viðskiptavinir
Ábyrgðar
sem tryggt hafa bíla sína
hjá félaginu í 10 ár eða
lengur án þess að hafa
valdið bótaskyldu
ábyrgðartryggingartjóni
eru fluttir upp í
HEIÐURSBÓNUSFLOKK
sem veitir 65% bónus.
Heiðursbónusinn stendur
svo lengi sem tryggingin
er tjónlaus.
ÁBYRGÐP
TRYGGINGAFÉLAG
FYRIR BINDINDISMENN
Umboðsfélag
Ansvar International Ltd.
LÁGMÚLA 5 REYKJAVlK
Sími 83533
læknir en meðstjórnendur Alda
Halldórsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, Baldvin Tryggvason spari-
sjóðsstjóri, Jón Oddgeir Jónsson fv.
framkvæmdastjóri, Jón Þorgeir
Hallgrímsson læknir, Páll Gíslason
yfirlæknir og Þórarinn Sveinsson
læknir. Kemur Þórarinn í stað
Guðmundar S. Jónssonar læknis
sem verið hafði í stjórn félagsins sl.
10 ár en baðst nú undan endur-
kjöri. Framkvæmdastjóri félagsins
er Þorvarður Örnólfsson.
Á aðalfundinum voru sam-
þykktar meðfylgjandi ályktanir um
aðstöðu til krabbameinslækninga,
kaup á sneiðmyndatæki og reyk-
ingavarnir. þ.ö.
ÁLYKTUN UM
KRABBAMEINSLÆKNINGAR
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Reykjavikur 1980 ítrekar ályktun síð-
asta aðalfundar félagsins um nauðsyn
bættrar aðstöðu til krabbameinslækn-
inga.
Ljóst er að sú aðstaða er ófullnægj-
andi, bæði hvað snertir húsnæði og
tækjabúnað, til þess að unnt sé að veita
krabbameinssjúklingum meðferð í
samræmi við nútímakröfur. Benda má á
að framfarir í meðferð hafa haft í för
með sér bættar horfur sjúklinga með
ýmsar tegundir illkynjaðra sjúkdóma.
Þrátt fyrir allmiklar umræður á síð-
ÁRBÆJAR
APÓTEK
Hraunbæ 102
Reykjavík
HÁALEITIS
APÓTEK
Háaleitisbraut 68
Reykjavík
asta ári hafa framkvæmdir til úrbóta
ekki enn hafist. Lýsir fundurinn
áhyggjum sínum vegna þessa ástands.
Fundurinn telur alveg nauðsynlegt að
vandamál þetta verði þegar leyst til
bráðabirgða jafnframt því sem unnið
verði sem hraðast að því að byggja upp
framtíðarskipulag krabbameinsmeð-
ferðar í landinu.
Fundurinn skorar á heilbrigðis- og
fjárveitingaryfirvöld að láta þessi mál
þegar í stað til sín taka með þeim hætti
að leiði til farsællar lausnar þeirra.
ÁLYKTUN UM
SNEIÐMYNDATÆKI
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Reykjavíkur 1980 vill leggja áherslu á
nauðsyn þess að hér á landi sé hægt á
hverjum tíma að beita fullkomnustu
tækni á sviði læknisfræði til að greina og
lækna krabbamein. I þeirri baráttu má
ekki spara fé né fyrirhöfn til að ná sem
bestum árangri.
Því skorar fundurinn á stjómvöld að
hraða kaupum á tölvustýrðu Röntgen-
sneiðmyndatæki til landsins. Þessi tæki
hafa reynst mjög áhrifarík til þess að
flýta fyrir greiningu æxla og gera
geislalækningar krabbameins nákvæm-
ari og árangursríkari.
ÁLYKTUN UM
REYKINGAVARNIR
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Reykjavíkur 1980 vekur athygli á því að
Alþjóða heilbrigðisstofnunin helgar á
þessu ári alþjóðlega heilbrigðisdaginn
baráttunni gegn reykingum. Er það ljós
vottur um hve stofnunin telur þessa
baráttu mikilvæga enda hefur hún
ítrekað hvatt rikisstjórniraðildarríkja til
að beita sérfyrir markvissum aðgerðum
i þvi skyni að draga úr reykingum.
Fundurinn bendir sérstaklega á að
sérfræðingar stofnunarinnar telja afar
nauðsynlegt að löggjafar, stjórnvöld,
félagasamtök og áhrifamiklir hópar, svo
sem heilbrigðisstéttir og kennarar, taki
höndum saman um reykingavarnir.
Leggja þeir í því sambandi einkum
áherslu á öfluga fræðslu, upplýsingar og
aðvaranir á tóbaksumbúðum, algjört
bann við tóbaksauglýsingum, hömlur
við reykingum á opinberum stöðum og í
almenningsfarartækjum, bann við að
selja börnum tóbak og skipulega aðstoð
við fólk sem vill hætta að reykja.
Fundurinn heitir á alla hérlenda
aðila, sem í hlut eiga, að bregðast vel við
þessu kalli Alþjóða heilbrigðisstofn-
unarinnar.
24 Fréttabróf um HEILBRIGÐtSMÁL 1/1980