Heilbrigðismál - 01.03.1980, Side 27
mínútur. Við þetta lækkar líkams-
hitinn skjótlega um eitt eða tvö stig
og mun minni líkur eru á frekari
krömpum næstu klukkutímana.
Einhver kann að spyrja hvort
það slái ekki að blessuðu barninu
og það fái lungnabólgu við þessar
mannvonskulegu aðfarir. Því er
fljótsvarað: Nei. Slíkt verður ekki
nema við langvarandi kulda og
vosbúð þannig að mótstaða líkarn-
ans minnki gagnvart sýkingum frá
umhverfinu. Sú trú virðist ennþá
ótrúlega lífseig, einkum hjá eldri
kynslóðinni, að hita beri að reka út
með svita og því sé rétt að dúða
böm með háan hita sem allra mest.
Einmitt þessi misskilningur hefur
beinlínis leitt til ófárra hitakrampa
áður fyrr. Börn með um og yfir 40
stiga hita eiga að fá að vera fáklædd
og sofa undir þunnri ábreiðu, ekki
þykkri sæng. Þannig líður börn-
unum yfirleitt best og þannig losn-
ar líkaminn best við umframhita.
f vel flestum tilvikum tel ég rétt
að kallað sé á lækni þegar barn fær
hitakrampa, a.m.k. í meiri háttar
tilfellum. Væri barnið ennþá í
krampakastinu mætti gefa lyf i æð
eða jafnvel í endaþarm til að stöðva
kastið, og annars konar langvirkara
krampalyfi mætti síðan dæla í
vöðva eða gefa inn í töfluformi til
að hindra frekari krampaköst
næsta sólarhringinn. Um leið yrði
metið hvort meðferðar væri þörf
gegn hitavaldinum sjálfum, eða
jafnvel hvort ástæða væri til að
leggja barnið inn á spítala til frek-
ari rannsókna og meðferðar.
Andstætt áreitikrömpunum geta
hitakramparnir hugsanlega leitt til
flogaveiki síðar meir. Þetta er þó
sem betur fer tiltölulega sjaldgæft
og yfirleitt aðeins ef kramparnir
eru óvenju illvígir og standa lengur
en i fimmtán mínútur og stuðla þar
með að varanlegum breytinguni í
vissum heilafrumum, af völdum
súrefnisskorts.
Oftast er mögulegt að koma í veg
fyrir frekari hitakrampa í síðari
hitaköstum, en aðeins ef daglegri
fyrirbyggjandi lyfjameðferð er
beitt, í hæfilega stórum skömmt-
um. Yfirleitt er þó ekki farið út í
STUÐNINGUR VII) HOVDURAS
Fyrir hönd Krabbameinsfélags-
ins hefur nýstofnuðu krabba-
meinsfélagi í Hondúras verið af-
hent gjöf til eflingar krabbameins-
lækninga þar í landi.
Forsaga málsins er sú að á fundi
Kvenfélags Sanieinuðu þjóðanna í
Tegucigalpa, höfuðborginni í
Hondúras, 14. mars 1979 var
ákveðið að félagskonur, sem eru
eiginkonur starfsmanna Samein-
uðu þjóðanna, aðstoðuðu krabba-
meinsfélag, sem þá átti að fara að
stofna, við að breyta hluta af
gömlum spítala (San Felipe)
þannig að hann gæti þjónað
krabbameinssjúklingum, en
Húndúras er verst á vegi statt í
þessum efnum af öllum ríkjum
Mið-Ameríku. Var ákveðið að hver
kona leitaði aðstoðar krabba-
meinssamtaka í sínu heimalandi.
Ein félagskvennanna er Aðal-
heiður Guðmundsdóttir, kona
Sveins Einarssonar verkfræðings,
og með bréfi dags. 2. maí 1979 fór
hún fram á stuðning Krabba-
meinsfélagsins. Var erindinu tekið
vel og ákveðið að biðja Aðalheiði
að afhenda þessu systurfélagi ávis-
un að upphæð eitt þúsund dollarar
(verðgildi nú um 400.000 kr.) frá
Krabbameinsfélagi íslands og
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
í bréfi sem nýlega barst segir
Aðalheiður að 29. janúar hafi hún
afhent gjöfina stjórn hins nýstofn-
aða félags, Asociación Hondurena
de Lucha contra el Cáncer, að við-
stöddum yfirlækni krabbameins-
deildar sjúkrahússins. Segir Aðal-
heiður í bréfinu að mikill fengur sé
að þessu „framlagi að heiman".
■F-
IA ASOCIACION HONDURENA
CONTRA EL CANCER HACE
DELUCHA
DONACION
5 eida de Einarsson entrega un
nativo de mil dólares
, Venientes de la Sociedad del
a Ce’r de Islandia, al licenciado
nnel EUceda, tesorero de la
j c,ación Hondurena de Lucha
^ntra el Cáncer, fundada
lentemente en esta capital.
arecen con ella en el orden
^tumbrado: Gloria de
■ e ard°, Chita de Colíndres,
ar^,c*enta de la Asociación,
de Carbajo, presidenta del
Mlim 1 t é d e D
^u-oea-bid
eJ9ya' director del
0sDrtament° de Oncología del
anCLta* ^an Eelipe, Nora de
^ 1 Y la seriora Cecilia Ruiz.
soc?S estatutos de esta
r i maCl°n Se P*asmaron en SU
*nc asamblea a la que
|ev_Urr'er°n personalidades
t'ta HteS de# *a ^etrópoli- Dona
> e Colindres en su carácter
^J^sidenta de la Asociación
m a s
doctor Juan
expresó en aquella ocasión,
conceptos alusivos a la creación
de tan benéfica entidad, delineó
el historial que precedió a su
fundación y agradeció la
promesa de ayuda del jefe de la
Junta .Militar de Gobierno, de
otros altos funcionarios públicos
y de re pr esentantes de la
Organización Panamericana de la
Salud, BID, y de la OEA.
Cabe mencionar que la senora
de Einarsson, en una visita a su
país, logró la entrega de dicho
donativo, como una
demostración de buena voluntad
y ayuda de la Sociedad del
Cáncer de aquel país.
Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 2 7