Heilbrigðismál - 01.03.1980, Qupperneq 33
aður sjór hefur umfram ferskvatn í
fiskiðnaði, einkum við niðurlagn-
ingu síldarafurða. Aðrir kostir við
notkun á sjó í fiskiðnaði eru fyrst og
fremst þeir, að af nógu er að taka
hér þar sem sjórinn er, og það í
næsta nágrenni fiskiðjuveranna.
Ferskvatn þarf oftast að leiða unt
langan veg í dýrum leiðslum.
Á ráðstefnu sem haldin var á
vegum Orkustofnunar, Heil-
brigðiseftirlits ríkisins o.fl. á Hótel
Esju fyrir ári var rætt ýtarlega um
neysluvatnsmál, og kom fram að
víða á landinu er farið að bera á
vatnsskorti. Ekki þarf nema kóln-
andi tíð og meiri þurrka til þess að
vandræði verði fyrir dyrum. Sums
staðar var hægt að fá takmarkað
vatnsmagn úr góðum nærtækum
lindum en ef vatnsfrekur iðnaður
komst inn á kerfið þá þraut vatnið
fljótlega. Hér er fiskiðnaður líkleg-
ast vatnsfrekastur, þar má einnig
nefna kjöt- og mjólkuriðnað o.s.frv.
Víðast hvar annars staðar en á Is-
landi verður slíkur iðnaður að afla
sér vatns á eigin kostnað og að eigin
frumkvæði nema af nógu sé að taka
í vatnsbólum sveitarfélagsins, enda
komi þá fullt verð fyrir. Mikil reki-
stefna varð út af slíku máli á
Seyðisfirði á sínum tíma.
Menn hafa lengi trúað á óþrjót-
andi vatnsbirgðir í jörðu hér, en nú
er staðreyndin sú að víða er farið að
gæta vatnsskorts m.a. vegna
minnkandi úrkornu og lækkandi
grunnvatnsstöðu, jafnvel hér á
Reykjavíkursvæðinu ef þurrkar
ganga. Úr þessu má bæta með þv!
að nota hreinsaðan sjó í fiskiðnaði.
Helslu heimildir: I. Lundborg, M., Lindhe, S., and
Levin, ö. Transactions of Chalmar University of
Technology, Götaborg, 1950. 2. Lundborg, m.. Levin.
ö. and Lidahl, B., Institute of Marine Research
Lysekil, Series Chemistry no. 1, Fishery Board of
Sweden, Götaborg, 1951. 3. Martin Lundborg:
Effectivety of practical electrolytic chlorination of sea
water. Institutc of Marine Research, Lysekil, Sweden.
Svensk Kem. Tidskr. 67(1955): II.
Höfundur greinarinnar, Baldur John-
sen lœknir, var forstöðumaður Heil-
brigðiseflirlits rikisins frá stofnun þess,
1970, til 1976.
Sjálfstætt fólk
Af ýmsum ástœðum hafa
málefni fatlaðs fólks verið mikið
til umrœðu að undanförnu. I
Morgunblaðinu 1. desember
1979 var rœtt við Halldór Rafn-
ar, formann lHindrafélagsins, og
levfum við okkur að birta hér
hluta af svörum hans.
Allt fatlað fólk eða öryrkjar
er ekki endilega bundið hjóla-
stólum en það er sennilega sú
fötlun sem fólki dettur fyrst í
hug þegar talið berst að fötluðu
fólki.
Fatlað fólk er einnig það sem
er blint, heyrnarlaust eða
þroskaheft, svo dæmi séu
nefnd. Þótt þessir hópar eigi
margt sameiginlegt og vinni
saman þá eiga þeir einnig
margvísleg sérmál hver og einn.
En allir starfa fatlaðir saman
innan Öryrkjabandalagsins, þar
sem ríkir mikil eining og sam-
staða um flest grundvallarmál.
Innan þess eru nú tíu félög fatl-
aðra og styrktarfélög fatlaðra.
Um leið og almennt eru
gerðar ráðstafanir til að bæta
hag allra fatlaðra manna þarf
að leggja ríkari áherslu á sér-
þarfir hvers hóps fyrir sig í
framtíðinni.
Ég vil leggja á það áherslu að
það sem fatlað fólk eða öryrkjar
er að fara fram á er ekki for-
réttindi, heldur jafnrétti á við
aðra þjóðfélagsþegna. Enda er
það svo, þegar horft er í
kostnaðinn, sem eðlilega er oft
gert, að mun ódýrara eða hag-
kvæmara er fyrir þjóðfélagið að
styrkja fatlaða til sjálfsbjargar
heldur en að hafa þá ósjálf-
bjarga á stofnunum.
Fatlað fólk getur og vill
bjarga sér sjálft og fatlaðir
vinna við margvísleg störf eins
og hverjir aðrir, við verslunar-
og skrifstofustörf, iðnað, síma-
vörslu og hvaðeina.
Við viljum vera sjálfstætt fólk
í sjálfstæðu landi.
Benda má á að ef hús fólks
brennur, eða ef eigur þess eyði-
leggjast af náttúruhamförum,
þá fæst slíkt greitt úr trygging-
unt eða sjóðum. Ef fólk missir
það sem dýrmætast er, heilsuna,
þá verður hins vegar lítið um
bótagreiðslur eða tryggingar.
Þessu viljum við breyta og þetta
er vandamál sem allir geta þurft
að horfast í augu við fyrirvara-
laust.
Fróttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 33