Heilbrigðismál - 01.09.1983, Síða 5
Umræður á Alþingi:
Þingmenn eru hlynntir
hjartaskurðlækningum
á Landspítalanum
en ráðherra vill fyrsí bæta
búnað til kransæðaskoðana
Tíu þingmenn tóku þátt í um-
ræðum á Alþingi um hjartaskurð-
lækningar og lýstu allir stuðningi við
áfornt um að hægt yrði að stunda
slíkar lækningar á Landspítalanum
sem fyrst.
Það var Svavar Gestsson, fyrrver-
andi heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, sem bar fram svohljóð-
andi fyrirspurn til núverandi ráð-
herra þessara mála: „Hver eru áform
ríkisstjórnarinnar varðandi stofnun
deildar fyrir hjartaskurðlækningar á
Landspítalanum?" Þegar fyrirspurn-
in kom til umræðu, 25. október,
sagði Svavar: „Ég tel að fjárhags-
Tengt framhjá stífluSum kransxð-
um (hypass-aðgerð) á sjúkrahúsi í
Arizona.
legar röksemdir séu afdráttarlausar í
þessu efni og það sé hagkvæmt að
taka upp hjartaskurðlækningar hér á
landi, miðað við þann gífurlega
kostnað sein Tryggingastofnun ríkis-
ins verður að leggja í vegna þess
mikla fjölda fólks sem leitar sér
lækninga erlendis nú orðið og talið
er að geti orðið 150-160 manns á
þessu ári.“ Hann sagði að bæði fjár-
hagslegar, mannlegar og tæknilegar
röksemdir mæltu með því að þessi
starfsemi verði tekin upp hér.
Matthías Hjarnason, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra, minnti á
það í svari sínu við fyrirspurninni að
meira en áratugur væri síðan um-
ræður hófust urn það hvort hefja
ætti hjartaskurðlækningar hér á
landi, en þá var það ekki talið tíma-
bært. Þetta mál hefði verið til um-
fjöllunar síðan og Stjórnarnefnd rík-
isspítalanna hafði þetta sem for-
gangsverkefni við gerð fjárlaga síð-
ustu þriggja ára, en fjárveitinga-
nefnd féllst ekki á það. Auk kostn-
aðarins sem hlýst af nýrri starfsemi
eins og hjartaskurðlækningum þá
þarf að gera umtalsverðar breyting-
ar á skurðstofum Landpítalans. Þar
að auki þarf að gera ráð fyrir því að
nýr tækjabúnaður komi til rann-
sókna á kransæðum á Röntgendeild
Landspítalans, en áætlað er að sá
búnaður einn kosti um 15 milljónir
króna án aðflutningsgjalda. Þó að
Alþingi féllist nú á að hcfja hjarta-
skurðlækningar gæti deildin ekki
Hér sést hvernig kransæðarnar
liggja utan á lijartanu.
HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 5