Heilbrigðismál - 01.09.1983, Síða 9
Slysin í umferðinni
Hér á eftir verðurgreint frá nokkrum þeirrn erinda sem flutt voru
á Norrænu umferðarslysaráðstefnunni sem haldin var í Reykjavík
dagana 8.-10. ágúst 1983. Auk þess eru upplýsingar annars
staðar frá varðandi umferðarslys. hér á landi og erlendis.
Kostnaðurinn:
Fjögur hundruð
milljónir króna
á einu ári
Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri
Ríkisspítalanna, hefur áætlað að
umferðarslysin á síðasta ári hafi
kostað íslenska þjóðfélagið 440
milljónir króna, eða álíka mikið og
kostaði að reka L.andspítalann það
ár. í þessum tölum er tekjutap
vegna dauðaslysa og annarra um-
ferðarslysa, kostnaður vegna vistun-
ar og meðferðar slasaðra á heil-
brigðisstofnunum og greiðslur
tryggingafélaga vegna bóta á farar-
tækjum.
Kostnaður við eitt slys þar sem
viðkomandi einstaklingur verður
varanlega fatlaður samsvarar verði
góðs einbýlishúss. Uppsetning einna
umferðarljósa við gatnamót kostar
svipaða fjárhæð og tvö nteðal slys.
Reynslan frá 1968 sýnir að hægt er
að fækka slysum í umferðinni. I lok
erindis síns á Norrænu umferðar-
slysaráðstefnunnu sagði Davíð að
þjóðfélagið ætti að vera fáanlegt til
að verja jafn miklum peningum í að
koma í veg fyrir hvert slys eins og
það er tilbúið að borga eftirá. -jr.
Á Alþingi árið 1903:
Sumir óttuðust
umferðarslysin
Þegar rætt var um það á Alþingi
árið 1903 að veita styrk til kaupa á
fyrsta bílnum voru ekki allir vissir
um það að slíkir „mótorvagnar"
hentuöu Islendingum.
Einn þingmaður komst svo að
orði: „ . . . ég fæ ekki séð að þessi
fjárveiting yrði til annars en ntyrða
bæði fólk og fé, þar sem þessir vagn-
ar mundu naumlega geta verið not-
aðir án þess að slys yrði að . .
Annar þingmaður sagði: „ . . .
það að veita þessa upphæð er santa
sem að drepa heilmarga menn . . .
þá nrunu verða fleiri jarðarfarir árið
1905 en nokkru sinni áður, svo það
yrði mesta nauðsyn að fjölga prest-
unt til að jarða alla þessa rnenn,
og læknum, þó ekki væri til ann-
ars en gefa dánarvottorð."
Sent betur fer var þessi ótti
ástæðulaus, en allur er varinn góð-
ur. Árið 1914 voru samþykkt á Al-
þingi „lög unt notkun bifreiða" þar
sem m. a. var svo kveðið á að eng-
inn mætti stýra bifreið nema hann
væri „fullra 21 árs að aldri“. Um
ökuhraðann segir að hann skuli
„ávallt tempra svo að komist verði
hjá slysum". í þéttbýli má hann
„aldrei verða meiri en 15 km á
klukkustund", en annars staðar ekki
meiri en 35 km í björtu og 15 km „í
dimmu". Með bifreið var í lögum
þessum ekki eingöngu átt við fjór-
hjóla farartæki heldur einnig „tví-
hjóla bifreið" eða bifhjól. -jr.
M. a. byggt á bókinni „Bifrciðir á Is-
landi, I.“ cftir Guðlaug Jónsson.
Ávarp forseta íslands á
umferðarslysaráðstefn unni:
Það cr göfugt markmið
að fækka slysum
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, var verndari Nor-
rænu umferdarslysardðstefnunn-
ar sem haldin var hér a' landi í
ágúst. 1 ávarpi sínu vid opnun
ráðstefnunnar sagði forsetinn að
það væri ríkt í íslendinguni að
ferðast. Landnámsmennirnir
hefðu siglt út á haf sem þeir
þekktu ekki , og í flestum forn-
sögum væri sagt frá siglingum
milli landa. Ferðalög innanlands
hefðu einnig verið mikil þrátt
fyrir að sums staðar væri erfitt
yfirferðar. A þessari öld hraðans
er ferðaþörfin óbreytt en að-
stæðurnar aðrar.
Siðan sagði forsetinn: hað hef-
ur alltaf verið hættulegt að ferð-
ast frá einum stað til annars, en
aldrei eins og núna, með aukinni
áhættu og meiri ábyrgð allra
þeirra sem eru á ferðinni í iðandi
umferðinni. Samfélagið er æ
meira háð því að fólk hittist til
að sjá, heyra, skynja og skiptast
á skoðunum, vinna og byggja
upp á þessum timum tækni og
vísinda.
Forsetinn taldi mikilvægt að
sérfræðingar hittust til að ræða
vandamál umferðarinnar oggera
sér grein fyrir þeim hættum sem
við stöndum frammi fyrir.
I lok ávarpsins við setn-
ingu Norrænu umferðarslysaráð-
stefnunnar þakkaði forseti ís-
lands þeim sem legðu sitt af
mörkum til öruggari tilveru,
minni hörmunga, færri slysa og
betra lífs. Pað er göfugt mark-
mið, sagði forsetinn.
HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 9