Heilbrigðismál - 01.09.1983, Síða 11
Ölvunarakstur:
Sjöunda hvert
umferðarslys
Þórarinn Ólafsson, yfirlæknir
Svæfinga- og gjörgæsludeildar
Landspítalans, og Sturla Þórðarson,
fulltrúi hjá Lögreglustjóranum í
Reykjavík, hafa kannað ölvun við
akstur í Reykjavík árin 1978-82.
Niðurstöðurnar voru kynntar á
Norrænu umferðarslysaráðstefn-
unni. Þessi fimm ár voru tekin
blóðsýni úr 5236 ökumönnum vegna
gruns um ölvun. Við rannsókn
reyndust 12% hafa minna en 0,62%o
áfengis í blóði og töldust því ekki
ölvaðir samkvæmt skilgreiningu
umferðarlaga. Tæp 30% höfðu
0,62%o—l,32%o áfengis í blóði og
töldust því ekki geta stjórnað öku-
tæki örugglega og voru sviptir öku-
réttindum í einn manuð eða lengur
(neðri mörkin eru nú 0,57%o, síðan
1979). Rúmur helmingur hinna
grunuðu, eða 58%, reyndust hafa
1,33%o áfengis eða meira í blóði sínu
og töldust því óhæfir til að stjórna
/ gre/n i Morgunblafiinu var nýlega
vakin athygli á því aff slysatífini á
hringtorgum er lægri en á öðrum
gatnamótum með svipafia umferð.
Árin 1971—79 urfiu 370 umferfiar-
óhöpp á Miklatorgi í Reykjavík og
þar slösuðust 7 manns. A gatnamót-
um Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar slösuðust á sama tíma 48
manns í 390 umferðaróhöppum.
Skýringin er sennilega sú að á hring-
torgum er hægari umferfi en á
venjulegum gatnamótum.
Ást er . . . að neita drykk áður en
þú ekur heim.
vélknúnu ökutæki (svipting öku-
réttinda í eitt ár eða lengur).
Karlarnir voru sex sinnum fleiri
en konurnar, en þær höfðu heldur
minna áfengi í blóðinu, að meðal-
tali. Þriðji hver ökumaður var á
aldrinum 17—21 árs og fjórði hver
22—26 ára. Mest virtist vera um
ölvunarakstur á sumrin.
Rúm 16% þeirra ökumanna sem
grunaðir voru um ölvun við akstur
höfðu lent í umferðaróhöppum áður
en þeir náðust. Hlutur þeirra af öll-
um umferðaróhöppum sem lögregl-
an skráði var 5,6%.
Árin 1980—82 tengdust um fimm-
hundruð ölvaðir ökumenn umferð-
aróhöppum í Reykjavík. í tæplega
18% þessara óhappa slasaðist ein-
hver, samanborið við tæp 6% í öðr-
um umferðaróhöppum. Rekja má
sjöunda hvert slys í umferðinni til
gruns um ölvun við akstur (15%). í
fjórum tilvikum var um að ræða
banaslys (en þau urðu alls tuttugu í
umferðinni í Reykjavík þessi sömu
ár). -jr.
Löggjöfin:
Norðurlöndin
til fyrirmyndar
Ólafur Walter Stefánsson, skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu,
flutti erindi á Norrænu umferðar-
slysaráðstefnunni og fjallaði um
samvinnu Norðurlandanna varðandi
umferðaröryggi.
Norræna umferðaröryggisráðið
(NTR) hefur síðasta áratuginn gefið
út 32 skýrslur um einstök viðfangs-
efni svo sem um ökuskírteini, öryggi
barna í umferðinni og hjólreiða-
menn.
Á sviði lagasetningar hafa nor-
rænu þjóðirnar verið í fararbroddi.
Fjórar þeirra voru fyrstu Evrópu-
þjóðirnar sem settu lög um skyldu-
notkun bílbelta, og íslendingar settu
slík lög 1981. Einnig má nefna lög
um notkun öryggishjálma á vélhjól-
um.
Samkvæmt ákvörðun Norður-
landaráðs er árið 1983 helgað um-
ferðaröryggismálum. Af því tilefni
hefur ýmislegt verið á dagskrá,
m. a. meiri fræðsla en áður í fjöl-
miðlum, námskeiðahald, fundir,
umferðarvikur o. fl. jr.
Heilbrigðisráðherra:
Umferðarslys
eru einnig
heilbrigðis-
vandamál
Matthías Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðherra, flutti ávarp við
setningu Norrænu umferðar-
slysaráðstefnunnar, sem haldin
var í Reykjavtk í ágúst.
Hann sagði að þetta væri í
fyrsta sinn hér á landi sem starfs-
fólk heilbrigðisþjónstunnar
stæði að ráðstefnu um umferðar-
slys. Slíkt væri þó vel við hæfi því
að slysin í umferðinni væru ekki
síst heilbrigðisvandamál, en á
það hefði ekki verið lögð næg
áhersla fram að þessu. Benti
hann á að slys væru völd að flest-
unt töpuðum æviárum upp að
sjötugsaldri.
Ráðherrann fagnaði því að
fatlað fólk væri meðal þátt-
takenda í þessari ráðstefnu.
Sagði hann að sá hópur gæti gef-
ið góð ráð, bæði varðandi for-
varnirogendurhæfingu. -jr.
HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 1 1