Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Blaðsíða 12
„Stærsta plágan á íslandi“ Sjónarmið aðstandenda fórnarlambanna Stofnaður hefur verið sam- starfshópur aðstandenda þeirra sem hafa misst börn sín eða aðra ástvini í umferðarslysum, eða slasast í þeim. Markmið hópsins er að starfa að slysavörnum í umferðinni og aðstoða þá sem fyrir áföllum hafa orðið vegna umferðarslysa. Á Norrænu um- ferðarslysaráðstefnunni kynnti Hjördís Þorsteinsdóttir sjónar- mið þessa hóps og sagði m. a.: „Pær raunir sem lagðar eru á aðstandendur þeirra sem slasast hafa eða látist í umferðarslysum eru þungar og þungbærar. Marg- ir sligast undan þeirri birði. Að horfa á börnin sín slasast til ævi- langra örkumla er þyngra en tár- um taki. Hvert verður farið næst með þá slösuðu, og hvaða líf bíð- ur þeirra? Hvaða staður tekur við þegar sjúkrahúsin geta ekki sinnt þeim lengur og framfarir eru ekki fyrirsjáanlegar? Að missa börnin sín, hraust og heilbrigð, full starfsorku og lífs- gleði, er hörmulegt. Við höfum fætt þessi börn í þennan heim, lagt þau á brjóst, leitt þau í skólann . . . kennt þeim hvernig á að ganga yfir götuna og sýnt og skýrt út fyrir þeim hvernig á að nota umferðarljósin. Pað erum við sem stöndum stjörf í kirkju- garðinum yfir gröfum þeirra og hrópum hátt og í hljóði í örvænt- ingunni: Hvers vegna? Hver huggar unga og aldna, systkini, afa og ömmur? Við sem skjálfum enn. Sársaukinn, tóm- leikinn og hryggðin eftir dauðs- fallið gengur inn í sálardjúpið, inn í alla vöðva og taugar. Við reynum að bíta á jaxlinn og líta upp. Ekki tala um sorgina, er eitt af því sem okkur er kennt í barnæsku. Að vera stór og sterk. Næturnar verða að andvökunótt- um. Vinnuþrekið lamast. Lyf, á- fengi og matur er reynt til hugg- unar. Góði guð láttu þennan dimma broslausa dag fara að enda. Fjölskylduböndin, sem áður voru í besta lagi, rofna eða jafnvel slitna. Af hverju gerir enginn neitt? Það er sú spurning sem við spurðum hver aðra nokkrar mæður, sem á undanförnum mánuðum höfum hist og reynt að móta okkur stefnu í þeim málum, sem þessi ráðstefna fjall- ar að nokkru leyti um. Vandamál umferðarinnar, afleiðingar og slysavarnir í umferðinni. A Islandi mun ekki starfandi nein nefnd sem hefur það verk- efni að rannsaka sérstaklega ors- akir umferðarslysa, eins og t. d. rannsóknarnefnd sjóslysa og rannsóknarnefnd flugslysa. Pað hlýtur að verða eitt fyrsta verkefni íslenskra stjórnvalda eftir þessa ráðstefnu að skipa slíka nefnd, sem getur kannað til hlítar hinar raunveru/egu orsakir umferðarslysa . . . Plágur nútímans eru margar- . . . en ennþá hefur enginn sett hnefann í borðið og sagt: „Stærsta plágan á íslandi eru slysin í umferðinni". Gangandi vegfarendur: Mest hætta á haustin Á Norrænu umferðarslysaráð- stefnunni skýrði Guðrún Ragnars- dóttir Briem þjóðfélagsfræðingur frá könnun sem hún hefur gert á þeim slysum sem lögreglan í Reykja- vík skráði á árunum 1981 og 1982, þar sem gangandi vegfarendur áttu í hlut. Um var að ræða 247 slasaða, 146 karla og 101 konu. Af þessum hópi létust sjö manns, allir 15 ára eða eldri. Helmingur hinna slösuðu var yngri en 20 ára og nær helmingur ökumanna sem áttu þátt í slysunum var yngri en 25 ára. Þrjú af hverjum fjórum slysum á gangandi vegfar- endum áttu sér stað á akbraut en sjötta hvert slys varð á gangbraut. í gangbrautarslysum áttu börnin mun sjaldnar hlut að máli heldur en hinir fullorðnu. Meira en helmingur slys- anna varð í dagsbirtu og oftar var þurrt veður heldur en blautt eða hálka þegar slysin urðu. Haustmán- uðina voru slysin flest. Aðalorsök slysa á gangandi veg- farendum er óaðgæsla hinna gangandi, ökumannanna eða beggja aðila. Að því er varðar barnaslysin var í öðru hverju tilfelli um það að ræða að börnin æddu út á götuna, og oft voru þau ein á ferð, en fimmta hvert barnaslys varð við biðstöðvar strætisvagna. Af hinum fullorðnu var fjórði hver slasaðra talinn ölvað- ur. -jr. Vélhjólaslys: Fjórði hver réttindalaus Eru ökumenn vélhjóla í tíu sinn- um meiri hættu í umferðinni heldur en ökumenn annarra farartækja? Svo virðist vera ef litið er á þá stað- reynd að vélhjólaslys eru um 9% af öllum umferðarslysum, samkvæmt skýrslum lögreglunnar, en vélhjól eru innan við 1% af skráðum öku- 12 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.