Heilbrigðismál - 01.09.1983, Side 13
tækjum. Þetta kemur m. a. fram í
könnun sem Guðmundur H. Einars-
son heilbrigðisfulltrúi hefur gert að
tilhlutan Landlæknisembættisins.
Þessi könnun var unnin í kjölfar
þingsályktunar, sem Alþingi sam-
þykkti á síðasta vetri, um rannsókn-
ir á vélhjólaslysum.
Könnunin tók til fimmtíu vél-
hjólaslysa í Reykjavík árin 1981 og
1982. Aðild að þessum slysum áttu
37 ökumenn léttra bifhjóla (skelli-
naðra) og 14 ökumenn bifhjóla
(mótorhjóla). Af þessum hópi var
fjórði hver réttindalaus, en af þeim
sem voru með réttindi höfðu 66%
haft þau í minna en eitt ár, þar af
53% innan við hálft ár. Á þessum
tveimur árum lenti einn drengur
þrisvar í vélhjólaslysum og annar
tvisvar.
Samkvæmt greiningum á Slysa-
deild Borgarspítalans reyndist 49%
af ökumönnum léttu bifhjólanna
vera alvarlega slasaðir en einungis
15% ökumanna. Auk þess slösuðust
tveir farþegar á vélhjólum og einn
gangandi vegfarandi.
Af þessum fimmtíu vélhjólaslys-
um árin 1981 og 1982 urðu flest í
ágúst (10) og september (7), og til-
tölulega flest á kvöldin. Lang oftast
var um að ræða árekstur milli vél-
hjóls og bifreiðar, og í 63% þeirra
tilvika taldist ökumaður vélhjólsins
vera „í rétti". Þegar Guðmundur
kynnti þessar niðurstöður á Norrænu
umferðarslysaráðstefnunni nefndi
hann þá ástæðu fyrir slíkum slysum
að ökumenn bifreiðanna sæu ekki
vélhjólin nógu tímanlega. Taldi
hann að aukin notkun endurskins-
nrerkja gæti komið að gagni. I þessu
sambandi má minna á þingsálykt-
unartillögu sem lögð var fram á síð-
asta Alþingi þess efnis að öku-
mönnurn væri skylt að nota ökuljós
mun meira en nú er gert.
Varðandi aðgerðir til að draga úr
vélhjólaslysum bendir Guðmundur
H. Einarsson á betri ökukennslu,
lækkun á hámarkshraða léttra bif-
hjóla úr 50 km í 30—40 knr og hugs-
anlega hækkun á lágmarksaldri
ökumanna slíkra bifhjóla úr 15
í 16 ár. -jr.
Umferðin 1933:
Hættulegri
en núna?
Hvernig var ástandið í umferðinni
fyrir hálfri öld? í „Árbók Reykja-
víkur 1940“ eru birtar upplýsingar
um umferðaróhöpp árin 1930—39.
Árið 1933 urðu 243 óhöpp í um-
ferðinni í Reykjavík. Það virðist
vera mjög mikið þegar þess er gætt
að þá voru aðeins um þúsund bílar í
Reykjavík. Þess skal getið að í fyrra
skráði lögreglan um þrjú þúsund
umferðaróhöpp í Reykjavík, en
bílafjöldi borgarbúa var um fjörutíu
þúsund.
Flest umferðaróhöppin í Reykja-
vík árið 1933 urðu í júlí, en næstir
komu mánuðurnir september og
janúar. Algengast var að óhöppin
ættu sér stað á gatnamótum (95) eða
götum (75) innanbæjar, en í þriðja
sæti voru vegir utanbæjar (47). Þá,
eins og nú voru helstu orsakirnar
brot á umferðarreglum (24%) og
óvarlegur akstur (31%). Af öðrum
orsökum má nefna ölvun (6%), gá-
leysi fótgangandi fólks (5%) og loks
þrengsli og hálku (4%).
í þessum 243 umferðaróhöppum
árið 1933 lenti 421 farartæki. Stærsti
hópurinn voru „fólksbifreiðar til
leigu" (134), síðan komu vörubif-
reiðar (110), reiðhjól (95) og einka-
bifreiðar (57). Einnig eru á þessari
skrá 9 hestvagnar og sleðar, svo og 1
handvagn.
Ekki er getið um hversu margt
fólk slasaðist í þessum óhöppum en
varðandi skemmdir á eignum er sagt
að „dýr drepin" hafi verið 3 og „dýr
meidd" jafnmörg. Þá skemmdust 5
„ljósker og símastaurar". -jr.
UmferSin í Austurstræti í Reykjavík
fyrir hálfri öld, áður en „umferðar-
menningin“ var fundin upp.
HEILBRIGÐISMAL 3/1983 13