Heilbrigðismál - 01.09.1983, Side 14
Barnaslys:
Bílbeltin
geta bjargað
I nálægum löndum hefur notkun
bílbelta í framsætum verið í gildi í
nokkur ár og þar er nú farið að setja
lög um bílbelti í aftursætum.
Inggard Lereim, aðstoðaryfir-
læknir á svæðissjúkrahúsinu í Þránd-
heimi í Noregi, benti á það í erindi
sínu á Norrænu umferðarslysaráð-
stefnunni að notkun bílbelta ætti
ekki eingöngu að miðast við fuil-
orðna. I rannsókn sem hann gerði á
umferðarslysum kom í ljós að 90%
af börnum sem voru ekki í beltum
slösuðust, en aðeins 20% þeirra
barna sem voru bundin. Hann sagði
það reynslu Norðmanna að bílbelta-
notkun í framsætum hefði lítið
aukist fyrr en farið var að beita
sektarákvæðum, og þá hefðu meira
en 80% notað beltin. Sektirnar
nema um 200 norskum krónum. Frá
ársbyrjun 1984 verður það skylda í
Noregi að nota bílbelti einnig í aftur-
sætum.
í rannsókn, sem Volvo verksmiðj-
urnar stóðu að, kom fram að
einungis 20% sænskra barna sem
lentu í slysum voru í bílbelti.
Finnsk rannsókn sýndi að innan
við 5% barna sem létust í umferðar-
slysum þar í landi síðasta áratuginn
höfðu verið spennt í bílbelti.
Þessar erlendu rannsóknir virtust
benda til þess að koma mætti í veg
fyrir flest alvarleg barnaslys í bílunt
með því að nota bílstól eða bíl-
belti. -jr.
Finnland:
Rann-
sóknanefnd
umferðarslysa
Flest banaslys í umferðinni í Finn-
landi eru rannsökuð vandlega af
starfshópi sem í eru lögreglumaður,
umferðarverkfræðingur, bifreiðar-
eftirlitsmaður og réttarlæknir. þeir
fara á slysstaði svo fljótt sem kostur
er á og reyna að grafast fyrir um
orsakir slysanna. Síðan semja þeir
skýrslu um hvert slys. Árin 1972-81
voru 2464 umferðarslys rannsökuð á
þennan hátt. Starf nefndarinnar er
skipulagt og kostað af umferðarör-
yggisráði tryggingarfélaganna.
Þessar upplýsingar komu fram í
erindi Kari Karkola á Norrænu um-
ferðarslysaráðstefnunni í Reykja-
vík. -jr.
Bílbelti:
Fleiri en áður
spenna beltin
„Hver sá er situr í framsæti bif-
reiðar sem búið er öryggisbelti skal
nota það við akstur á vegum“. Þann-
ig hljóðar ákvæði sem sett var inn í
umferðarlögin vorið 1981 og tók
gildi 1. október það ár, en frestað
var að lögleiða sektarákvæði.
Umferðarráð og lögreglan hafa
kannað notkun bílbelta síðustu árin
og kemur í ljós að hún heíur aukist
nokkuð, einkum síðustu mánuði.
Fyrir lögleiðingu bílbeltanna (maí
1981) notuðu 12% ökumanna og
15% farþega í framsæti slík belti.
Ári síðar var notkunin hjá báðum
hópunum um 20% og um 30% vorið
MAÍ OKT. MAÍ MAÍ ÁGÚST
1981 1981 1982 1983 1983
(LÖG)
14 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983