Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 16

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 16
Banaslysin í umferðinni: BREYTINGAR Á DÁNARTÍÐNI -55 -60 -65 -70 -75 -80 tíðni í umferðarslysum 3,0 árin 1936—40, hækkaði í 9,7 árin 1941 — 45 komst hæst í 13,0 árin 1971—75 en lækkaði í 12,3 næstu fimm árin. Árin 1981-82 var dánartíðnin kom- in niður í rúmlega 10 af 100.000. Fyrir hálfri öld voru umferðar- slysin 5% af öllum dauðaslysum hér á landi en nú eru þau 25% af öllum slíkum slysum. Byggist þessi breyt- ing bæði á fjölgun umferðarslysa og fækkun annarra slysa, m. a. drukkn- ana. Sé litið á banaslys í umferðinni sem hlutfall af fjölda bíla kemur í ljós allt önnur mynd. Árin 1926—30 dóu 39 miðað við 10.000 bíla en árin 1976-80 aðeins 3. í lok síðasta árs voru skráðir um 105 þúsund bílar á öllu landinu en einum áratug áður voru þeir aðeins 57 þúsund. Nær þrír af hverjum fjórum sem látast í umferðarslysum eru karlar. Virðist þetta hlutfall lítið hafa breyst síðustu þrjá áratugi, þótt sífellt fleiri konur hafi ökuréttindi. Helstu orsökum umferðarslysa, samkvæmt dánarvottorðum, má skipta í fjóra flokka. I 30% tilvika verður gangandi maður fyrir öku- tæki, um 30% slysanna verða við árekstur og um 30% við það að öku- maður missir stjórn á ökutækinu og það veltur á vegi eða fer út af. Um 10% banaslysa í umferðinni verða af öðrum ástæðum. Árin 1976-80 létust alls 138 ís- lendingar í umferðarslysum, eða 28 að meðaltali á ári. Karlarnir voru 100 en konurnar 38. Þessi mikli munur milli kynja er að mestu leyti vegna aldurshópanna frá 5 ára til 29 ára. Á þessu fimm ára tímabili létust 15 börn á aldrinum 5—9 ára (þar af 13 drengir), 6 börn 10—14 ára, 30 unglingar 15-19 ára (þar af 25 drengir), 18 manns 20—24 ára (þar af 14 karlar) og 11 manns 25-29 ára (þar af 9 karlar). Helmingur þeirra sem létust í umferðarslysum á árun- um 1976—80 var yngri en 25 ára. Slys eru algengasta dánarorsökin fram á fimmtugsaldur, og umferðar- slysin eiga mikinn þátt í því að svo er. Það er því til mikils að vinna að draga úr slysum í umferðinni. Hcimildir: Mannfjöldaskýrslur, Hcilbrigöis- skýrslur o. fl. Jónas Ragnarsson ritstjórí og Ólafur Ólafsson landlæknir tóku saman. | 1 16 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.