Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 28

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 28
frumur sem geta leyst sundur slíkar aðskotafrumur. Mótefni eru framleidd af sérstök- um frumum í líkamanum. A erlend- um málum nefnast þær „lympho- cytar“ en hafa stundum verið kall- aðar eitilfrumur á íslensku. I dag- legu lífi eru þau áreiti sem ónæmis- kerfið, og þ. á m. eitilfrumurnar, verða fyrir fjölmörg og flest mjög flókin. í spendýrum er ónæmis- kerfið viðbúið að bregðast við um það bil tíu milljón mismunandi áreit- um. Það er Ijóst að það yrði hverri og einni frumu ofviða, bæði í erfða- fræðilegu og líffræðilegu tilliti, að þekkja öll þessi áreiti og svara þeini. Þetta er leyst í ónæmiskerfinu með því, að þar er mikil verkaskipting, á þann hátt að hver eitilfruma getur aðeins tengst og brugðist við einu áreiti eða „antígeni“ sem kallað er. Þegar tiltekið áreiti berst í líkamann eru það því eingöngu þær fáu frum- ur sem þekkja það sem bregðast við, en allur fjöldinn lætur það afskipta- laust. Langflest þau áreiti sem ónæmiskerfið verður fyrir eru sam- sett, þ. e. a. s. nokkur hópur af eitilfrumum er vakinn til viðbragða. í rannsóknarvinnu og læknisfræði eru mikið notuð mótefni sem vakin eru í tilraunadýrum með því að sprauta í dýrin þeim efnum, örver- um, frumum o. fl. sem rannsaka á. Oft er einfaldlega notað sermið (eða blóðvatnið) úr dýrinu, því að það inniheldur mótefnin. Einnig má einangra úr serminu mótefnin sjálf, eða immúnóglóbúlínin. Þegar skoðuð eru nánar þau mótefni sem þannig fást, t. d. úr kanínu eftir inn- spýtingu á rauðunt blóðkornum úr kind, kemur í ljós að mótefnin eru í raun blanda af mótefnum, sem hvert beinist gegn aðeins einu efnamynstri á rauða blóðkorninu. Slík mótefni eiga þá uppruna sinn í mörgum mis- munandi eitilfrumum kanínunnar, þ. e. þau eru fjölstofna. Að auki fylgir með dálítið af mótefnum gegn öðrum óskyldum áreitum (antígen- um) sem kanínan hefur áður orðið fyrir á lífsleiðinni. Þó að slík mótefni komi iðulega að mjög góðum not- um, og greini nógu nákvæmt, er það oft galli, sbr. dæmið að ofan að þau greina rauð kindablóðkorn sem slík en þau eru ónothæf til nákvæmari rannsókna á tilteknu atriði í bygg- ingu rauðs blóðkorns. Til þess er of lítið af hverju einstöku mótefni og of mikið af öðrum sem trufla í mótefnablöndunni. Til eru leiðir til þess að hreinsa slík mótefni, en þær eru bæði fyrirhafnarmiklar og ófullkomnar. Af þessum ástæðum varð til sú hugmynd að reyna að rækta hóp eitilfrumna út frá einni stofnfrumu og fá þannig fram alveg hreint mótefni gegn aðeins einu til- teknu áreiti. Þetta tókst þeim Köhler og Mil- stein í Cambridge árið 1975. Er óhætt að fullyrða, að uppgötvun einstofna inótcfna er einhver sú notadrýgsta sem orðið hefur á sviði ónæmisfræðinnar í mörg ár. Reynd- ar var það þannig, eins og verður svo oft í rannsóknarvinnu, að þeir Köhler og Milstein höfðu ekki bein- línis ætlað sér að rækta einstofna eitilfrumur, heldur voru þeir að vinna að rannsóknum á erfðafræði og framleiðslu immúnóglóbúlína í eitilfrumum. Þeim tókst að koma til leiðar samruna langlífra illkynja eitilfrumna og skammlífra eitil- frumna úr milta músar, sem hafði fengið innspýtingu af kindablóð- kornum. Þegar þeir sáu að mismun- andi afkvæmi samrunans framleiddu hvert um sig mótefni af einum stofni varð þeim Ijóst, að þeir höfðu opnað leiðina til framleiðslu á tilsniðnuin mótefnum. Illkynja eitilfrumur eða myelomafrumur höföu lengi verið þekktar og þeim viðhaldið í frumu- ræktun. Þessar frumur eru upprunn- ar sem æxli í dýrum eða mönnum og eru æxlin upphaflega vaxin út frá einni móðurfrumu. Þessi æxli eru því einstofna og þar sem mörg þeirra framleiða mótefni, hefði mátt hugsa sér að afurðir þeirra væru not- hæfar. Aldrei hafði þó tekist að finna nothæft mótefni frá myeloma- frumum, enda er það auðvitað til- viljun gegn hvaða antígeni slíkt mótefni beinist og raunar er það oft óþekkt. Auk þess eru þessar illkynja frumur oft það gallaðar, að þær framleiða ófullkomið eða jafnvel ekkert immúnóglóbúlín. Þessar frumur hafa hins vegar nokkuð til að bera sem eðlilegar eitilfrumur og virkir mótefnaframleiðendur hafa 28 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.