Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 29

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 29
ekki, en það er langlífi. Köhler og Milstein höfðu því fundið aðferð til að sameina í einni frumu báða þá eiginleika, sem sóst var eftir, þ. e. framleiðslu á þekktu og nothæfu mótefni svo og langlífi. Nú orðið eru framleidd einstofna mótefni gegn allra handa antígenum á mörgum rannsóknarstofum víða um heim. Aðferðin byggist á upphaflegri að- ferð Köhler og Milstein. I stuttu máli er byrjað á því að spýta antí- geninu sem rannsaka á í mús til að vekja mótefnasvörun. Síðan eru teknar eitilfrumur úr milta músar- innar og þeim blandað saman við myeloma frumur. Yfirleitt eru not- aðar myelomafrumur sem sjálfar framleiða ekki mótefni og hafa auk þess ákveðinn efnaskiptagalla, og er bætt í ræktina lyfi, sem slíkar frumur þola ekki. Ennfremur er svo bætt við efni, sem örvar frumusamruna. I ræktinni verður síðan samruni eitil- frumna og myelomafrumna. Eitil- frumur deyja fljótlega og vegna lyfs- ins í ræktinni deyja myelomafrumum- ar líka, en afkvæmi santrunans, „hy- bridin" eða „hybridoma“-frumumar lifa. Með því að skipta ræktinni nið- ur á ákveðinn hátt má tína úr ein- stakar „hybridoma“-frumur til fram- haldsræktunar og geta slíkar ræktir út frá stökum frumum haldist við með frumuskiptingum í langan tíma. Síðan eru afurðir slíkra rækta próf- aðar og valdar þær frumuræktir, sem framleiða áhugaverð mótefni. Til þess að fá svo nægilegt magn mótefna má annað hvort koma upp stórum frumuræktum eða rækta frumurnar í kviðarholi músa. Einstofna mótefni geta komið að margvíslegum notum í líffræði og læknisfræði. í rannsóknarvinnu geta þau greint mjög nákvæmlega ein- stök antigen og hafa t. d. kennt mönnum margt um byggingu frumna og sýkla og þá sérstaklega auðveldað rannsóknir á yfirborðs- mynstri frumna, sem verða ekki greindar sundur með öðrum aðferð- mn. Þá má nota einstofna mótefni til að einangra og hreinsa tiltekin antí- gen. Er þá mótefnið látið festa sig á fjölsykrung í löngum sívalningi. Síð- an er efnablöndunni, sem inniheldur antígenið, hellt ofan í sívalninginn °g heldur þá mótefnið antígeninu eftir, en afgangurinn rennur í gegn. Síðan er antígenið losað frá með einfaldri efnameðferð. Þannig má t. d. hreinsa efnið interferon, sem hefur verið ofarlega á baugi undan- farið vegna verkana sinna gegn veirusýktum frumum og illkynja vexti. Einstofna mótefni eru líka notuð við ýmsar rannsóknir á sýkl- um, bæði í greiningarskyni, en einn- ig er unnið að tilraunum til að hreinsa ákveðin antígen, sem síðan mætti nota sem bóluefni. Má hér nefna malaríusýkilinn sem dæmi. í læknisfræði eru einstofna mótefni þegar allvíða notuð við grciningu á eitilfrumum í ýmsa undirflokka. Þekking á hlutfalli þessara undir- flokka í blóði gefur ákveðnar vís- bendingar við greiningu ýmissa sjúk- dóma, svo sem sumir munu kannast við eftir mikið umtal undanfarið um sjúkdóm, sem á ensku ber skamm- stafaða heitið „A1DS“ en hefur ver- ið kallaður hér áunnin ónæmis- bæklun. A sviði krabbameinsrannsúkna og krabbameinslækninga opna einstofna mótefni ýmsa möguleika. Þekkt eru ýmis antígen, sem eru sér- kennandi fyrir yfirborð surnra ill- kynja frumna og með tilkomu ein- stofna mótefna eru fleiri að finnast. Að vísu hafa mörg slík antígen síðar líka fundist í einhverjum mæli á öðr- um frumugerðum en upphaflega var lýst, en mörg eru nægilega sérkenn- andi til að koma að gagni við að- greiningu. Einstofna mótefni, sem beinast sérhæft gegn einkennisantí- genum æxla má hugsa sér að nota í greiningarskyni á ýmsan hátt. Þau má nota við skoðun á vefjasýni úr æxli til nákvæmrar greiningar á æxl- inu. Þannigert. d. hægt að aðgreina ýmis æxli, sem upprunnin eru í eitilvef og erfitt er að tegundar- greina nákvæmlega með hefðbundn- um vefjaskoðunaraðferðum. Stund- um er meinvarp fyrsta einkenni krabbameins og getur þá verið erfitt að finna frumæxlið ef það sjálft veld- ur engum einkennum. Útlit mein- varpa og frumugerð geta verið mjög áþekk þótt þau séu af margvíslegum uppruna. Einstofna mótefni gegn einkennisantígeni ákveðins æxlis, getur sagt nákvæmlega til um upp- runa slíkra meinvarpa. Nútíma krabbameinslækningar sem eru oft sniðnar sérstaklega eftir tegund og uppruna æxlis krefjast einmitt rnjög Affferð sú seni nú er notuff í Blóff- bunkaninn til aff greina sundur und- irllokka eitilfrumna byggist á því aff eitilfrunium er hlundaff saman viff einstofna niótefni úr mús gegn ákveffnum undirílokki. Til þess að sjá hvar mótefniff hefur tengst fruniu er svo bætt við rauffum nautablóffkornuni, en á þau hefur veriff „Unit“ nieð efnameðferff niót- efni úr kanínu gegn músaininiúnó- glóbúlíni. Þetta niótefni leitar uppi einstofna músamótefnið þamiig aff nautablóffkornin raffa sér utan um þær eitilfrumur sem hafa áffur fest einstofna mótcfniff við yfirborff sitt. Þessi smásjármynd sýnir hvernig merkt rauff nautablóffkorn raffa sér utan um sumar eitilfrumurnar en ekki affrar. Stækkunin í smásjá er 300 föld. (Frá Leifi Þorsteinssyni). HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 29

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.