Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 30
nákvæmrar greiningar á tegund æxl-
isins. Sum æxli losa þekkt einkennis-
efni í blóð og má mæla hversu mikið
er af þeim og fylgjast þannig með
sjúkdómsfcrli og árangri meðferðar.
Með einstofna mótefnum er unnt að
endurbæta aðferðir til að mæla slík
auðkennisefni.
Æxlisleit í líkamanum er enn eitt
svið þar sem hugsanlegt er að hafa
not af einstofna mótefnum. Við slík-
ar rannsóknir eru nú oft notuð
geislavirk efni (ísótópar) og könnuð
dreifing þeirra um líkamann með
geislakanna. Þessi aðferð verður
mun sértækari og hnitmiðaðri ef
notuð eru mótefni gegn þekktu ein-
kennisantígeni æxlis og mótefnið
merkt með geislavirku efni. Hafa
nýlega verið gerðar nokkrar til-
raunir með notkun einstofna mót-
efna í þessu skyni. Til þessa hafa
einungis verið rannsakaðir sjúkl-
ingar með æxli sem áður hafa verið
greind á annan hátt, en niðurstöður
benda til að þessi rannsóknaraðferð
ætti að geta auðveldað meinvarpa-
leit ef frumæxli er þekkt. Einnig má
hugsa sér að leita að frumæxli af
tiltekinni gerð, í áhættuhópum eða
ef ákveðinn grunur leikur á æxlis-
vexti. Hafa t. d. verið gerðar tilraun-
ir með leit að krabbameini í eggja-
stokkum í konum eftir tíðahvörf.
Rannsóknaraðferð þessi er þó viða-
meiri en almennt gerist nú við hóp-
skoðanir.
Enn sem komið er hefur reynst
erfitt að finna sérkenni eða antígen
sem aðgreinir gróft en ákveðið
illkynja frumur af ýmsum uppruna
frá heilbrigðum frumum. Nýlega
hefur verið skýrt frá rannsóknum,
sem gerðar hafa verið í Oxford á
antígeni, sem virðast komast nær
þessu marki en áður hefur tekist.
Unnið hefur verið einstofna mótefni
gegn þessu antígeni og ef rétt reynist
um eiginleika þess gæti það komið
að haldi í þeim tilvikum þegar erfitt
er að greína á milli illkynja og góð-
kynja frumna við venjulega vefja-
rannsókn.
Það er eðlilegt að tilkoma ein-
stofna mótefna gegn æxlisfrumum
kveiki þá hugmynd, að þau megi
nota til meðferðar gegn krabha-
meini. Þess ber þó að gæta, að ein-
mitt vegna þess hvað þau eru hrein
og ómenguð hafa þau tiltölulega litl-
ar afleiddar verkanir í samanburði
við venjuleg mótefni. Þau virkja
t. d. illa þá þætti ónæmiskerfisins,
sem leysa sundur aðskotafrumur.
Hins vegar má líka hugsa sér að nota
einstofna mótefni sem flutningstæki
fyrir lyf og komast þannig fyrir einn
mesta vandann við lyfjameðferð við
krabbameini, en það eru eiturverk-
anir krabbameinslyfja á heilbrigðar
frumur. Hæfileiki geislamerktra ein-
stofna mótefna til að leita uppi æxli í
líkamanum bendir til þess að þetta
sé framkvæmanlegt. Hér þarf þó
enn að minna á, að áður en farið er
að nota eitthvert einstofna mótefni
til meðferðar þarf að ganga mjög vel
úr skugga um, að það bindist ekki
við neinar heilbrigðar frumur. Enn
eitt, sem ber að varast, er að öll æxli
losa eitthvað af efnuin af yfirborði
sínu út í blóðrásina og sum reyndar
það mikið, að það mælist auðveld-
lega, sbr. að ofan. Ef nógu mikið
kveður að þessu er líklegt að antí-
genið í blóðrásinni bindi svo mikið
mótefni að of lítið komist á áfanga-
stað í æxlinu, en lyfið sem tengt er
mótefninu geti þá gert usla í þeim
líffærum, sem hreinsa slíkt bundið
mótefni úr blóði, en það eru lifur og
milta.
Þrátt fyrir ýmsa þessa erfiðleika
hefur nú verið skýrt frá fáeinum
meðferðartilraunum með einstofna
mótefni, sem virðast hafa gefið
nokkuð góðan árangur. Einu æxlin
sem bera sérkenni, sem örugglega
finnast ekki á neinum öðrum frum-
um, eru þau sem eru til orðin fyrir
illkynja vöxt út frá eitilfrumum, en
slík æxli bera á sér sérstakt auðkenni
þess mótefnis sem upphaflega eitil-
fruman framleiddi. Þetta notfærði
hópur vísindamanna í Stanford í
Bandaríkjunum sér og vann ein-
stofna mótefni gegn æxlisfrumum.
Meðhöndlun sjúklings nteð þessu
mótefni virtist lofa góðu.
Önnur meðferðartilraun frá Bost-
on tengist annars konar meðferð,
sem nú orðið er allnokkuð notuð við
hvítblæði ef önnur meðferð bregst,
en það er mergflutningur. Slíkir
vefjaflutningar eru sama marki
brenndir og aðrir líffæraflutningar,
að stundum tekst ekki að finna
réttan gjafa, þanmg að sá sem líffær-
ið er grætt í hafni því ekki. í þeirri
tilraun sem hér um ræðir stóð ein-
mitt þannig á. Var brugðið á það ráð
að taka beinmerg frá sjúklingum
sjálfum og meðhöndla utan líkama
með einstofna mótefni gegn hvít-
blæðisfrumum, en þær heilbrigðu
frumur sem eftir lifðu voru síðan
gefnar sjúklingunum aftur. Árang-
urinn má teljast sæmilegur miðað
við árangur af mergflutningi al-
ntennt.
Það er Ijóst, að tilkoma einstofna
mótefna er verulegt skref til fram-
fara í hagnýtri ónæmisfræði. Ef rétt
og varlega er á haldið geta einstofna
mótefni verið mjög sértæk og hnit-
miðuð tæki til rannsókna, efna-
vinnslu, sjúkdómsgreininga og
lækninga og er áreiðanlega mikil
vinna framundan á þessu sviði.
Hclstu heimildir:
Cox, F.E.G. (1981): Hybridoma tcchno-
logy idcntifics protcctivc malaria antigcns.
Nature, 994, 612.
Epcnctos, A.A. ct al. (1982): Targeting
of Iodine-123-labcllcd tumourassociatcd
monoclonal antibodics to ovarian, brcast
and gastrointestinal tumours. Lancct, ii,
999-1004.
Köhlcr, G. & Milstcin, C. (1975): Con-
tinuous culturcs of fuscd cclls sccrcting anti-
body of prcdefincd spccificity. Naturc, 256,
495-497.
Miller, R.A ct al. (1982): Trcatment of
B-ccll lymphoma with monoclonal anti-
idiotypc antibody. Ncw England Journal of
Mcdicinc, 306, 517-522.
Milstcin, C. (1980): Monoclonal anti-
bodics. Scicntific Amcrican, 243, 4,56-64.
Ritstjórnargrein (1982): Oxford’s tumour
marker. Lancct, ii, 25-26.
Ritstjórnargrcin (1983): Drug targcting in
canccr. Lancct, i, 512.
Ritz ct al (1982): Autologous bonc-mar-
row transplantation in CALLA-positivc
acutc lymphoblastic leukcmia after in-vitro
trcatmcnt with J5 monoclonal antibody and
complcmcnt. Lancct, ii, 60-63.
Warnkc, R.A., Gatter, K.C. & Mason,
D.Y. (1983): Monoclonal antibodics as
diagnostic rcagcnts. í: Thompson, R.A. &
Rose, N.R. (ritstjórar): Rccent Advanccs
in Clinical Immunology. Edinburgh, Chur-
chill Livingstonc. Bls. 163-186.
Til frckari glöggvunar á cfninu skal scr-
staklcga bcnt á grcin Ccsar Milstcin í Scicn-
tific American.
Dr. Helga Ögmundsdóttir læknir cr
sérfrædingur í ónæmisfræöi og starfar
á Rannsóknastofu Háskólans í vciru-
frædi, við Eiríksgötu í Reykjavík.
30 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983