Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 32

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 32
vímu, á oft í verulegum vanda að koma orðum að því, sem hann vill segja. Orðrœða hans vill verða í brotum og hann segir orð, sem eru úr samhengi við það, sem hann vildi segja. Þessi aðskotaorð eru gjarnan tengd eldri minnisþáttum. Menn eru þannig oft orðlitlir og þegjandi í kannabisvímu, enda þótt þeir geti verið hláturmildir og kátir á köflum. Ahrif tetrahýdrókannabínóls í þessa átt eru mun ríkari en alkóhóls og eru talin vera að rekja til bilunar á ný- minni sem áður er rakið. Tilraunir með menn í kannabis- vímu benda til þess, að geta þeirra til þess að stjórna vélknúnum farartœkj- um (þar á meðal flugvélum) sé veru- lega skert. Óvíst er, hvert samhengi kunni að vera milli þessa og magns tetrahýdrókannabínóls og umbrots- efna þess í blóði og þvagi. Sterkar líkur eru til, að alkóhól og tetrahý- drókannabínól hafi samverkandi verkun í þessu efni. um óvænta athygli og hann kann að skynja í þeim „dýpt“, sem honum var áður ókunn. Tónnæmi eykst, eins og áður er nefnt, og manninum finnst gjarnan sem öll skynfæri hans verði næmari og opni jafnvel fyrir honum víðáttur skilnings og kennda, sem honum voru áður ókunnar. Hlutir í umhverfi mannsins taka á sig annað form en venjulega og jafnvel eigin líkami. Síðasttalin atriði eru þó einkum áberandi eftir stærri skammta. Víma eftir litla skammta af tetrahýdrókannabínóli, sem hér er lýst, er talin endast lengst í 2—3 klukkustundir. Víma eftir miðlungsstóra skammta tetrahýdrókannabínóls (5-10 mg) er mjög svipuð og eftir litla skammta, enda þótt þau áhrif, sem að framan er lýst, einkum á skynjanir, séu skýrari og meiri. Stórir skammtar tetrahýdrókanna- bínóls eru taldir vera á bilinu 10-20 mg eða enn stærri. Eftir þessa skammta er brenglun skynjana enn meira áberandi en eftir minni skammta. Að auki kann að koma fyrir sú tegund skyntruflana, er víxl- skynjun (synesthesia) nefnist. Víxl- skynjun merkir, að eitthvert fyrir- bæri er skynjað með öðru skynfæri en venjulega (t. d. litir heyrðir og tónar séðir). Ef reyktir eru stórir skammtar, kann svo að fara, að í stað vellíðunar og róunar verði ótta- kennd ríkjandi og maðurinn þannig jafnvel ofsahræddur. Honum kann að finnast, að áhrif efnisins ætli aldrei að taka enda, og hann kann að verða gripinn ofsóknarkennd eða ofsóknaræði. Hið síðastnefnda er þó talið sjaldgæft. Brot persónumarka kann að vera áberandi, svo sem áður ræðir. „Ekta“ rangskynjanir, rugl og æsingur og alvarleg hugsanabrengl- un kunna og að koma fyrir. í stórum skömmtum má segja, að tetrahýdró- kannabínól hafi lýsergíðlíka verkun, enda þótt verkunarháttur þess sé annar en lýsergíðs. Þrátt fyrir þá lýsingu, sem hér er gefin af kannabisvímu, þekkjast dæmi þess, að menn, sem í fyrsta sinn reykja kannabis (við tilrauna- legar aðstæður), telja sig lítilla áhrifa verða varir nema þá helst, að tíma- skyn brenglast. A hinn bóginn er það staðreynd, að tetrahýdrókanna- bínól veldur einkum vanlíðan og leiða hjá fólki, sérstaklega gömlu fólki, sem fær það sem lyf. Viðbrögð í vímu Hér að framan hefur einkum verið lýst verkunum tetrahýdrókanna- bínóls eins og hlutaðeigandi ein- staklingur finnur og 'skýrir sjálfur frá. A eftir munum við fjalla nánar um hlutlægt mat á viðbrögðum manna í kannabisvímu. Við tökum fyrst fyrir taugakerfið, en síðan fáein önnur líffærakerfi. Eftir litla skammta af tetrahýdró- kannabínóli minnkar geta manna til þess að greina Ijósmerki og fylgja hlutum á hreyfingu með augunum. Hreyfingar handa verða ónákvæm- ari og líklega einnig allar líkams- hreyfingar (líkaminn vill svigna til í gangi). Gróf ölvunareinkenni, eins og þekkjast eftir neyslu alkóhóls og annarra róandi lyfja og svefnlyfja, virðast ekki koma fyrir. Nýminni bilar stórlega í kanna- bisvímu. Maðurinn á þannig erfitt með að festa sér í minni atriði, sem hann hefur nýlega reynt að nema (tölur, orð o. fl.). Bilun nýminnis er miklu meiri eftir litla skammta tetra- hýdrókannabínóls en eftir töku hlið- stæðra skammta alkóhóls. Talið er, að bilun nýminnis í kannabisvímu sé af tvennum rótum. I fyrsta lagi verði brestur í sjálfri athyglisgáfunni (sbr. erfiðleika við að fylgja hlutum á hreyfingu), en síðar bresti geta til þess að tengja nýminni eldri minnisgeymd eðaforn- minni, er líta má á sem reynsluforða einstaklingsihs. Yfirfært í tölvumál myndi þetta sennilega þýða, að tetrahýdrókannabínól truflaði tölvur í að beita forritum sínum við geymslu og úrvinnslu nýrra boða að utan. Menn hallast nú að því, að brenglun nýminnis liggi að baki ekki einungis minni námsgetu og tjáningargetu, heldur og að baki ým- issa skyntruflana (psýkedelísk verk- un), hugsanabrenglunar og kennda (ótti, ofsóknarkennd), sem koma fyrir í kannabisvímu. Enda þótt litlir skammtar tetrahýdrókannabínóls dragi greini- lega úr námsgetu, eru áhrif þess á munnlega tjáningu þó enn greini- legri. Maður, sem er í kannabis- Þol Og fráhvarfseinkenni Litlir skammtar tetrahýdrókanna- bínóls auka tíðni hjartsláttar og blóð- þrýstingur fellur, einkum í uppréttri stöðu. Við langvarandi neyslu kannabis kann vökvi að safnast í lík- amann af þessum sökum. Þol virðist myndast gegn verkunum tetrahýdró- kannabínóls á hjarta og æðakerfi. Sérlega erfitt er að meta áhrif kannabis á öndunarfceri, þar eð meiri hluti þeirra, er reykir kanna- bis, reykir jafnframt tóbak. Tetra- hýdrókannabínól sjálft víkkar berkj- 32 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.