Heilbrigðismál - 01.09.1983, Qupperneq 33
ur. Kannabisreykingar valda hins
vegar samdrætti í berkjum og ert-
ingu, einkum ef mikiö er reykt.
í dýrum minnkar tetrahýdrókanna-
bínól losun hormóna frá heiladingli
og undirstúku (hypothalamus), er
stýra myndun kynhormóna. Hjá
körlum, er reykja kannabis (svar-
andi til 1-2 maríhúanasígaretta á
dag eða meira) kann magn karlkyns-
hormóna í blóði að minnka. í sáð-
falli þessara manna virðast vera færri
sæðisfrumur en venjulegt er og
hreyfing þeirra minni. Verkun tetra-
hýdrókannabínóls eða kannabis á
tíðahring kvenna hefur sárlega lítið
verið rannsökuð.
bol gegn tetrahýdrókannabínóli
virðist ekki vera mikið ef lít-
ið er reykt. Þol er hins vegar
greinilegt gegn flestum verkunum
THC, ef mikið er reykt (svarandi
til 2-4 maríhúanasígaretta á dag
eða meira). Fráhvarfseinkenni
eru og þekkt eftir áframhaldandi
kannabisneyslu. í tilraun með menn,
sem tóku miðlungsstóra skammta af
tetrahýdrókannabínóli um munn oft
á dag, mátti finna marktækt þol gegn
efninu að 10 dögum liðnum og einn-
ig greinileg fráhvarfseinkenni, þegar
töku lauk. Fráhvarfseinkenni eru
yfirleitt væg (svefnleysi, órói, klígja
o. fl.). Vegna þess, hve tetrahýdró-
kannabínól (og aðrir kannabínóíðar)
safnast í líkatnann, er við því að bú-
ast, að þol sé síðkomið og fráhvarfs-
einkenni vœg, þegar töku er hœtt.
Ávani án efa
Enginn vafi er á því, að kannabis
veldur ávana. Menn, sem taka til sín
10-20 mg af THC á dag með því að
reykja maríhúana eða hassis, eru
greinilega komnir langt út fyrir mörk
félagslegrar notkunar, sem t. d. gæti
verið „kannabistrip" um helgar. Á
hinn bóginn er sitt hvað, sem bendir
til þess, að betur gangi að venja
menn af kannabis en tóbaki. I þessu
sambandi er þess að minnast, að nikó-
tín er, öfugt við THC, ekki vímu-
gjafi í venjulegum skömmtum.
Nikótín veldur nánast aldrei þeim
skyntruflunum, hræðslu- og ótta-
kennd, né veldur það því sleni og
sljóleika, sem kann að vera samfara
kannabisreykingum. Því kunna ýms-
■r, sem notað hafa kannabis, að
kvekkjast svo á verkunum þess, að
það er þeim veruleg hvatning að
hætta. Saga kannabisneyslu, svo
sem rakið er aðframan, bendir sterk-
lega til þess, að ytri aðstœður, lífsstíll
og hugmyndafrœðileg eða trúar-
bragðafrœðileg atriði ráði mestu um,
hvort kannabisneysla erföst ísessi og
útbreidd eða ekki. I samræmi við
þetta er sú staðreynd, að tilraunadýr
virðast ekki sækjast mjög í
tetrahýdrókannabínól, þótt þau eigi
frjálsan aðgang að því.
Sjúkleg fíkn í kannabis er þekkt á
Vesturlöndum, en er væntanlega
mjög sjaldgæf. I slíkum tilvikum hef-
ur neysla kannabis aukist stig af stigi
þannig, að víma af völdum þess er
orðin miðsvæðis í tilveru hlutaðeig-
andi einstaklinga.
Mjög lítið er vitað um verkunar-
hátt tetrahýdrókannabínóls. Tetra-
hýdrókannabínól (og sumir kanna-
bínóíðar aðrir) hamla losun boðefn-
isins acetylkólíns. a. m. k. sunts
staðar í miðtaugakerfinu og úttauga-
kerfinu. Virðist verkun tetrahýdró-
kannabínóls á losun acetýlkólíns
vera mjög sérhæft fyrirbrigði og
koma eftir litla skammta. Kann
þetta að skýra verkun (lyflirif) tetra-
hýdrókannabínóls að verulegu leyti
og ef til vill stuðla að auknum skiln-
ingi á eðli geðsjúkdóma.
Skoðanir á skaðsemi
Hver skyldi svo vera skaðsemi
kannabisreykinga? Um þetta eru
mjög skiptar skoðanir og þekking
enn í molum.
Áður er nefnt, að fáeinir virðast
geta orðið fíknir í kannabis og stórir
skammtar (og jafnvel einnig litlir
skammtar) af tetrahýdrókannabínóli
kunni að valda ótta, hræðslu, ýms-
um skyntruflunum, rangkenndum
svo og „ekta“ rangskynjunum. Þá
hefur verið lýst eins konar kannabis-
eitrun, sem er geðveikikennt ástand
og minnir að sumu leyti á titurvillu
(„tremma", delirium tremens).
Ástand þetta kemur fram eftir töku,
einkum langvarandi töku, mjög
stórra skammta af tetrahýdró-
HEILBRIGÐISMÁL 3/1983 33