Heilbrigðismál - 01.09.1983, Síða 34

Heilbrigðismál - 01.09.1983, Síða 34
kannabínóli eða kannabis og lagast smám saman (venjulega með læknis- hjálp), þegar töku er hætt. Að þessu slepptu eru skoðanir manna á skað- semi kannabisreykinga skiptar eða vitneskja í brotum. I Austurlöndum hefur löngum verið talið, að mikil kannabisneysla ylli geðveiki, kannabisgeðveiki. Með því er átt við, að menn, sem ekki voru geðveikir fyrir, komist í geðveikikennt ástand, er hverfur seint eða ekki, þótt kannabisneyslu sé hætt. Á Vesturlöndum hafa menn yfirleitt verið tregir til að fallast á þetta. Hins vegar þykir líklegt, að langvarandi kannabisneysla, „fletti ofan af“ hulinni geðveiki og flýti þannig fyrir því, að næmir einstakl- ingar verði geðveikir. Tilraunir með dýr benda til þess, að þau séu haldin deyfð og séu áber- andi sljó löngu eftir að þau fengu tetrahýdrókannabínól. Slíkt hið sama hefur ekki tekist að sanna hjá mönnum. Vel kunnar eru þó frásagn- ir ýmissa námsmanna, er kvarta und- an því, að þeir dragist aftur úr í námi, enda þótt þeir reyki kannabis ein- ungis 1-2 sinnum í viku eða sjaldnar. Sumir telja, að menn, er reykja kannabis daglega og að staðaldri, enda þótt lítið sé, verði áberandi daufir, framtakslitlir og vanti allan metnað. Aðrir halda því fram, að þessir menn hafi verið svona á sig komnir fyrir og hafi einmitt þess vegna leiðst til þess að nota kannabis sem vímugjafa. Væntanlega er nokk- ur sannleikur fólginn í báðum skoð- unum. Líklegt er, að kannabisreykingar megi setja í samband við umferðar- slys. Um þetta vantar þó enn full- nægjandi upplýsingar. Full ástæða er til þess að ætla, að kannabisreykingar auki álag á hjarta og æðar. Sömuleiðis er full ástæða til þess að ætla, að kannabisreykingar geti skaðað öndunarfæri (í kannabis- reyk er oftast meira af krabba- meinsvaldandi tjöruefnum en í tóbaksreykl). Lítið er þó með vissu vitað um skaðsemi kannabisreyk- inga á þessi líffæri m. a. vegna þess, að kannabisreykingar og tóbaks- reykingar eru mjög oft stundaðar saman. Til þessa hefur þannig í engu tilviki þótt sannað, að lungna- krabbamein hafi myndast af völdum kannabis eingöngu. Engin viðhlítandi vitneskja er um það. hvort kannabisreykingar dragi úr frjósemi manna og á huldu er, hvort kannabis geti skaðað erfða- eigindir í frumum manna eða valdið fósturskemmdum. Lyfhrif og lækningar Á síðustu árum hefur vaknað áhugi á því að nota tetrahýdró- kannabínól (og aðra kannabtnóíða) eða afbrigði þess til lækninga. Tetra- hýdrókannabínól lækkar augnþrýst- ing og væri ef til vill nothæft við meðferð á gláku í formi augndropa eða augnsmyrslis. Það dregur einnig úr klígju og er sums staðar notað við klígju af völdum krabbameinslyfja hjá sjúklingum, sem haldnir eru ill- kynja sjúkdómum og slík lyf taka. Er ekki laust við, að fylgjendur tetrahýdrókannabínóls sem vímu- gjafa hafi ýtt á eftir notkun þess til lækninga. Gallinn á tetrahýdró- kannabínóli og skyldum efnum til lækninga er hins vegar sá, að þeim, sem taka slík lyf í lækningaskyni, eru vímuáhrifin oft beinlínis andstæð og ógeðfelld. Hugsanlegt er þó, að framleiða megi afbrigði kannabín- óíða, sem hafa viðunandi lyfhrif án þess að vera vímugefandi. Tetrahýdrókannabínól virðist, öf- ugt við nikótín, geta hamlað umbrot- um ýmissa lyfja og þannig lengt verkun þeirra. Við langvarandi notkun kannabis virðist þó sem um- brot margra lyfja verði hraðari og meiri og verkun þeirra kunni að styttast. Að lokum skal þess getið, að frjó- agnir karlkyns kannabisplantna eru meðal þeirra frjóagna, er einna mestum ofnæmisviðbrigðum valda í vitum manna. Dr. Porkcll Jóhannesson er prófess- or í lyíjafrædi vid læknudcild Háskóln íslands. I lann er læknir og sérfræðing- ur í lyfjafræði og eiturefnafræði. Por- kell er forstöðumuður Rannsókna- stofu í lyfjafræði og formaður eitur- efnanefndar. Fyrri liluti þessarar greinar birtist í síðasta tölublaði. 34 HEILBRIGÐISMÁL 3/1983

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.