Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 10
bólgu af völdum keðjukokka. En auðvitað er síst betra að sýkjast af berklum en klamydíu af rekkjunaut sínum. Líkurnar á að sýkjast af smit- sjúkdómi, af þeim sem hafðar eru samfarir við, eru auðvitað miklar, sé viðkomandi sýktur. Þar sem talið er að hleypidómar þeir sem tengdir eru þessu orði eða hugtaki komi í veg fyrir að sjúklingar komist undir læknishendur hafa menn reynt að innleiða hugtök eins og „sexually transmitted disease", sem ef til vill mætti þýða með orðinu samræðis- sjúkdómar, í stað orðsins kynsjúk- dómar (venereal disease). í raun og veru eru samræðissjúkdómar ekki frábrugðnir öðrum smitsjúkdómum nema að því leyti að þeir eru svo lítið smitandi að mjög náið samneyti þarf til þess að smitast, og að smitleiðin liggur oftast um slímhúð kyn- færanna. Sjúkdómaleit Klamydíusýkingar eru tiltölulega auðgreindar og auðlæknanlegar með sýklalyfjum. Greining og meðferð eru án mikillar fyrirhafnar eða óþæg- inda fyrir sjúklinginn og kostnaður er óverulegur miðað við ýmsar aðrar Aldursdreifing karla og kvenna með klamydíu (heilar súlur) og lekanda (strikaðar súlur), sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna á sjúklingum sem leituðu til Húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuvemd- arstöðvar Reykjavikur árið 1982. lækningar. Þrátt fyrir þetta virðist sjúkdómurinn vera í sókn. Astæðan er sennilega sú að of fáir þeirra sem bera sýkilinn komast undir læknis- hendur. Petta stafar einkum af því að fæstir þeirra vita að þeir eru smit- berar. Það ætti að vera mun auð- veldara að komast að því hverjir hafa getað orðið fyrir smiti frá ein- staklingi sem ber klamydíu heldur en til dæmis frá sjúklingi sem sýktur er af berklum og hóstar berklasýkl- um út í andrúmsloftið. En svo er þó ekki og ástæðurnar eru einkum þær að aðferðir til skimunar (screening) fyrir berklum eru enn mun ódýrari og fyrirhafnarminni en aðferðir til skimunar fyrir klamydíu, og svo eru það hin siðferðilegu vandamál sem tengd eru samræðissjúkdómunum. Ef sporna á við útbreiðslu klamydíu- sýkinga þarf að auka skimun, eink- um í þeim aldurshópum þar sem al- gengi sjúkdómanna er mest (frá 15 til 25 ára). Einnig þarf að gera Rann- sóknastofu Háskólans kleift að rækta fyrir alla þá sem á slíkri þjón- ustu þurfa að halda. Það er einnig nauðsynlegt að auka fræðslu um samræðissjúkdóma, bæði meðal heilbrigðisstétta og al- mennings. Til dæmis er talið að notkun verja minnki verulega líkur á smitun og því hefur verið haldið fram að áróður fyrir notkun þeirra hafi valdið lækkun á tíðni lekanda. En almenningsfræðsla um samræðis- sjúkdóma er vandmeðfarin og á að vera í hönduin fólks sem hefur næga þekkingu. Tilgangur fræðslustarfsins er ekki að reyna að hafa áhrif á kynferðislega hegðun fólks heldur að fá þá sem hugsanlega eru smitaðir eða smitast af samræðissjúkdómi til þess að leita til læknis. Forvarnar- starf gegn sjúkdómum er augljóslega besti kosturinn þegar því verður við komið og hvað varðar klamydíusýk- ingar virðist það einnig vera arðbær fjárfesting. Nokkrar heimildir: 1) Schachter, J, Dawson, CR: Human Chlamydial Infections. Littleton Massachus- etts, Publishing Scicnccs Group. 1978. 2) Schachtcr, J: Chlamydial infections. N Engl J Mcd 1978; 298: 428-35, 490-5, 540-9. 3) Möller, BR, Porstcinssson, SB, Þórar- insson, H, Kolbcinsson, A: C. trachomatis. Einkenni klamydíasýkinga hjá mönnum. Læknablaöið 1982; 68: 203-7. 4) Steingrímsson, Ó, Þórarinsson, H, Sig- fúsdóttir A, Kolbcinsson A: Könnun á tíöni sýkinga af völdum C. trachomatis á íslandi í samanburði viö tíöni lekanda. Rannsókn á sjúklingum cr leituöu til Húö- og kynsjúk- dómadcildar Hcilsuvcrndarstöðvar Rcykja- víkur áriö 1982. Læknablaðið 1983; 69. Höfundur þessarar greinar, Ólafur Steingrímsson læknir, er sérfræðing- ur á Sýkladeild Rannsóknastofu Há- skólans viö Barónsstíg í Reykjavík. Sjúkdómar sem klamydínr valda hjá mönnum Sjúkdómar Tegund Chlamydia psittaci Chlamydia trachomatis Chlamydia trachomatis Chlamydia trachomatis Mótefnavakaflokkar Margir óskilgreindir A, B, Ba, C D, E, F, G, H, I, J, K Ll, L2, L3 Fýlasótt Egypskt augnkvef Augnangur, endaþarmsbólga lyppubólga, lungnabólga í nýburum, samræðissjúkdómar (þvagrásarbólga, leghálsbólga, eggj aleiðarabólga) Eitlafár 10 HEILBRIGÐISMAL 2/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.