Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 11
Kalt vatn til lækninga Um miðja síðustu öld var enn lítið um lyf í þeim skilningi' sem nú er lagður í það orð. Þá reyndu menn að nýta ýmislegt sem tiltækt var og töldu að kalda vatnið kæmi oft að notum. Um það orti Guð- mundur Einarsson sýsluskrifari (f. 1823, d. 1865) eftirfarandi vísu: Kalda vatnið kemur mér upp, kippir doða’ úr taugum, verkir sjatna’ um hrygg og hupp, hverfur roði’ af augum. Langlífi á átjándu öld íslendingar erlendis íslenskir læknar sem sett- ust að í Danmörku munu hafa haft á sér hið besta orð fyrir góða menntun í sinni grein og ástundunarsemi sem læknar, og með því orðið þjóð sinni til sóma. Einn af frægustu læknum Dana á síðasta manns- aldrinum, Niels R. Finsen, var í föðurætt af ágætu ís- lensku bergi brotinn og hafði fengið undirbúnings- menntun sína hér á landi. Dr. Jón Helgason: íslendingar í Danmörku fyr og síðar. Reykjavík 1931. Spítali lærðra manna Fyrir presta er haldið uppi lærðra manna spítala að Gaulverjabæ í Flóa, þar sem prestar, er þrotnir eru að fé sökum elli eða sjúk- leika, eiga athvarf. Öldin scxtánda, 1501. Þessi mynd er úr bókinni „Islandsferð J. Ross Browne 1862“ og sýnir að tóbaksnotkun er engin ný bóla hér. Tóbakstiskan hefur hins vegar breyst eins og annað. I bókunum Annálar 1400-1800 er á tveim stöð- um sagt frá fólki sem náði mjög háum aldri. Gríms- staðaannáll getur þess árið 1706 að „maður deyði í Hjaltadal 107 ára“. í Hvammsannál árið 1727 segir: „Guðbjörg kerling dó í Brokey, að aldri 109 ára, svo gömul var hún.“ Báðir þessir öldungar hafa því átt að vera á manntalinu sem tekið var árið 1703, Hjaltdælingurinn 104 ára og Guðbjörg í Brokey 85 ára. Á Stóru- Fellsöxl í Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu, er „Guðbjörg Auðunsdóttir, kerling, 84 ára“, samkvæmt manntalinu sem þar var tek- ið 2. apríl 1703. Hugsanlega er hér um sömu konu að ræða, þó útilokað sé að staðfesta að aldurinn sé rétt skráður. Hins vegar finnst enginn Norðlendingur sem orðinn var aldargamall í upphafi átjándu aldar. Elsti íslendingurinn árið 1703 var Árni Gíslason, ómagi í Holtamannahreppi, Rang- árvallasýslu. Hann var sagður vera 110 ára, en ekki er talið mark á því takandi. Hæsti staðfesti aldur ís- lendings er 108 ár og 43 dagar. Það var Halldóra Bjarnadóttir á Blönduósi sem varð svo gömul, en hún lést árið 1981. -jr. Fjölbreytt fæðuval Menn geta lifað við góða heitbrigði á dýrafæðu einni, meira að segja einu saman kjöti, á jurtafæðu einni, svo og á alla vega blandaðri fæðu úr dýra- og jurtaríki. Er og hætt við að saga mannkynsins hér á jörð hefði orðið drjúgum styttri og æði miklu fáskrúðugri, ef því hefði ekki verið svo frjálslega í hendur búið að þessu leyti sem raun ber hér vitni um. Vilmundur Jónsson: Heilsuvernd á íslandi. Heilbrigt líf, 1944. Heilbrigðisástand á Héraði fyrir 110 árum Úr sóknarlýsingu Hall- ormsstaðarsóknar árið 1874: Það er allseridis einn læknir af konungi settur í öllum Austfirðingafjórð- ungi, milli Skeiðarár og Langaness og‘ Helkundu- heiðar, og býr hann að lögum í Eskifjarðarverslun- arstað, þar sem breiðar heiðar og verstu vegir skilja hann frá meginbyggð Austurlands. Fyrir utan þennan eina lækni eru tveir aðrir, sem lækningaleyfi hafa, og einn maður sem stundar smáskammtalækn- ingar. Yfirsetukonur eru engar í sókninni, er yfirheyrðar séu og engar sem ljósmóður- leyfi hafa. Bjargast menn við konur, sent þessa iðn hafa stundað. Engir sjúkdómar eru hér almennir nema kvefsóttir, og landfarssóttir koma hér við, eins og annars staðar þegar þær ganga um land. f einstökum mönnum er hér heilsubrestur, eins og í öðr- um mönnum, til að mynda verkir í útlimum tímum saman, er menn kalla gigt, tíðaóregla kvenna, maga- veiki, sullaveiki í örfáum (ekki 1 af 30). Beinkramar og eitlaveiki verður hér mjög lítið vart. Innlend lækningameðul eru hér notuð dálítið, svo sem helst kalt vatn við bólg- um og verkjum, kaldir vatnsþvottar til sóttvarnar, seyði drukkið af blóðbergi og eini til svita- og tíðaörv- unar, trifoliu- og heimulu- seyði við magaveiki og lifr- arveiki, sortulyngsseyði við niðurgangi og við flatsæri útvortis og fleiri grös við ýmsu öðru. GAMALT HEILBRIGÐISMAl 2/1984 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.