Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 33
Reynið að halda ykkur sem mest frá ísskápnum utan matmálstíma. matur hentar vel. Og svo kvöld- matur um kvöldið. Ef þið getið ekki fleytt ykkur yfir eftirmiðdaginn án matar, þá veljið aukabitana af skynsemi, t.d. græn- meti, þurrt hrökkbrauð eða annað hitaeiningasnautt en nærandi snarl. Ef ykkur veitist það óbærilegt, t.d. ef þið eruð vön því og eruð að byrja á að koma reglu á matartímana, þá fáið ykkur ámóta snarl og nefnt er sem eftirmiðdagssnarl. Þið getið allt- af hresst ykkur á vatni og tei, t.d. jurtatei, auðvitað án mjólkur og syk- urs. Fæstir drekka eins mikinn vökva og æskilegt þykir, en sá skammtur er einn til tveir lítrar yfir daginn. Reynið sem sagt eftir megni að láta líða um þrjár til fjórar klukku- stundir eða meira milli máltíða, og fáið ykkur aðeins skynsamlega auka- bita milli mála ef þið eruð rnjög svöng. Við matarborðið Þegar loksins kemur að langþráðri máltíð þá er heldur ekki sama hvern- ig farið er að. Rannsóknir benda til að feitt fólk hagi sér öðruvísi við matarborðið heldur en þeir sem eru í hæfilegum holdum. Takið því upp eftirfarandi siði: Ætlið ykkur að minnsta kosti tutt- ugu mínútur í að borða. Fáið ykkur lítið á diskinn í einu, enga risa- skammta, skammtið heldur oftar á diskinn. Borðið hægt, setjið lítið upp í ykkur í einu, tyggið matinn vel og rennið niður áður en þið setjið meira upp í ykkur. Leggið hnífapörin frá ykkur milli bita en borðið ekki í einni lotu. Gerið nokkurra mínútna hlé í miðri máltíðinni. Þegar þið finnið að þið eruð mett. eða ykkur finnst þið hafa borðað hæfilega mikið, þá standið upp frá borðum, en sitjið ekki áfram og nartið í matinn. Hendið því sem eftir er á disknum í ruslafötuna. Ef þið sjáið um matinn á ykkar heimili þá varist að stinga upp í ykk- ur bita meðan þið matreiðið. Látið vera að bragða matinn nenta brýn nauðsyn sé á. Gangið rösklega frá matnum strax eftir máltíðina, en lát- ið hann ekki standa þar sem þið getið haldið áfram að kroppa í hann. Það er ömurlegt að henda mat, en lítið ekki á ykkur sem sjálfskipaðar leifaætur, t.d. eftir börnin. Reynið heldur að fá þau til að taka sér hæfi- lega mikinn mat, það er lítið í einu, en gerið þeim skiljanlegt að þau geti fengið meira ef þau vilja. í stuttu máli sagt, þá borðið við matarborðið á matmálstímum um leið og aðrir sem borða með ykkur. Ef þið borðið ein þá haldið ykkur samt við matmálstímana og borðið við matarborð, þar sem þið hafið lagt á borð fyrir ykkur. Fáið ykkur reglulega máltíð, en ekkert snarl á hlaupum. Borðið aðeins við matarborðið og hvergi annars staðar. Gerið ekkert annað við matarborðið en að borða, t.d. hentar ekki að lesa blöð né horfa á sjónvarp um leið, því þá gleymið þið frekar að fylgjast með Itvað þið borðið mikið og hvernig þið farið að. Ef fleiri eru til borðs þá er auðvitað argasti ósiður að vera að gera eitthvað annað við borðið en að borða, njótið heldur félagsskaparins við borðfélagana og ræðið við þá. Notið baðvogina! Baðvogin er mikilvægt hjálpar- tæki í megrun, svo það er um að gera að nota hana rétt. Nauðsynlegt er að setja sér takmark um hve mikið á að léttast. Meginreglurnar eru að vigta sig á sama tíma á hverjum degi, helst á morgnana fyrir morgunverð, án fata, eða þá alltaf í álíka miklum fötum. Síðan getur verið gott að færa þyngdina inn á línurit (eða töflu) og fylgjast þannig með fram- gangi mála. Þegar hægt er farið í megrun eins og gert er hér, þá þykir æskilegt að losa sig við hálft kílógramm á viku. Það sést því ekki mikill munur á voginni daglega, en niður á við á mælirinn a.m.k. að þokast. Hvemig er best að haga iiuikaupum? Það er víst erfitt að útiloka allar hugsanir um mat og hungur þegar verið er að kaupa í matinn. Hér gildir að vera á verði fyrir stundar- freistingum og kaupa aðeins þann mat sem þarf, en ekki eitthvað sem hægt er að stinga upp í sig hvenær sem er. Til að forðast allar skyndiákvarð- anir er best að venja sig á að kaupa eftir innkaupalista og hafa einungis handbæra peninga sent hrökkva fyrir því sem á listanum er. Skipuleggið innkaupin heima og hafið þá í huga aðeins það hráefni sem þið hyggist nota í máltíðir dagsins. Reynið að koma því svo fyrir að þið séuð södd þegar þið ákveðið innkaupin og eins þegar þið kaupið inn, þá er freisting- in minni. Gefið ykkur stuttan tíma til að versla og gangið hratt í gegnum búðina. Kaupið ekki næringarlítið og fitandi snarl eða kökur. Horfið sent núnnst á hitaeiningaauðugan mat í búðarhillunum, en reiknið með aukaútgjöldum fyrir hollum mat. Matarbirgðir í eldhúsinu Það er viðloðandi hér á landi að alltaf þurfi að vera til eitthvað með kaffinu ef gesti ber óvænt að garði, og þetta eitthvað er að sjálfsögðu kökukyns. Gestrisni er indæll eigin- leiki, en hún felst ekki í kaffibrauði, heldur í viðmóti og hlýju gestgjaf- ans. Sleppið því að eiga kökur og kex ef þið freistist sjálf til að borða af því, eða geymið í frysti svo þið séuð ekki að rekast á slíkt í eldhús- HEILBRIGÐISMAL 2/1984 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.