Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 13
Hús Krabbameinsfélagsins verður vígt í lok ágúst Föstudaginn 31. ágúst mun hið nýja hús Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík verða vígt. Daginn eftir verður aðalfundur Krabbameinsfélags íslands haldinn, og sunnudaginn 2. september er gert ráð fyrir að húsið verði til sýnis fyrir almenning. í kjölfar landssöfnunar undir kjör- orðinu „Þjóðarátak gegn krabba- meini“ festi félagið kaup á þessu húsi, tilbúnu undir tréverk. í des- ember 1983 var samið við Erlend Pétursson verktaka frá Vestmanna- eyjum um innanhúsfrágang (fastar innréttingar o.fl.). Síðan var einnig samið við Erlend um smíði lausra innréttinga, og nýlega hefur verið leitað tilboða í húsgögn. Verkið hef- ur gengið samkvæmt áætlun og mun verktakinn skila öllum þremur aðal- hæðum hússins fullbúnum í ágúst. Á fyrstu hæð verður almenn af- greiðsla (happdrætti, minningarkort o.fl.) og skrifstofur Krabbameinsfé- lags íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Þar verður einnig fræðslu- og útgáfustarfsemi, fundar- salir, kaffistofa starfsfólks og að- staða fyrir Stómasamtökin, Sam- hjálp kvenna og Nýja rödd. Á annarri hæð verður Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til húsa, en hún fæst við leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum kvenna. Eins og um var getið í síðasta tölublaði eru áform um breytingu á brjósta- skoðunum hér á landi, en húsrými til slíkra skoðana er á annarri hæðinni. Á þriðju hæð verður Frumurann- sóknastofa Krabbameinsfélagsins, Krabbameinsskráin og bókasafn. Ef farið verður af stað með leit að ristil- krabbameini mun hún í upphafi fá inni á þessari hæð. Ljóst er að flutningur Krabba- meinsfélagsins úr 700 fermetrum á Suðurgötu 22—24 í 1650 fermetra á hæðunum þremur í Skógarhlíðinni (gatan var áður nefnd Reykjanes- braut) hefur í för með sér mikla breytingu á starfsemi félagsins. í því sambandi má geta þess að félagið mun taka tölvutæknina í þjónustu sína í auknum mæli, bæði til að skipuleggja innkallanir og upplýs- ingasöfnun, en ekki síður til rann- sókna og úrvinnslu. Megin tölvubún- aðurinn mun verða á jarðhæð húss- ins en útstöðvar á öllum hæðum. Að öðru leyti verður jarðhæðin og risið ekki nýtt að sinni. Þess má geta að frá septemberbyrjun mun Krabba- meinsfélagið fá ný símanúmer, 62 14 14 (aðalsími) og 62 15 15 (tíma- pantanir). Það var ístak hf sem byggði húsið. Vilhjálmur Þorláksson verkfræðing- ur hefur verið byggingastjóri, Sturla Már Jónsson innréttingaarkitekt teiknaði innréttingar, Gunnar H. Pálsson verkfræðingur hefur teiknað lagnir og Sigurður H. Oddsson raf- lagnir. Umsjón með öllu verkinu hefur verið í höndum byggingar- nefndar Krabbameinsfélagsins. For- maður hennar er Gunnlaugur Geirs- son yfirlæknir en aðrir nefndarmenn eru Þórður Þ. Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur og Sigurjón Péturs- son framkvæmdastjóri, sem kom í stað Magnúsar Gústafssonar for- stjóra sem var í nefndinni frá 1981 og fram á þetta ár. -jr. HEILBRIGÐISMAL 2/1984 13 HEILBRIGÐISMÁL / Jóhannes Long

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.