Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 6
LANDSPÍTALINN / Reymr Tómas Geusson Þrennir þríburar sama sumariö Pað hefur vakið athygli að á nokkrum mánuðum hafa þrisvar fæðst þríburar hér á landi. En hversu algengar eru slíkar fæðingar? Á rúmri öld, eða síðan 1880, hafa þríburar fæðst 60 sinnum á íslandi. Aðeins einu sinni á þessu tímabili hafa fæðst fjórburar. Það var árið 1957, en einn þeirra fæddist and- vana. Árin 1881-1930 var þríbura- fæðing ein af hverjum 3816 fæðing- um, en árin 1931 — 1980 ein af hverj- um 7764 fæðingum, sem jafngildir því að þríburar fæðist nú annað Mynd af þríburum Guðbjargar og Sigfúsar, tekin á tuttugustu viku meðgöngu með ómunartæki (sónar). Kollamir þrir sjást sem hvítir hringir, efst er legveggurinn og neðst hryggur móðurinnar. hvert ár.1 Af 75 þríburum sem fædd- ust á tímabilinu 1931-80 voru stúlk- urnar 48 en drengirnir aðeins 27. Ekki verður vart slíks munar milli kynja hjá tvíburum. Þríburafæðing- ar þar sem allt voru drengir hafa aðeins orðið þrisvar á þessu tímabili (þ.e. 1949, 1975 og 1977) en þriggja stúlkna fæðingar voru níu sinnum (síðast 1969), og svo enn einu sinni nú í sumar. Síðustu fimm árin hafa fjórum sinnum fæðst þríburar. Guðmunda Brynjólfsdóttir og Reynir Arnórsson frá Djúpavogi eignuðust þríbura 6. febrúar 1983. Börnin voru skírð Njáll, Ásdís og Bryndís (sjá Heilbrigðismál 2/1983). Fyrstu þríburarnir á þessu ári fæddust á Fæðingadeild Landspítal- ans 1. maí 1985. Þetta voru tvær stúlkur og einn drengur. Foreldrarn- ir, Jóna Mekkín Jónsdóttir og Magn- ús Guðnason, eiga heima á Eski- firði. Þríburar fæddust á Akureyri 29. júní 1985, tvær stúlkur og einn drengur. Foreldrarnir eru Jóhanna Birgisdóttir og Halldór Halldórsson. Um hálfum mánuði síðar, 15. júlí 1985, fæddust svo þriðju þríburarnir á þremur mánuðum, í þetta sinn voru það allt stúlkur. Foreldrarnir eru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sig- fús Erlingsson, sem búa í Reykjavík. Læknar virðast sammála um að þessi fjöldi þríburafæðinga í sumar sé tilviljun ein og ekki sé hægt að álykta að slíkum fæðingum sé að fjölga. Með notkun ómunartækis (són- ars) er hægt að sjá mjög snemma á meðgöngutímanum hvort konan á von á einu barni eða fleirum. Ef ástæða þykir til er hægt að fylgjast betur en ella með konunni á með- göngutímanum og jafnvel gera ráð- stafanir til að flýta fæðingunni. Al- gengt er að fjölburar sjáist í ómunar- tæki eftir tveggja til þriggja mánaða meðgöngu. Þríburafæðingar hafa löngum þótt í frásögur færandi. í annálum er sagt að árið 1543 hafi biskupsdóttir alið þríbura. Árið 1727 fæddi kona í Hörgárdal þrjú meybörn, og árið 1734 lést skagfirsk kona sem hafði átt tvenna tvíbura og eina þríbura. Þess má geta að árið 1984 var lögum um almannatryggingar breytt þannig að þríburamæður fá mánuði lengra fæðingarorlof en tvíburamæð- ur, eða í 5 mánuði. Konur sem hafa unnið hálft starf eða meira síðustu tólf mánuðina fá nú tæpar 23 þúsund krónur á mánuði, en þær sem hafa verið heimavinnandi fá þriðjung þeirrar upphæðar. -jr. Titvitnun: 1. Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering, llelgi Sigvaldason, Jónas Ragnarsson: Fjtírutíu tvíburafæðingar á ári, en þríbura- fa’ðing annað liverl ár. Heilbrigðismál 1983 ;31 (2):9. 6 HEILBRIGÐISMAL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.