Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 18
Lungnakrabbamein orðið mannskæðasta krabbameinið Afleiðingar aukinna sígarettureykinga á fímmta og sjötta áratug aldarinnar? Grein eftir Sigurð Árnason og Jónas Ragnarsson Síðustu árín hefur tíðni lungna- krabbameins aukist mjög hér á landi. Nú greinast meira en 70 ný tilfelli á ári, en fyrir þremur áratug- um greindust aðeins 10—15 tilfelli á ári. Ár hvert deyja um 60 Islending- ar úr þcssum sjúkdómi, eða að jafn- aði meira en einn á viku. Er nú svo komið að fleiri íslendingar deyja úr lungnakrabbameini en nokkrum öðrum illkynja sjúkdómi. Gildir þetta um bæði kynin. Um orsakir lungnakrabbameins þarf ekki að fjölyrða. Reykingar eiga þar lang- stærstan hlut að máli og eru sígarettureykingar fremstar í flokki. Á Vesturlöndum má rekja 85—95% af öllu lungnakrabbmeini til reykinga. Aðrar helstu orsakir eru loftmengun frá iðnaði, asbestryk og geislun. Pessir síðastnefndu þættir valda litlu hér á landi. Fágætt fyrrum. Lungnakrabba- mein var nær óþekktur sjúkdómur hér á landi á fyrri hluta aldarinnar. Þá greindust aðeins 1-2 ný tilfelli á ári. En með vaxandi reykingum fóru vísir menn að sjá hættuna fyrir. Þannig skrifaði prófessor Niels Dungal í Fréttabréf um heil- brigðismál í október 1950: „Hér hafa sígarettureykingar ekki aukist stórkostlega fyrr en á síðasta ára- tugnum. Hingað til höfum við verið að heita má lausir við krabbamein í lungum. En ef þessú heldur áfram verðum við að gera ráð fyrir að sá sjúkdómur aukist hér stórlega á næstu árum“. Niels Dungal reyndist sannspár. Reykingar jukust mjög á fimmta og sjötta áratugnum, fyrst hjá körlum en svo hjá konum eftir 1960. Sé miðað við að tóbaks- maðurinn þurfi að jafnaði að reykja 290 kg af tóbaki1 (þ.e. einn síga- rettupakka á dag í 40 ár, eða tvo pakka í 20 ár) til að fá lungnakrabba- mein má enn búast við að sjúkdóms- tilfellunum fjölgi. Vaxandi tíðni. Lungnakrabba- mein eykst mjög mikið hjá báðum kynjum hérlendis. Sjúkdómurinn er nú þrisvar sinnum algengari en fyrir aldarfjórðungi (sjá töflu). Aukning- in er að meðaltali 7,5% á ári hjá körlum en 11,7% hjá konum. Til samanburðar má geta þess að aukn- ing á öðrum krabbameinum á þessu sama tímabili er að meðaltali 0,7% á 18 HEILBRIGÐISMÁL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.