Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 14
Hvemig á að bregðast við hjartaáfalli? Grein eftir Þórð Harðarson Kransæðasjúkdómar eru nú al- gengasta dánarorsök íslendinga, og verða þriðja hverjum manni að aldurtila. Flestir látast úr hjartadrepi (kransæðastíflu). Það ber oft brátt að, og skammur tími líður frá því að sjúkdómseinkenna verður vart þar til hjartað hefur skaddast varanlega, eða jafnvel stöðvast. Lokist kransæð deyja hjartavöðvafrumur, drep (eða sár) myndast í vöðvanum, og það breytist síðan í ör. Algengt er að 10-40% af hjartavöðvanum skaðist ef stór kransæð lokast. Fyrstu vöðva- frumurnar deyja 20—30 mínútum eftir stíflu, en þær síðustu þrem til fimm klukkustundum síðar. Með nýrri lækningatækni verður æ mikilvægara að sjúklingur með brátt hjartadrep komist sem fyrst á sjúkra- hús, áður en hjartavöðvinn hefur skaddast varanlega. Mikilvægasta nýjungin á þessu sviði er notkun lyfs- ins streptókínasa til að leysa upp blóðsega („tappa") í kransæð. Lyfið er ýmist gefið í bláæð eða beint í kransæð. Rannsóknir erlendis benda til þess, að unnt sé að leysa upp blóðsega í 50—80% tilvika. Nokkur reynsla hefur fengist af notkun streptókínasa á Landspítalanum og Borgarspítalanum og virðist vera á sömu lund og meðal nágrannaþjóð- anna. Ef stórt drep verður í hjarta- vöðva, á vöðvinn óhægara með dælustarfið, minna blóð fer um hjartað og sjúklingurinn verður mæðinn og þreklaus. Á hitt ber einnig að líta, að hjart- anu er hætt við að stöðvast, allt frá því augnabliki að kransæð lokast og jafnvel áður en frumudauðinn hefst. Mest hætta er á hjartastoppi fyrstu klukkustundina eftir að einkenni um hjartadrep hefjast. Hjartastopp leiðir til dauða á skömmum tíma. Hefjist endurlífgunartilraunir ekki innan þriggja til fimm mínútna veld- ur það óbætanlegum skaða á tauga- kerfi sjúklingsins. Að sjálfsögðu heppnast lífgunartilraunir ekki allt- af, en því fyrr sem hafist er handa því betri eru líkurnar. Hér er því komin önnur aðalástæða þess, að brýnt er að sjúklingur með hjarta- drep komi sem fyrst á sjúkrahús. Fyrir nokkrum árum var gerð at- hugun á því hér á landi hve langur tími leið frá upphafi einkenna hjartadreps, þar til sjúklingur komst á sjúkrahús (1). í Ijós kom að frá byrjun einkenna þar til sjúklingur leitaði hjálpar liðu að jafnaði 1 klukkustund og 15 mínútur, frá því læknir var til kvaddur þar til hann ákvað innlögn liðu að meðaltali 35 mínútur og tíminn sem leið frá því hringt var eftir sjúkrabíl þar til sjúk- lingurinn kom á sjúkrahús var 20 mínútur. Síðan farið var að reka neyðarbifreið frá Borgarspítalanum hefur flutningstíminn styst (2), og í sumum tilvikum má koma í veg fyrir læknistöfina með því að hringja beint í neyðarsímann á slökkvistöð- inni. Töf sjúklings er án efa allt of löng ennþá, þótt rannsóknir hafi ekki verið gerðar á því nýlega. Aðal- orsök þess er eflaust sú að fólk þekk- ir ekki einkenni hjartadreps og mik- ilvægi þess að brugðist sé við þeim umsvifalaust. Rétt þykir því að gera nokkra grein fyrir þeim sjúkdóms- einkennum sem benda til hjarta- dreps. Aðaleinkenni hjartadreps er brjóstverkur. Langoftast liggur verkurinn fyrir miðju brjósti, stund- um þvert yfir brjóstið og leiðir oft upp í háls og út í handleggi, annan hvorn eða báða. Verkurinn leiðir oftar út í vinstri handlegg en hægri, liggur venjulega innanvert á hand- leggnum og teygir sig oft fram í úln- liði eða fingur. Stöku sinnum kvarta sjúklingar um verk annars staðar, t.d. efst í kvið, í öxlum eða síðum, en slíkt er sjaldgæfara. Samfara brjóstverk fer oft ógleði, slapplciki og kaldur sviti. Verkurinn er oftast sár eða þungur. Stundum lýsa sjúk- lingar seyðingi eða sviða, en sjaldan eða aldrei tímabundnum stingjum eða kveisuverkjum. Örsjaldan líkist verkurinn brjóstsviða eða upp- þembu. Fullvíst er að hjartadrep get- ur borið að höndum án verkjar og annarra einkenna, einkum hjá öld- ruðum og sykursýkissj úklingum. Oft- ast er þó drepið lítið í slíkum tilvik- um. Margir sjúklingar hafa haft ein- kenni kransæðasjúkdóms nokkurn tíma áður en hjartadrep ber að höndum. Feir eiga oftast nítróglyser- ín-töflur og kunna að nota þær. Venjuleg hjartakveisa kemur við á- reynslu eða geðshræringu, en hverfur í hvíld og við töku nítróglyseríns. Hvorki hvíld né nítróglyserín megna þó að bægja frá brjóstverk af völd- um hjartadreps. Stundum lýsir hjartadrep sér með mæði eða 14 HEILBRIGÐISMAL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.