Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 22
ir var við skjálfta í höndum. Ef til vill færðu svitaköst og tilfinningu sem líkist því að fiðrildi sé í magan- um, eða þú sefur illa á næturnar. Margir fá höfuðverk Taugaspenna og bráðlyndi kunna að gera vart við sig en mundu að það gengur fljótlega yfir. Láttu ekkert af þessu hagga ákvörðun þinni. Margir sem hætta að reykja reyna fyrst á eftir að sann- færa sig um að best sé fyrir þá að byrja aftur af því að þeim líði svo illa. En gefstu ekki upp. Eftir viku tekurðu eftir því að vellíðan hefur aukist til muna. Og fljótlega mun þér líða betur en þér hefur liðið árum saman. Þú munt sofa betur á næturnar og svefninn mun veita þér betri hvíld. Mæðin minnkar — líkamsástand þitt verður miklu betra. Bragð og lyktarskyn batnar veru- lega. Þú hættir að hósta og ræskja þig á morgnana. Þú munt losna við hinn vel þekkta reykingahöfuðverk. Allur líkaminn verður sem endur- nærður, þú andar léttar og verður hraustari með hverjum deginum sem líður. Hugsaðu um sparnaðinn! Þú munt smátt og smátt spara heil- mikið fé sem þú getur notað til ein- hvers þarfara. Sumir leggja daglega eða vikulega til hliðar það sem þeim sparast en auðvelt er að reikna út sparnaðinn á hverjum tíma. Margir, sem hætta að reykja, nota „reyk- ingapeningana" til einhvers sem þeir hefðu ekki geta veitt sér ella, t.d. utanlandsferða. Hvað gerist ef þú hrasar? Sjálfsagt hefurðu oft dottið þegar þú varst að læra að ganga. Sem betur fer, þá gafstu ekki upp heldur SAFNWIÖPPUR fyrir fjóra árganga Heilbrigðismála fást á skrifstofu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Reykjavík. Verð 200 kr. Einnig sent í póstkröfu. reyndir aftur. Eins er þegar menn eru hættir að reykja, það er slæmt að falla en hitt er miklu alvarlegra að standa ekki upp aftur. Fjölmargir fyrrverandi reykingamenn eiga inis- heppnaðar tilraunir að baki. Reykingarnar eru orðinn svo rótgró- inn ávani að erfitt getur verið að rjúfa hann - en það er hægt. Ef þú vilt heils hugar hætta að reykja mun þér takast það, ef ekki í þetta skipti þá næsta. Gangi þér vel! Hjá Krabbameinsfélaginu er hægt að fá ítarlegan leiðbeiningabækling fyrir fólk sem vill hætta að reykja: „Ekki fóm - heldur frelsun". Þar fást einnig aðrir bæklingar, t.d. „Reykingar og heilsa". Námskeið í reykbindindi eru haldin reglulega á vegum Krabbameinsfé- lagsins. Tekið er við pöntunum á skrifstofu félagsins, Skógahlíð 8, Reykjavík. -rceóslunt <robbQ meins 1 Verðandi mæður ættu ekki að reykja. 2 Orsakir, greining og meðferð krabbameina. 3 Krabbamein í ristli. 4 Hvernig þú átt að skoöa brjóstin. 5 Krabbamein í leghálsi. 6 Krabbamein í blöðruhálskirtli. 7 Krabbamein í brjóstum. 8 Krabbamein í vör, munni og nefholi. 9 Krabbamein í eistum. 10 Krabbamein í eggjastokkum. 11 Heilaæxli. 12 Tölfræöi krabbameina. Þessi rit eiga að liggja frammi á öllum heilsugæslustöðvum en fást einnig á skrifstofu Krabbameinsfé- lagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavfk. 22 HEILBRIGÐISMÁL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.