Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 15
I þessari grein er lögð áhersla á það að sjúklingar með hjartadrep verði að komast sem fyrst á sjúkra- hús. Myndin sýnir neyðarbílinn sem rekinn hefur verið frá Borgar- spítalanum síðustu ár, en með þvi móti er talið að tekist hafí aö bjarga fleirum en annars. Neyðar- bíllinn fer að meðaltali í sex útköll á dag, frá kl. Z.30 til 23.30, alla daga nema sunnudaga. Minna má á að neyðarsími fyrir sjúkraflutn- inga á höfuðborgarsvæðinu er 11100. lungnabjúg. Er það afleiðing hjarta- bilunar, slælegs samdráttar hjartans. I öðrum tilvikum er yfírlið eða hjartastopp fyrsta einkenni hjarta- dreps. Eins og fyrr segir þarf endur- lífgun að hefjast innan fárra mínútna til að sjúklingur eigi lífsvon. Hver eru þá rétt viðbrögð ef hjartadrep ber að höndurn? Leik- menn og læknar ættu alltaf að láta sér þennan sjúkdóm til hugar koma, ef sjúklingur kvartar um verk fyrir miðju brjósti, einkum ef verkurinn hverfur ekki við 10—15 mínútna hvíld eða töku nítróglyseríns. Við þessar aðstæður er rétt að hafa tafar- laust samband við lækni, annað hvort heimilislækni, sérfræðing sem hefur meðhöndlað sjúkling, vakt- lækni að kvöldi eða næturlagi, eða sjúkravakt á spítala. Ef einkenni eru ótvíræð eða svæsin, á að hringja strax á neyðarbíl. Enginn vafi er á því, að fjölmörgum mannslífum má bjarga með markvissum og skjótum viðbrögðum við hjartadrepi. Hér hefur verið lögð megináhersla á að kynna sjúkdómseinkennin, svo að stytta rnegi tímann sem líður áður en sjúklingur leitar sér hjálpar. Að lokum er rétt að hvetja til þess, að miklu fleiri íslendingar læri endur- lífgun. Þetta á einkum við um starfs- fólk stofnana þar sem fjölmenni kemur saman, t.d. sundstaða, öldur- húsa, veitingastaða o.s.frv. Talsvert hefur verið gert á þessu sviði, en þörf er á miklu stærra átaki. ítrekað skal að haft sé tafarlaust samband við lækni eða neyðarvakt ef minnsti grunur er um hjartaáfall. Hver mín- úta er dýrmæt þegar þannig stendur á. Tilvitnunir: 1. Sigurður Guðmundsson, Þórður Harð- arson: Flutningur sjúklinga mcd bráða kransæðastíflu á Borgarspítalann 1972-1975. Læknablaðið 1979;65:11-21. 2. Finnbogi Jakobsson, Helgi Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson: Rckstur ncyðarbíls frá Borgarspítalanum. Læknablaðið 1985; 71:41-50. Þórður Harðarson, Ph.D., er pró- fessor í lyflækningum við lækna- deild Háskóla íslands og yfirlæknir lyflækningadeildar Landspítalans. HEILBRIGÐISMAL 3/1985 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.