Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 23
/ r R þriðja þúsund Islendingar með hægfara gláku? Grein eftir Guðmund Björnsson Sá sjúkdómur, sem veldur mestri skerðingu á sjón meðal aldraðra er hægfara gláka. Um 18% blindra hafa misst sjónina af hennar völdum og eru karlar tvöfalt fleiri en konur. Rúmlega helmingur þeirra sem skráðir eru blindir af völdum gláku eru alblindir eða því sem næst og hinn helmingurinn með verulega skerta sjón og þröngt sjónsvið. Þar að auki eru margir með drermyndun í augasteini, sem eykur á sjóntapið.1 Hægfara gláka lýsir sér í því að taugaþræðir í sjóntaugarósi skemm- ast smám saman vegna hækkaðs þrýsings inni í auganu. Þræðir þeir sem bera boð frá sjónujöðrunr eru viðkvæmastir og hverfur hliðarsjón- in fyrst. Mestan þrýsting þola aftur á móti taugaþræðir frá miðsvæði sjónu. Halda sjúklingar því oft skörpu sjóninni, þar til sjúkdómur- inn er langt genginn og hliðarsjón að mestu horfin. Að lokum hverfur einnig skarpa sjónin og augað verð- ur alblint. Pessi hægfara þróun veldur því, að fólk gerir sér ekki grein fyrir skerð- ingu á sjón fyrr en miklar skemmdir eru orðnar. Oft er annað augað nán- ast blint og hitt með byrjandi gláku- skemmdir, þegar læknis er fyrst leitað. í þessu sambandi er vert að taka fram, að augnþrýstingur sem hækkar smám saman, veldur ekki verkjum. Ekki er enn vitað hvað veldur hægfara gláku. Sumir álíta, að frum- orsökin sé léleg blóðrás í sjóntaugar- ósi, sem leiði til hinna einkennandi sjónsviðsskemmda og að hækkun augnþrýstings sé aðeins afleiðing hennar. Aðrir, og þeir eru fleiri, telja að sjúklegar breytingar á síuvef í framhólfshorni augans hindri frá- rennsli augnvatnsins og valdi þar með hækkuðum augnþrýstingi, sem aftur þrýsti á taugaþræði í sjóntaug- arósi og skemmi þá smám saman. Afleiðingar sjúkdómsins eru vel þekktar svo sem breytingar á útliti sjóntaugaróss og skerðing á sjón- vídd. Auðvelt er einnig að mæla augnþrýsting. Allt fram á sjöunda áratug þessarar aldar voru allir taldir vera með gláku, sem höfðu augn- þrýsting yfir vissum mörkum (hærri en 21 mm Hg). Nú vita menn að augu þola þrýsting misjafnlega vel og að sumir geta þolað hærri augnþrýsting (yfir 30 mm Hg) alllengi, án þess að bíða tjón af, þar sem aftur á móti aðrir fá gláku- skemmdir við lægri þrýsting (innan við 20 mm Hg). Segja má því að hver einstaklingur hafi ákveðin þrýstingsmörk og fari þrýstingur yfir þau verði skemmdir á taugaþráðum. Líklegt má telja að þessi mörk séu ættgeng og lækki með aldrinum. f>ví miður er ekki unnt að mæla þessi mörk, en víst er, að því hærri sem augnþrýstingur er, þeim mun meiri líkur eru á glákuskemmdum. Örugg- asta leiðin til greiningar hægfara gláku er nákvæm sjónsviðsmæling og skoðun á útliti sjóntaugaróss. Þótt hugmyndir manna um orsakir ALGENGI OG NÝGENGI GLÁKU — ALGENGI — NÝGENGI hægfara gláku hafi breyst í tímans rás, hefur meðferðin ávallt beinst að því að lækka augnþrýstinginn, ýmist með lyfjum eða aðgerð. Erfitt er oft að ákveða hvenær hefja skuli með- ferð t.d. hjá fólki með augnþrýsting í hærra lagi (25-30 mm Hg) og engar finnanlegar glákuskemmdir. Þessir sjúklingar flokkast undir glákugrun og fá annað hvort lyfjameðferð eða fara reglulega í eftirlit. I þessu sam- bandi getur skipt máli hve auðveld- lega sjúklingurinn nær fundi augn- læknis, svo og hvort náin skyld- menni eru með gláku.2 I þeim tilgangi að kanna algengi gláku hér á land og notkun gláku- lyfja var fengið leyfi heilbrigðisráðu- neytisins til að innkalla alla lyfseðla er hljóða á glákulyf og gefnir voru út frá septemberbyrjun 1981 til febrú- arloka 1982.3 Ekki er vitað að slíkri aðferð hafi verið beitt annars staðar. Auk þess voru taldir með þeir gláku- sjúklingar, sem gengist hafa undir aðgerð vegna hægfara gláku eftir 1970 og voru á lífi í lok 1981, en notuðu ekki glákulyf. Þær upplýsing- ar fengust úr sjúkraskrám augn- deildar Landakotsspítala og Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. í leitirnar komu samtals 1916 gláku- sjúklingar. Af þeim höfðu um 20% gengist undir glákuaðgerð og voru án lyfja. 1 þessari könnun reyndust 9 af hverjum 10 glákusjúklingum komnir yfir sextugt, rösklega tveir þriðju hlutar yfir sjötugt og tæplega 30% yfir áttrætt. Algengið eykst jafnt og þétt með hækkandi aldri, úr 0,6 af hundraði í yngsta aldursflokknum í 10,8% í þeim elsta. Sjúkdómurinn er tíðari hjá körlum en konum og er munur- inn marktækur. Heildaralgengi 50 ára og eldri er 3,5 af hundraði (3,8% hjá körlum og 3,3% hjá konum). Höfuðborgarsvæðið er nokkuð undir landsmeðaltali, en með sömu stígandi í aldursflokkum. Sömu sögu er að segja um Suðurlandsundir- lendið. Kann skýringin að einhverju leyti að felast í því að á könnunar- tímabilinu var erfiðara að ná þar til augnlækna en annars staðar. Vegna eðlis sjúkdómsins mun nokkuð á skorta að allir glákusjúk- lingar séu tíundaðir, þar eð sjúk- HEILBRIGÐISMÁI, 3/1985 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.