Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 30

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 30
Algengt vandamál Könnun, sem gerð var á vegum Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sýndi að vöðvaspenna í ýmsum myndum og aðrar afleiðingar streitu eru algengari en margan grunar. Reyndust 61% aðspurðra þjást af höfuðverkjum, 56% höfðu vöðva- bólgu, 64% bakverki og 14% maga- bólgur eða magasár. Streita virðist vera fylgifiskur ákveðinna starfsgreina, einkum þeirra sem gera miklar kröfur um viðbragðsflýti. Einnig virðist streita algeng hjá fólki þar sem gerðar eru kröfur um góða þjónustu, en við- komandi ræður ekki vinnuálaginu eins og t. d. símaverðir, lagermenn, þjónar, gjaldkerar, afgreiðslufólk í stórmörkuðum, flugafgreiðslumenn og dyraverðir. Talið er að störf sem veita litla andlega örvun valdi oft streitu. Sama máli gegnir um hávaða á vinnustað, einkum þegar þarf að standa eða sitja langtímum saman og þar sem einföld verk eru endurtekin í sífellu. Þá hefur streitu einnig verið kennt um léleg afköst, miklar fjar- vistir og slysatíðni, og ennfremur starfsleiða og slæman anda á vinnu- stað. Rannsókn, sem birt var árið 1981, hefur leitt í ljós að óvenju mikið er um svonefndar sálvefrænar truflanir meðal fiskvinnslufólks og þá helst vöðvabólgur. Ljóst er að þessi hópur vinnur við streituvekj- andi aðstæður. A undanförnum árum hafa afkastahvetjandi launa- kerfi verið innleidd í fiskvinnslu. Ekki virðist hafa verið tekið nægilegt tillit til þeirra sem þurfa að vinna innan um vélar, og jafnvel í samkeppni við þær. Því er mikið deilt á slík kerfi og þeim fundið flest til foráttu. Þegar rétt er á haldið geta bónuskerfi bæði verið til hagsbóta fyrir launþega og vinnuveitendur. Mikilsvert er að láta manninn ekki skipa lægri sess en vélbúnað. Það þarf að skapa mann- iegt vinnuumhverfi, ella þarf að gjalda fyrir með miklum fjarvistum úr vinnu, veikindum og lélegum vinnuafköstum. Spennuviðbrögð Við bregðumst við spennu í dag- lega lífinu á fjóra vegu. I fyrsta lagi tilfínningalega, t.d. með leiða eða reiði. í öðru lagi með atferli okkar. Við eigum erfitt með að einbeita okkur, verðum gleymin og afköstin minnka. í þriðja lagi verður breyting á lík- amsstarfseminni eins og áður er lýst (hjartsláttur, vöðvaspenna, andar- dráttur o.fl.). I fjórða lagi eiga sér stað breyting- ar á hugsun okkar. En allt er þetta innbyrgðis tengt. Þegar við spennumst upp reynum við að skilja orsökina, en þegar það tekst ekki, verðum við hrelld og spennumst við það ennþá meir. Til- # Líkaminn bregst við streitu eins og bráðri hcettu # Stöðug spenna getur valdið vöðvagigt # Afleiðingar streitu eru algengari en œtla mœtti # Sá sem er spenntur reynir oft að halda spennunni við # Nokkur streita er gagnleg og eykur hœfni manna # Spenna getur dregið úr ónœmisvörnum líkamans # Mestu streituvaldarnir eru fráfall maka og skilnaður # Líkamsrœkt og slökun eru góð ráð við streitu 30 HEILBRIGÐISMAL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.