Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 12
auka líkur á sjúkdómnum eru reykingar, innivera og hreyfing- arleysi, léleg næring, og þá fyrst og fremst lítið kalk og D vítamín, og mikil áfengisneysla. Beinþynning og afleiðingar henn- ar, sem eru beinbrot, og þá aðallega mjaðmarbrot, eru mun tíðari meðal kvenna en karla, en þó virðist bilið milli kynja vera að styttast. Mjaðm- arbrotum hefur fjölgað verulega víða á Vesturlöndum hin síðari ár. Rannsóknir frá Gautaborg sýna til dæmis að tíðnin eykst um 10% á ári hverju þar í borg, og svipaða sögu er að segja frá öðrum borgum og bæj- um. Hins vegar hefur ekki orðið vart við slíka aukningu í sveitum. Hvað veldur þessari fjölgun mjaðmarbrota? Svarið er alls ekki ljóst, en að öllum líkindum leggja allir fyrrgreindir áhættuþættir sitt af mörkum. Meiri hreyfing og útivist, minni reykingar, og ekki síst holl og kalkrík fæða væri rökrétt leið til að stemma stigu við beinþynningu, enda þótt fáir eða engir láti sig dreyma um að slíkt nægi til að út- rýma sjúkdómnum. íslenskar rannsóknir benda til þess að beinþynning og mjaðmar- brot séu síst fátíðari hér á landi en víðast annars staðar. Samt sem áður er kalkneysla íslendinga mikil, sé hún borin saman við flestar aðrar þjóðir. Samkvæmt neyslukönnun Manneldisráðs 1979—1980 var meðalneysla kalks fyrir ofan ráð- lagðan dagskammt í öllum aldurs- flokkum beggja kynja. Hátt meðal- tal tryggir að sjálfsögðu ekki að allir fái nóg, og því er mjög sennilegt að margt fólk, bæði börn og fullorðnir, og þá sérstaklega fullorðnar konur, mættu auka kalkneysluna verulega. Margt fullorðið fólk forðast mjólk- urvörur vegna mettuðu fitunnar, sem þar er að finna. Mettuð fita hækkar kólesteról í blóðinu og eykur þar með líkur á æðakölkun. Einhver mikilvægasti boðskapur um hollustu fyrir Vesturlandabúa er einmitt sá að minnka mettaða fitu í fæðunni, og þetta atriði má ekki gleymast í umræðunni um kalk og beinþynn- ingu. Fullorðnu fólki er því eindreg- ið ráðlagt að borða magrar mjólkur- vörur, til dæmis léttmjólk, und- anrennu og skyr. Raunar er öllum aldurshópum hollt að stilla í hóf neyslu á fituríkum mjólkurvörum. Hver telst þá hæfileg neysla mjólkur eða mjólkurmatar fyrir full- orðið fólk? Svarið er líklega um það bil 2-3 glös af fiturýrum mjólkur- drykkjum, eða samsvarandi magn af öðrum mjólkurvörum. Til dæmis er meira kalk í tveimur 20 gramma ostsneiðum en í fullu glasi af mjólk eða undanrennu. Sumt fullorðið fólk þarf á meira kalki að halda til að vega upp á móti miklum kalkmissi og á það sérstaklega við um kven- fólk eftir tíðahvörf. Við slíkar að- stæður er yfirleitt ráðlagt að taka kalktöflur, frekar en að auka mjólk- urmatinn enn frekar. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að það er engum manni hollt að borða mjög einhæft fæði. Verði mjólkin allsráðandi er blátt áfram ekki rúm fyrir aðra holla fæðu, og afleiðingin verður annað- hvort skortur á þeim næringarefnum sem ekki er að finna í nægilegu magni í mjólk, svo sem járni, C- vítamíni og trefjaefnum, eða þá hitt, að mjólkurneyslan bætist ofan á aðra fæðu, en það leiðir til ofneyslu og offitu. Hófsemi og fjölbreytt fœðuval er ennþá kjarninn í öllum boðskap um hollustu. Dr. Laufey Steingrímsdóttir er dósent í næringarfræði við verk- fræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands og á sæti í Manneldisráði. Hugsar þú nógu vel um heilsuna? „Hver er sinnar gæfu smiður". Þetta gamla spakmæli á við um heilsuvernd, ekki síður en annað. Þó að sum áföll séu óviðráðanleg er víst að við getum haft góð áhrif á líðan okkar og heilsu með hollum lífsháttum. Áreiðanleg fræðsla um heilbrigðismál hjálpar okkur að skilja þetta og taka réttar ákvarðanir. Fréttabréf um heilbrigð- ismál kom fyrst út fyrir 36 árum og hefur síðan frætt landsmenn um orsakir, einkenni og með- ferð sjúkdóma, en ekki síst um það á hvern hátt megi koma í veg fyrir veikindi. Þetta tímarit heitir nú Heilbrigðismál og fjallar um öll svið heilbrigð- ismála og um heilsusamlega lifnaðarhætti. Það hefur áunnið sér miklar vinsældir sem vandað og virt rit, ætlað öllum almenningi. Ef þú vilt gerast áskrifandi að tímaritinu Heilbrigðismál getur þú fyllt út í reitina hér fyrir neðan, klippt út seðilinn og póstlagt hann til Krabbameinsfélagsins, Pósthólf 5420, 125 Reykjavík. Einnig er hægt að panta áskrift í síma (91) 62 14 14. Áskriftargjaldið árið 1985 er að- eins 400 krónur fyrir fjögur tölublöð, og verður það innheimt með gíróseðli. Nalnnumer Heimili Naln Postnumer Slaður 12 HEILBRIGÐISMÁL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.