Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 8
HEILBRIGÐISMAL/ Jóhannes Long Lítill flúor í fæðunni Grein eftir Öldu Möller Á undanförnum árum hefur stundum verið rætt um flúortekju landsmanna og hugsanlega flúorbæt- ingu drykkjarvatns. Flestir hafa ver- ið sammála um að kanna þyrfti flúortekju úr fæði hérlendis áður en flúorbæting vatns yrði reynd, sér- staklega þar sem fiskur hefur oft ver- ið talinn góður flúorgjafi og fisk- neysla talin mikil hér. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fékk sumarið 1983 úthlutað styrk úr Vísindasjóði til rannsókna á flúor í matvælum og flúortekju úr fæði. í þessum rannsóknum var mældur flúor í mörgum íslenskum matvælum og stuðst við niðurstöður erlendra rannsókna (aðallega sænskra og finnskra) á innfluttum matvælum. Flúortekja var síðan reiknuð með hliðsjón af niðurstöðum nýlegra kannana Manneldisráðs íslands á fæðuneyslu skólabarna annars vegar og fjölskyldna á höfuðborgarsvæð- inu hins vegar. Flúor í íslensku neysluvatni hefur áður verið rannsakaður og var þá áætluð hlut- deild hans í flúortekju. Flelstu niðurstöður mælinga voru þær að flúor í íslenskum matvælum er mjög sambærilegur við það sem mælst hefur erlendis. Athygli vakti hversu lítill flúor mældist í fiski. Eins og áður segir hefur því oft verið haldið fram, að fiskur væri mjög flú- orríkur og það meðal annars hefur gefið ástæðu til að ætla að flúortekja Islendinga væri meiri en annarra þjóða með sambærilegan flúorstyrk í drykkjarvatni. Flúorstyrkur í al- gengustu fisktegundum reyndist vera mjög svipaður og í kjöti eða 0,2-0,3 mg/kg, en í verkaðri síld (saltsíld, gaffalbitum, kippers) mældist mun meiri flúor vegna smá- beina, sem orðin eru meyr við verk- unina og eru borðuð með. Líklega hefur flúor í fiskholdi oft verið ofmetinn áður vegna beina- leifa í sýnunum. Bein eru geysilega flúorrík og örsmá beinflís breytir niðurstöðum umtalsvert. Athygli vekur einnig að niðurstöður gamalla flúormælinga á matvælum eru oft mun hærri en nýrra og mun það vera vegna aukinnar sérvirkni nýrra að- ferða, sem verða því að teljast mun áreiðanlegri. Af einstökum matvælum er te flú- Gróft brauð og te eru drjúgir Oú- orgjafar. 8 HEILBRIGÐISMAL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.