Heilbrigðismál - 01.09.1985, Qupperneq 24

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Qupperneq 24
dómurinn er einkennalaus uns mikil skemmd er komin í augun. Af þeim sökum finnst hægfara gláka ekki nema sérstök leit sé gerð. Oftast er sjúkdómurinn greindur þegar sjúk- lingur kemur til augnlæknis í gler- augnamátun eða af öðrum ástæðum. Tölur þær sem birtast í þessu upp- gjöri eru því lágmarkstölur. Með því að kanna aðsókn sjúklinga til augn- lækna í augnlækningaferðum er unnt að sjá hversu margir hafa verið skoð- aðir í hverjum aldursflokki á ákveðnu tímabili. I könnun sem gerð var í Borgarneslæknisumdæmi, og náði til áranna 1976—82, reyndust 80% þeirra íbúa sem voru 50 ára eða eldri nota þjónustu augn- lækna.4 Sé gert ráð fyrir svipaðri aðsókn til augnlækna annars staðar má gera ráð fyrir að um 80% af allri hægfara gláku meðal 50 ára og eldri hafi komið í leitirnar. Út frá því má áætla að heildarfjöldi glákusjúklinga á ís- landi, 50 ára og eldri, í árslok 1982, hafi verið um 2300 (um 1200 karlar og um 1100 konur) þannig að um 4,4 af hundraði íbúa yfir fimmtugt séu með þennan sjúkdóm. Áðurnefnd rannsókn 1 gefur ekki til kynna á hvaða stigi sjúkdómurinn er, en með hliðsjón af gögnum göngudeildar augndeildar Landa- kotsspítala (sem nær til um þriðj- ungs rannsóknarhópsins) má áætla að um eitt þúsund Islendingar séu með hægfara gláku á háu stigi, þ.e. með skerðingu á sjónvídd og sýni- legri skemmd í sjóntaug. Eru þetta um 44% sjúklinganna. Rannsóknir á nýgengi gláku, þ.e.a.s. hversu margir nýir gláku- sjúklingar bætast í hópinn árlega, hafa leitt í Ijós að þeir muni vera 140—150 á ári.5 Erfiðleikum er bundið að bera saman algengi hæg- fara gláku í hinum ýmsu löndum vegna mismunandi skilgreiningar sjúkdómsins og greiningaraðferða, en svo virðist sem sjúkdómurinn sé álíka algengur hér eins og í Svíþjóð, Englandi og Bandaríkjunum. Tilvitnanir: 1. Guðmundur Björnsson: Sjóndcpra og blinda. Fréttabréf um hcilbrigðismál 1980;28(4):7-10. 2. Guðmundur Björnsson: Hægfara gláka. Læknablaðið 1984;70:130-1. 3. Guðmundur Björnsson, Guðmundur Viggósson, Jón Grétar Ingvason: Gláka á íslandi, 1. grcin: Algcngi hægfara gláku 1982. Læknablaðið 1984;70:121-9. 4. Guðmundur Björnsson: Augnhagur Borgfirdinga. Læknancminn 1978;31:5-18. 5. Guðmundur Björnsson, Guðmundur Viggósson, Jón Grétar Ingvason: Gláka á íslandi, 6. grcin: Nýgcngi hægfara gláku á íslandi. Læknablaðið 1985;71:201-4. Grein þessi er eftir dr. Guðmund Bjömsson prófessor, við læknadeild Háskóla íslands og yfirlækni augndeildar Landakotsspítala. ORKUBOT UIJC5RA 5EM ALDI JAFFA OUT5PAIJ DOLE OUT5PAIJ DOLE JAFFA EGGERT KRISTJAINISSON HF Sundagörðum 4, simi 6S5300 24 HEILBRIGÐISMAL 3/1985

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.