Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 17
gerðar á kvennadeild Landspítalans (75%), en næst koma Sjúkrahúsið á Akranesi (10%) og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri (8%). í lang- flestum tilvikum hefur konan gengið með í 12 vikur eða skemur. Tvær aðferðir hafa verið algeng- astar við framkvæmd fóstureyðinga, útskaf og sogskaf, en þær voru not- aðar í 96% tilvika árin 1976—81. Á þessu tímabili lágu flestar kvenn- anna á sjúkrahúsi í tvo til fjóra daga, en með tilkomu dagdeildar kvenna- deildar Landspftalans er orðið al- gengast að konurnar fái að fara heim samdægurs. Hin mikla fjölgun fóstureyðinga á undanförnum árum og sú staðreynd að í mörgum tilvikum voru getnaðar- varnir ekki notaðar, gefur tilefni til að álykta að átaks sé þörf í fræðslu. Verði það gert er hugsanlegt að að- gerðunum fari að fækka, eins og gerst hefur á hinum Norðurland- anna. Tilvitnanir: 1. Lög um ráögjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barncignir og um fósturcyðingar og ófrjóscmisaðgcrðir. nr. 25/1975. 2. Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir: Fóst- urcyðingar 1976-1983. Hclstu brcytingar í kjölfar laga nr. 25/1975. Hcilbrigðisskýrslur, fylgirit 1985 nr. 2. Landlækniscmbættið, Rcykjavík, scptcmbcr 1985. 3. Könnun á gildismati og mannlegum viðhorfum íslcndinga. Hagvangur nóvcm- bcr 1984. 4. Fósturcyðingar og ófrjóscmisaðgerðir. Rit hcilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins 4/1973. Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir er Þjóðfélagsfræðingur að mennt. Hún hefur að undanfömu unnið hjá Land- læknisembættinu.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.